Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 60
44 15. október 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Eitt af einkennum Iceland Airwaves-hátíðarinnar er öflugt tónleika- hald utan aðaldagskrárinnar sem aðeins armbandshafar fá aðgang að. Þessi dagskrá sem er kölluð „off-venue“-dagskrá upp á enska tungu er alltaf að verða öflugri og nú í ár eru vel á annað hundrað tónleikar á 25 stöðum í boði. Og allt ókeypis og öllum opið. Oft er það þannig að þær hljóm- sveitir sem spila á dagskrá hátíðar- innar sjálfrar spila líka off-venue. Þeir sem misstu af hinu mjög svo efnilega dúói Nolo á aðaldagskrá hátíðarinnar á Grand Rokki í gær- kvöldi, geta til dæmis séð þá félaga í Hinu húsinu í kvöld, í Eymundsson á morgun kl. 16.00 eða á Bar 11 annað kvöld kl. 22.00. Sykur spilar á Batterí- inu í kvöld kl. 23.20, en líka off-venue í Nakta apanum á morgun kl. 15.45, sama dag kl. 17.00 á Kaffistofunni Hverfisgötu 42 og í Skífunni á laugar- daginn kl. 14.00. Erlendu listamennirnir spila líka off-venue. Á morgun á milli kl. 17.00 og 19.00 spila þrjár norskar sveitir til dæmis í Nikita-búðinni og erlend- ir gestir spila líka alla dagana í Nor- ræna húsinu, Skífunni og Eymunds- son. Á meðal sérstakra off-venue atriða má svo nefna að Bedroom Community leggur undir sig Kaffibarinn næstu þrjá daga, Ghostig ital og Finnbogi Pétursson spila í gamla i8 á Klapparstíg í dag kl. 17.00 og á Dillon verður sannkallað rokkmaraþon á laugardagskvöldið frá 20.00 og fram á nótt. Þar spila meðal annars Mammút, Sudden Weath- er Change, Reykjavík! og Miri. Nánari upplýsingar um off-venue dag- skrána má finna á www.icelandairwaves.is. Ekkert armband, ekkert mál DAGSKRÁ UTAN DAGSKRÁR Sykur er á meðal yfir 100 hljómsveita sem spila utan hinnar eiginlegu dagskrár á Airwaves. Einhver efnilegasta hljóm- sveit Dana, When Saints Go Machine, spilar í Hafn- arhúsinu á Airwaves í kvöld. Sóley Kaldal hitti þrjá af fjórum meðlimum bandsins í æfingahúsnæði þeirra undir Rigshospitalet á Norðurbrú í Kaupmanna- höfn. Danska ríkisútvarpið verðlaun- aði þá fyrr á árinu sem björtustu vonina, frægasti útvarpsmaður Dana hefur lýst fyrstu smáskífu þeirra, Fail Forever, sem metnað- arfyllsta popplagi danskrar tón- listarsögu og tískuelítan vill ólm fá þá í samstarf. Hverjir eru þeir? When Saints Go Machine er fjög- urra manna popphljómsveit frá Kaupmannahöfn skipuð söngv- aranum Nikolaj Manuel Vonsild, Simon Muschinsky á synth, Jonas Kenton á hljómborð og bassa og Silas Moldenhawer á trommur. Lengi grúskað í tónlist Hvar kynntust þið og hvernig varð hljómsveitin til? Jonas: „Við höfum allir þekkst á einhvern hátt síðan í grunnskóla og verið að grúska í tónlist síðan þá, allt frá raftónlist yfir í kvik- myndatónlist.“ Silas: „Við Simon stofnuðum hljómsveit þegar við vorum sex og níu ára. Ég trommaði og söng á enskuskotnu bullmáli en list- rænn ágreiningur varð til þess að sú hljómsveit hélt aðeins tvenna tónleika.“ Simon: „Já, mér fannst hann bara ekki nógu góður söngvari. When Saints Go Machine varð svo til fyrir rúmum tveimur árum þegar Silas og Jonas vildu fá Simon með sér í hljómsveit og hann stakk upp á Nikolaj sem söngvara.“ Silas: „Nikolaj var eini danski söngvarinn sem okkur þótti spennandi á þeim tíma svo að við sendum honum demó af því sem við vorum að gera og viku seinna var lagið You Should Be Someone Else fullmótað.“ Semja á tölvur Lagið er eitt af tíu lögum plöt- unnar Ten Makes A Face sem þeir segja að reki sögu bands- ins. Titillinn vísar til þess hvert laganna tíu sé eiginleiki heild- arsvips hljómsveitarinnar og að án heildarinnar sé ekki hægt að þekkja þeirra stíl. En hvernig tón- list varð til úr þessu samstarfi? Simon: „Við komum allir úr ólíkum áttum en við erum sam- mála um að gera vandaðar popp- melódíur og þéttar útsetningar. Við nálgumst tónlistina á svo- lítið óhefðbundinn hátt því við hittumst ekki og „djömmum“ á hljóðfærin heldur byrjum við í tölvunum. Lokaafurðina þýðum við svo yfir í hefðbundin hljóð- færi í bland við raftónlist. Við höfum stundum kallað þetta jað- arrafpopp (e. alternative elect- ronic pop) því við viljum gera spennandi hluti sem höfða þó til breiðs hóps.“ Silas: „Það sem gerir samstarf- ið svona gott er að við vorum í langan tíma búnir að vera aðdá- endur hver annars og við erum því sífellt að reyna að bæta okkur og gera betri hluti til að ganga í augun hver á öðrum.“ Miklir tískumenn Þið hafið verið þekktir fyrir að ná upp brjálaðri stemningu þegar þið spilið, hverju megum við búast við á tónleikunum hér á Íslandi? Silas: „Í upptökum er tónlistin fáguð og krafturinn beislaður en á tónleikum sleppum við honum lausum og erum þar af leiðandi töluvert harðari. Við viljum bjóða upp á almennilegt rokksjóv og erum hvorki kurteisir né settleg- ir á sviðinu.“ Jonas: „Á tónleikum eiga lögin að grípa þig og heltaka fæturna, hjartað og hugann – í þessari röð.“ Hversu mikilvægt er útlit og ímynd hljómsveitarinnar? Silas: „Við höfum allir mikinn áhuga á tísku og hönnun og við erum kontrólfrík svo við vilj- um helst sjá sjálfir um að gera öll plaköt, plötuumslög og mynd- bönd. Við erum samt í góðum tengslum við listamenn á öðrum sviðum skemmtanabransans og hleypum góðu fólki inn með ferskar hugmyndir.“ Þið eruð allir að koma í fyrsta skipti til Íslands, eruð þið spennt- ir fyrir því að gera eitthvað sérís- lenskt? Simon: „Einhver var búinn að segja okkur að við gætum farið í kindakappreiðar! Það var kannski misskilningur.“ Tími hinna dönsku dýrlinga WHEN SAINTS GO MACHINE Töff hljómsveitarstrákar frá Danmörku sem hafa vakið mikla athygli þar. Sveitin spilar í Nakta apan- um í dag klukkan 17 og Hafnarhúsinu klukkan 23. Annað kvöld spilar sveitin klukkan 22.30 á Nasa. MYND/JAKOB Þungarokkssveitin Sólstafir er að ljúka mánaðarlangri tónleika- ferð sinni um Evrópu, sem hefur gengið vonum framar. Þeir félag- ar hafa lent í ýmsum ævintýr- um og meðal annars hittu þeir stúlku í Stuttgart í Þýskalandi sem var með nafn hljómsveitar- innar húðflúrað á handlegginn á sér. Tónlistargagnrýnendur hafa hrifist af sveitinni og hafa einhverjir líkt henni við goð- sagnirnar í Pink Floyd. Alls hafa Sólstafir spilað á tuttugu tónleik- um í níu löndum Evrópu í sam- floti með hljómsveitunum Code og Secrets of the Moon. Ferðinni lýkur í Finnlandi á föstudaginn og verður síðan haldið heim á leið 19. október. Vel heppnuð tónleikaferð SÓLSTAFIR Þungarokkssveitin Sólstafir er að ljúka vel heppn- aðri tónleikaferð um Evrópu. Dagskráin á Airwaves: 15. okt. kl. 17 Nakti apinn 15. okt. kl. 23 Hafnarhúsið 16. okt. kl. ? Off Venue 16. okt. kl. 22.30 Nasa Plötu When Saints Go Machine verður hægt að nálgast á iTunes fyrir jól en þangað til er hægt að hlusta á lögin á: www.myspace. com/whensaintsgomachine WHEN SAINTS GO MACHINE Á ÍSLANDI > Plata vikunnar Ego - 6. október ★★★ „Hörku rokkplata frá fornfrægu bandi.“ - kg > Í SPILARANUM Mumford & Sons - Sigh No More Lára - Surprise The XX - xx Sykur - Frábært eða frábært Hafdís Huld - Synchronised Swimmers MUMFORD & SONS HAFDÍS HULD LEIÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA Umhverfi sráðuneytið og Samtök atvinnulífsins boða til kynning- ar- og umræðufundar um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Fundurinn fer fram á Grand Hótel þriðjudaginn 20. október kl. 13:00-15:00. Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig með tölvupósti á postur@umhverfi sradu- neyti.is fyrir hádegi 19. október. Dagskrá fundarins: • Opnun: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. • Brynhildur Davíðsdóttir: Möguleikar til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda - yfi rlit. • Bryndís Skúladóttir: Aðgerðir í iðnaði og meðferð úrgangs. • Guðbergur Rúnarsson: Aðgerðir í sjávarútvegi. • Umræður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.