Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 4
84 é LJÓSBERINN SOLFURSK! SAGA EFTIR SIGURBJÖRN SVEINSSON MEÐ MYNDUM EFTIR E. V. SANDHOLT I. Raunir Katrínar. Það er upphaf þessa máls, að einu sinní var góð og guðrækin ekkja í húsmennsku á Svartagili með hana Katrínu litlu dótf- ur sína. Hún elskaði barnið sitt eins og lífið í brjóstinu á sér, enda var Katrín allra indælasta barn. Henni þótti svo vænt um mömmu sína, að liún elti liana á rönd- um bæði út og inn og mátti ekki af henni sjá eitt einasta augnablik. Ekkjan lifði á handafla sínum og var alltaf eitthvað að bjástra. Hún hafði ofan af fyrir sér og dóttur sinni með ullar- vinnu á vetrum, en heyvinnu á sumrin. Nú bar svo við, þegar Katrín var orðin sjö ára gömul, að móðir hennar varð hættulega sjúk og dró af henni dag frá degi. En sem lienni elnaði sóttin og hún fann dauðann nálgast, þá var það kvöld eitt, að hún lagði skjálfandi liönd á höfuð Katrínar og mælti: „Nú verð ég að fara frá þér, elsku barnið mitt, en reyndu að vera glöð, því að ég fer til himnaríkis, og þangað fær þú einhvern tíma að koma líka. Mundu nú eftir því, að lesa bæn- irnar þínar kvölds og morgna og vertu alltaf góð stúlka. Innan skamms fáum við að sjást á himnum, þar sem engin synd eða sorg er til. Þá þurfum við aldrei að skilja framar, heldur lifum við í dýrð- legri sælu hjá góðrnn Guði og englum hans um alla eilífð“. Katrín hjúfraði sig grátandi upp að móður sinni, en nú gat hún ekki kysst burt tárin af kinnum Katrínar, því að hún var örend. Skömmu síðar sá Katrín, að móðir hennar var látin ofan í svarta kistu og borin burt, en liún vissi ekki livert, því að liún fékk ekki að vera við jarðarförina. Nú átti Katrín engan að í þessum heimi, nema algóðan Guð, sem er faðir allra munaðarleysingja. Hjónin á Svartagili tóku hana og þóttust gera það í gustuka- skyni, en þó heimtuðu þau fulla meðgjöf með henni af sveitinni. Bóndinn á Svartagili hét Arnljótur og konan lians Steinvör. Þau voru bæði mjög kaldranaleg og ónærgætin við Katrínu, enda fór hún oft í felur til að gráta. Nú fékk liún að reyna til hlítar, hvað mun- aðarlaust barn á bágt, þegar það hefur misst foreldra sína og verður að fara til vandalausra. Oft var hún bæði köld og svöng. Hún þorði ekki annað en skríða inn í eitthvert skúmaskot meðan verið var að lesa húslesturinn, því að henni var þverbannað að syngja með hinu fólk- inu. Og þó sárlangaði hana til að syngja með, því að hún var svo söngelsk og kunni mörg lög úr Passíusálmunum. Einu sinni kom Katrín kjökrandi inn í baðstofu og fór að hlása í kaun. Hún hafði verið heldur lengi að leika sér úti í snjónum. Þá fékk liún ekkert nema snupr-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.