Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2009 sófar ● fréttablaðið ● Tískuhönnuðurinn Giorgio Armani fékk á dögunum það verkefni að inn- rétta lúxusíbúðir í Róm á Ítalíu. Armani var ráðinn til verks- ins eftir að eigendurnir ákváðu að breyta gamalli byggingaþyrpingu nálægt hinu víðfræga hringleika- húsi í Róm í ríkmannlega búnar íbúðir. „Hugmyndin er sú að umbreyta gömlum og þreyttum byggingum á Palastín-hæð í flott og vandað íbúðarhúsnæði,“ segir í yfirlýs- ingu frá Armani, sem hefur á síð- ustu árum getið sér góðan orðstír með húsgagnalínu sinni, Armani Casa. Fyrir utan vandaða innanhúss- hönnun mun væntanlegum íbúum standa ýmis þjónusta til boða, svo sem almennt viðhald og barna- pössun auk þess sem móttökustjóri verður þeim innan handar allt árið um kring. Áætlað er að fyrsta íbúðin verði tilbúin til afhendingar á fyrri árs- hluta 2010. - rve Innréttar lúxusíbúðir í Róm Sófi úr Armani Casa-línunni. Lúxusíbúðirnar í Róm verða undir sterkum áhrifum frá Armani Casa-línunni. Armani fellur aldrei verk úr hendi. GÁ Húsgögn í Ármúla sér- smíða sófa eftir óskum við- skiptavina sinna sem hafa und- anfarið fremur kosið tausófa en leðursófa. „Fólk velur sér notalega og hlýlega sjónvarpssófa um þessar mundir en töluvert hefur dregið úr vin- sældum leðurs,“ segir Erlendur Sigurðsson framleiðslustjóri GÁ Húsgagna í Ármúla 19. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa mikið val og þurfa ekki að ein- skorða sig við það sem til er í búð- inni. „Þeir geta í raun raðað saman þeim sófa sem þeir vilja. Þannig velja þeir grind, stífleika svamp- sins og áklæðið,“ upplýsir Erlend- ur og bætir við að öll húsgögn GÁ Húsgagna séu hönnuð og framleidd á Íslandi. Inntur eftir því hvort Ís- lendingar séu meðvitaðri um að velja íslenskt játar hann því. „En fólk vill þó vera visst um gæðin líka,“ segir hann. Hann segir horn- sófa vinsælasta í búðinni en þó selj- ist tungusófar og aðrar gerðir sófa einnig vel. GÁ Húsgögn voru stofnuð árið 1975 og ná því 35 ára aldri á næsta ári. „Fyrirtækið var stofnað af Grétari Árnasyni sem enn er eig- andi ásamt þremur öðrum,“ segir Erlendur. Fyrirtækið, sem var lítið í upphafi, hefur stækkað og dafnað með tímanum. „Við vinnum mikið fyrir hótel og veitingahús en fyrir tveimur árum opnuðum við í fyrsta sinn almenna búð sem stíluð er inn á heimilismarkaðinn,“ segir hann en í GÁ Húsgögnum má finna nokk- uð stóra og breiða línu í sófum og öðrum húsgögnum, og að sjálfsögðu er þetta allt íslensk framleiðsla. „Sófana hönnum við mest innan fyrirtækisins. Þó leitum við einn- ig eftir teikningum frá hönnuðum og arkitektum,“ segir Erlendur en bendir á að fólk njóti þess að fá að raða saman eigin sófa. Þannig fái það tilfinningu fyrir því að það eigi mun meira í húsgagninu. Viðskiptavinir geta raðað saman sínum eigin sófum „Fólk velur sér notalega og hlýlega sjónvarpssófa um þessar mundir,“ segir Erlendur Sigurðsson, framleiðslustjóri GÁ Húsgagna. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA MOSI 270 cm langur. Fáanlegur í öllum stærðum. Sjá www.gahusgogn.is HREIÐRIÐ Stærð: 235 cm. Fáanlegur í öllum stærðum. Sjá www.gahusgogn.is PERLA Stærð: 270x210. Fáanlegur í öllum stærðum. Sjá www.gahusgogn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.