Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 10
15. október 2009 FIMMTUDAGUR
668 kr.á mánuði
Vefhysing_
Pantaðu núna á www.1984.is
ISLENSK VEFHYSING
= MEIRI HRADI >> MEIRA ÖRYGGI >> MUN ODYRARI
Sími 546 1984 ::: info@1984.is
með ánægju
Iceland Express auglýsir eftir svæðisstjóra í Banda-
ríkjunum. Svæðisstjóra er ætlað að sjá um markaðs-
og sölumál félagsins í Bandaríkjunum og halda utan
um samskipti og þjónustu við söluaðila Iceland
Express þar. Svæðisstjóri þarf einnig að fylgjast vel
með nýjum sölutækifærum og bregðast við þeim.
Umsækjendur þurfa að búa í Bandaríkjunum eða vera
tilbúnir að flytja þangað.
Svæðisstjóri vinnur náið með tekjustýringu og
markaðsdeild Iceland Express á Íslandi.
Hæfniskröfur svæðisstjóra:
• Þarf að tala reiprennandi ensku.
• Háskólamenntun, helst í viðskiptum eða ferðamálum.
• Góð þekking á íslenskri ferðaþjónustu.
• Reynsla af vinnu á Bandaríkjamarkaði.
• Mikil þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknir sendist í tölvupósti á job@icelandexpress.is.
fyrir 22. október. Nánari upplýsingar er að finna á
www.icelandexpress.is/jobs.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
3
0
3
9
1
Svæðisstjóri í
Bandaríkjunum
*
M
.v
. 1
5
0
þ
ús
un
d
kr
. i
nn
le
nd
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
uð
i,
þ.
a.
1
/3
h
já
s
am
st
ar
fs
að
ilu
m
. /
S
já
n
án
ar
á
w
w
w
.a
uk
ak
ro
nu
r.i
s.
1 kaffivél á ári
fyrir Aukakrónur
Þú getur keypt þér 1 Solis espresso kaffivél hjá Ormsson fyrir Aukakrónurnar sem
safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar
í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
*
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
N
BI
h
f.
(L
an
ds
ba
nk
in
n)
, k
t.
47
10
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
3
2
2
STJÓRNMÁL Þingflokkur sjálfstæð-
ismanna hefur lagt fram þings-
ályktunartillögu um nauðsynleg-
ar bráðaaðgerðir vegna ástands
efnahagsmála.
Lagt er til að hagrætt verði í rík-
isrekstrinum með fimm prósent
sparnaði í heilbrigðis-, mennta-
og velferðarkerfinu og tíu pró-
senta sparnaði á öðrum sviðum.
Ekki verði skorið niður flatt held-
ur forgangsraðað á þann hátt að
mikilvæg grundvallarþjónusta
skerðist sem minnst. Miðað við
fjárlög þessa árs myndi þetta
leiða til sparnaðar í ríkisútgjöld-
um upp á 35-40 milljarða króna.
Ekki verði skorin niður útgjöld til
framkvæmda.
Skattahækkunum er hafnað
enda hamli þær fjárfestingu og
ráðningu nýrra starfsmanna hjá
einkafyrirtækjum. Ljóst megi
vera að það fólk sem missir vinn-
una hjá ríkinu vegna niðurskurðar
og hagræðingar þurfi að fá störf
hjá einkafyrirtækjum.
Skattur á inngreiðslur
Í stað skattahækkana leggja sjálf-
stæðismenn til að tekjur ríkissjóðs
verði auknar með skattlagningu
inngreiðslna í lífeyrissjóði í stað
útgreiðslna. Við það gætu tekjur
aukist um 35-40 milljarða. Einnig
sé athugandi að afnema frestun á
skattlagningu séreignarsparnað-
ar sem myndi skila um 115 millj-
arða eingreiðslu í ríkissjóð á næsta
ári og um 13 milljörðum á ári eftir
það.
Nýlegum ákvörðunum ríkis-
stjórnarinnar varðandi Helgu-
vík og Bakka og áform um orku-
umhverfis- og auðlindaskatt er
mótmælt enda valdi þær atvinnu-
lífinu stórskaða. Skattgrunnar
stækki verði horfið frá þeim ráð-
stöfunum öllum.
Lagt er til að skattaafsláttur til
hlutabréfakaupa verði endurvak-
inn, veiðiheimildir auknar og sér-
stökum strandveiðum hætt.
Lán verði lánalínur
Í tillögunum segir að leita verði
allra leiða til að afnema gjaldeyris-
höftin. Við það muni tiltrú á krón-
una styrkjast sem aftur dregur úr
hættu á að innlendir aðilar skipti
sparnaði sínum í erlenda mynt og
liðki fyrir erlendri fjárfestingu.
Breyta ber erlendum krónueign-
um í langtímaskuldabréf en við
það minnki þrýstingurinn á krón-
una og veiti svigrúm til vaxta-
lækkana. Þá er lagt til að útflæði
gjaldeyris verði stöðvað með upp-
boðum fremur en höftum.
Sjálfstæðismenn segja að í fram-
haldinu minnki þörfin fyrir gjald-
eyrisvarasjóð og um leið þörfin
fyrir lán frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum (AGS) og Norðurlöndun-
um. „Sennilega nægja lánin frá
Norðurlöndunum, Færeyjum og
Póllandi til að mynda gjaldeyr-
isvarasjóð eftir að þrýstingur á
gengið hefur verið minnkaður. Öllu
máli skiptir að sýna á trúverðugan
hátt fram á að hægt verði að mæta
stórum afborgunum af erlendum
lánum ríkisins árið 2011. Til að
halda vaxtakostnaði í lágmarki er
hér lagt til að lán frá Norðurlönd-
unum verði á formi lánalína. Jafn-
framt verði lánin frá AGS ekki
tekin nema þau bjóðist sem lána-
línur,“ segir í greinargerð tillög-
unnar.
Með því að breyta lánum í lána-
línur minnkar vaxtakostnaður
um marga milljarða á ári. Í grein-
argerðinni segir allt benda til að
hreinn vaxtakostnaður vegna
lána frá AGS og Norðurlöndunum
á næsta ári verði 12,5 milljarðar.
„Ef hins vegar væri hægt að tak-
marka þörfina eftir lánum við lán
Norðurlandanna og að þau væru á
formi lánalína með 0,5 prósenta
álagi mætti lækka vaxtakostnað-
inn í um 1,6 milljarða á ári.“
Heimilin
Til að fjalla um skuldavanda heim-
ilanna leggja sjálfstæðismenn til
að stjórnvöld kalli til ráðagerða
fulltrúa allra þingflokka og helstu
hagsmunaaðila til að ná þverpólit-
ískri sátt um aðgerðir. Markmiðið
væri að finna viðunandi lausn sem
kæmi til framkvæmda eigi síðar
en um næstu áramót.
Þá er lagt til að stimpilgjöld
verði afnumin til að auðvelda fólki
að njóta bestu kjara við endurfjár-
mögnun lána.
Um skuldavanda fyrirtækja
segja sjálfstæðismenn að hrað-
virkast, ódýrast og skynsamleg-
ast sé að stjórnvöld leggi línur um
lausn sem bankarnir útfæri.
bjorn@frettabladid.is
Telja AGS-lán óþarft
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til aðgerðir í efnahagsmálum sem skila ríkissjóði
bata upp á um 123 milljarða króna. Draga á úr ríkisútgjöldum, breyta skattlagn-
ingu lífeyrisgreiðslna, liðka fyrir fjárfestingum og lækka vaxtakostnað.
FRAMKVÆMT Sjálfstæðismenn telja efnahagstillögur sínar vel fallnar til þess að koma
hjólum atvinnulífsins á snúning á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Illugi Gunnarsson,
formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, kveðst
bjartsýnn á að tillögur
flokksins nái eyrum stjórn-
arliða á þingi. „Þetta er
þannig verkefni að stjórn-
málamenn verða að horfa
yfir flokkslínur.“
Hann segir Ísland eiga
góð tækifæri til að vinna
sig hratt út úr vandanum
en þá verði að grípa til
réttra aðgerða.
Niðurskurðaraðgerðir
eru ekki útfærðar í tillög-
unum. Illugi segir það ekki
á færi stjórnarandstöðu að skila frá
sér frágengnu fjárlagafrumvarpi en
mikilvægt sé að ekki verði skorið
niður flatt heldur með markvissum
og skynsamlegum hætti. Skoða
verði hvert ráðuneyti og hverja
stofnun fyrir sig.
Um lánamál segir
Illugi dæmin sanna að
hættulegt sé að ráðast í
risavaxnar lántökur til að
halda uppi gengi gjald-
miðils. Affarasælla sé að
fá aðgang að lánalínum.
Við það lækki vaxtabyrði
og ásamt með öðrum
aðgerðum skapist skilyrði
til vaxtalækkana.
Illugi segir gengi
gjaldmiðla ráðast af
trausti á efnahag þjóða
og með nýtingu auðlinda,
mannauðs og öflugri
framleiðslu skapist slíkt traust. Ráð-
ast þurfi í þær framkvæmdir sem
þegar séu á teikniborðinu og hverfa
frá áformum um skattahækkanir á
atvinnulífið.
MIKILVÆGT AÐ HORFA YFIR FLOKKSLÍNUR
ILLUGI
GUNNARSSON