Fréttablaðið - 15.10.2009, Side 33

Fréttablaðið - 15.10.2009, Side 33
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 SOKKABÖNDIN snúa aftur ef marka má þann fjölda tónlistar- og kvikmyndastjarna sem látið hafa glitta í slíkan undir fatnað nýlega. Þar má nefna konur á borð við Lily Allen, Katie Perry, Rihönnu og Ditu Von Teese. „Maður verður alltaf glaður í þessum kjólum,“ segir listakon- an Brynhildur Guðmundsdóttir, um kjóla fatahönnuðarins Huldu Karlottu Kristjánsdóttur. Brynhildur segist hrífast af fötum með ríkt notagildi og í glaðlegum litum, einkum og sér í lagi ef um íslenska hönnun er að ræða. Hulda Karlotta er búsett í Port úgal og vinnur þar að eigin fatalínu sem nefnist Fingerprint en rétt eins og fingraförin þá er hver flík frá henni einstök. Brynhildur segist eiga þrjá kjóla frá Fingerprint sem hún pantaði í gegnum Facebook-síðu fatalínunn- ar. „Það er mikil litadýrð í þess- um fötum og litasamsetningar óvæntar og skemmtilegar,“ segir Brynhildur. Hún viðurkennir þó að sækja mikið í föt í svörtum lit en litablöndun Huldu Karlottu heilli sig einfaldlega svo mikið að hún láti vaða á ævintýralegri liti en hún klæðist venjulega. Við hönnun línunnar sótti Hulda Karlotta hugmyndir í útlit litlu lit- uðu tréspjótanna í Mikado-spilinu sem margir muna eftir að hafa leikið sér að sem börn. Áður hann- aði Hulda Karlotta föt fyrir fyrir- tækið Nikita og hafa föt hennar einnig fengist í Nakta apanum. „Þetta eru bara svo skemmtileg föt og á góðu verði,“ segir Bryn- hildur og bendir á að kjólarnir séu venjulega á um það bil 14.000 krón- ur sem ekki þyki há upphæð fyrir kjól sem ekki sé fjöldaframleiddur. Þá sé ekki verra að geta klætt sig í föt sem nái að lífga upp á lund- ina. Verk Brynhildar er hægt að kynna sér á slóðinni brynhildur.is og fatahönnun Huldu Karlottu má sjá á síðunni www.myspace.com/ huldakarlotta. karen@frettabladid.is Óvænt litasamsetning sem lífgar upp á lundina Brynhildur Guðmundsdóttir er ávallt fallega klædd. Eftirlætiskjólar hennar eru frá fatahönnuðinum Huldu Karlottu en föt hennar segir Brynhildur oft skarta óvæntum litasamsetningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Brynhildur Guðmundsdóttir myndlistarmaður stendur hér fyrir framan eitt verka sinna í einum af eftirlætiskjólunum. Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 6 mán. vaxtalausar greiðslur Fyrst og fremst í heilsudýnum www.eirberg.is • 569 3100 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.