Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 27
LJÓSBERINN 107 „Jæja, þá hefurðu farið villur vegar. Hér hefur skipstjórinn ekkert að gera. Þú skalt fara aftur á skipið. Þar situr hann og þambar romm, en lætur okkur fátæklingana deyja úr þorsta“. „Nú, það lítur þó út fyrir að þú hafir vætt kverkarnar, Simpson. Varstu að hugsa um að spila? Jim, þú ert svo fölur. Það er bezt fyrir þig að fara-upp á þii- farið aftur, en gættu þess að ergja ekki stýrimanninn, því að þá færðu ráðn- ingu“. Pú! Jim létti stórum, þegar hann stakk höfðinu upp úr hásetaklefanum. Hann stóð dálitla stund í efsta stigaþrepinu. Allt í einu fann liann eitthvað blautt strjúkast við annaÖ eyrað. „Uff, uff“, rumdi í litliun svartflekkóttum grís, er góndi forvitnislega á höfuðið í klefaop- inu. „Uh, svínið þitt“, sagði Jim og þurrk- aði af eyranu. „Þú ert reglulegt svín. Burt með þig“. En svínið lioppaði aðeins ofurlítið til hliðar og horfði píreygt á Jim. Það var ekki fyrr en Jim stökk upp á þilfarið og bandaði hendinni til þess, að það mjakaðist burtu. Jim var lengi að atliuga þetta stóra skip. Hann mátti til með að klappa stór- siglunni, sem var svo stór að þvermáli, að hann náði ekki yfir um hana með báð- um höndum. Hann sundlaÖi, þegar hann horfði upp eftir þessu risatóra tré. Efsti hluti þess virtist nema við skýin. Þarna uppi milli himins og jarðar var leikvöll- ur hraustra sjómanna, eins og Anthonys °g félaga lians niðri í hásetaklefanum. Já, það var áreiðanlegt, að liann óskaði oinskis fremur en að verða sjómaður. Hann gekk að borðstokknum og kíkti niður á liafnarbakkann. Höfuð hans náði tæplega upp fyrir boröstokkinn, en þegar hann liafði tyllt sér upp á kaðalsrúllu, fékk hann prýðilega útsýn yfir allan liafn- arbakkann. Nii var enginn umferð um hann í miðdagstímanum. Nokkrir verka- m'enn höfðu fengið sér blund á segldiikn- um hjá vörustöflunum. Svartur köttur skreið hægt og varfærnislega í skugganum frá vöruhúsinu. Annars var fullkomin kyrrð yfir þessum erilsama stað. En Jim hafði vissvdega ekki tíma til að sofa. Hann þurfti að athuga nokkuð nánar vinduna, sem dró upp akkerið. Það leit út fyrir að vera ágætur staður þarna % uppi, þar sem bugspjótið skagaði fram fyrir stefnið. Hann var einmitt á leiðinni þangað, þegar hann lieyrði lágt, en ákveðið blístur. f skyndi snerl liann sér við, en hann kom ekki auga á neinn. „Þetta skiftir mig engu“, hugsaði liann og hélt áfram að klifra. En blístriÖ var endurtekið, hærra en í fyrra skiptið. Nú kom hann auga á þann, sem blístraÖi. Hjá eldakofanum stóð kín- verski matsveinninn og veifaði til hans. Jim var fyrst á báðum áttum, hvort hann ætti að fara til hans eða ekki. En for- vitnin sigraði. Matsveinninn brosti út að eyrum. „Piltur litli“, sagði hann á bjagaöri ensku. „Komdu og sjáÖu“. Hann gekk á undan inn í stóra skipseldhúsið, þar sem gljáandi pottalok liengu í röðum, eins og skínandi fagrir skildir. Stórir pottar, fullir af sjóðandi vatni, stóðu á eldavélinni. Vatnið átti að nota við miðdegisuppþvottinn. Á einu eldhol- inu stóð lítil panna og upp af henni barst

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.