Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 21
101 LJÓSBERINN •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••>••••••• ..............?,.... • •••••• o SÖGURNAR HENNAR MÖMMU Kóngsdótturin og tröllkarlinn Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Þau unnust hugástum og voru mjög gæfusöm í flestum greinum. Þau gátu vel veitt sér allt, sem lijartað girntist, — lítinn kettling, hvað þá annað. — Þó var það einn, sem þau gátu ekki veitt sér, og það var erfingi. Af því að þau áttu engin börn, þá fór fyrir þeim eins og svo mörgum öðrum óbreyttum manni, að eitt- hvað dýr varð aðnjótandi ástar þeirra og umhyggju og varð kettlingurinn fyrir því. Einkum hafði kóngurinn óstjórnlegt dá- læti á honum. Hann lét hann sofa lijá sér á nóttunni og alltaf var hann að leika sér að honum á daginn. Hann lét hann, meira að segja, liggja á hnjánum á sér á meðan liann mataðist, og allt eftir þessu. Þegar konungur sat í ríkisráðinu, þá sat kötturinn mjáhnandi fyrir utan dyrnar, þangað til hann kom út aftur. Drottningunni virtist nú stundum þetta dálæti keyra fram úr hófi, en þegar hún minntist á það við hann, svaraði liann: „Eg skal segja þér nokkuð, góða mín. Það er einhver mannsbragur, eða jafnvel konungsbragur, á honum, kettlingnum þeim arna. Líttu bara á, hvað hann er gáfulegur. Er það ekki satt, sem ég segi, Mons litli, að þú sért gáfaður köttur?“ „Mjá!“ svaraði kisi, og liöfðu konung- ur og drottning mjög gaman af þessu. En svo bar nokkuð markvert við. Drottningin ól meybarn, og af því að hún átti að erfa ríkið eftir foreldra sína, var hún auðvitað strax kölluð erfða- prinsessa. Mons varð næsta kvíðinn, er hann heyrði hljóð barnsins í fyrsta sinn og sá litlu vögguna. Honum var ekkert um þetta gefið, því að hann bjóst við, að nú mundi liann verða vanræktur. En kon- ungur gleymdi honum ekki hann hafði sama dálætið á honum eftir sem áður, og við það varð Mons rólegri. Þegar kóngsdóttirin stækkaði, hafði konungurinn þann sið, að sitja með hana og Mons litla sitt á hvoru hné; á þann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.