Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 33

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 33
LJÓSBERINN 113 liugsun tók hann þó við þeim, þakkaði innilega fyrir sig og hljóp í burtu. Eg get ekki lýst því, hve hrærður ég varð, þegar ég sá liann fara aftur til gömlu konunnar og fá henni aurana, sem ég gaf honum. Ég kallaði á liann, en nú var það árangurslaust —, hann þaut í hurtu eins liratt og liann gat og vildi hvorki að sér yrði hrósað ná launað fyrir góðverk sitt. Pétur Bingó þýddi. kaup kaups. Siggi litli var sendur til bakarans til þess að' kaupa 60 aura-franskbrauö. Honum þótti brauðið, sem hann fékk, léttara en vanalega og sagði því við bakarann: „Eg held, að þetta brauð hafi ekki rétta þyngd“. „Kærðu þig ekki um það“, sagði bakarinn. „Þá hef- ur þú því minna að bera“. „Einmitt það“, sagði Siggi og lagði tvo 25-eyringa á búðarborðið. Um leið og hann gekk út úr búðinni, kallaði bak- arinn til hans: „Eleyrðu, drengur minn, þú hefur ekki borgað inér nógu mikið“. „Kærðu þig ekki um það“, svaraði Siggi hiklaust, „þá liefur þú því minna að telja“. hvað heitir þú? Ókunnugur inaður mætti dreng á förnum vegi og spurði hann: „Hvers son ertu?“ „Hvers son ég er?“ „Já, hvað heitir pabbi þinn?“ „Jón Jónsson“. „Og hvað heitir þú, drengur minn?“ „Hvað ég heiti?“ „Já, hvað heitir þú?“ spurði maðurinn aftur. „Ja, sjáið þér til, livað ég heiti —, ég veit það eig- inlega ekki vel“. „Hvað segirðu, veiztu ekki livað þú sjálfur heitir?“ „Nei, það kom nú einu sinni svo einkennilegt fyrir. Sko, þegar ég fæddist, þó fæddist bróðir minn líka. Svo ók pabbi með okkur lil prestsins, því að það átti oð skíra okkur. En þegar því var lokið, og við vorum a héimleið, vildi það til, að vagninn valt með okkur og annar okkar bræðranna slasaðist og dó. Nú, og ef það er ég, sem dó, þá heiti ég Pétur en ef það var bróðir minn, þá heiti ég Páll“. f örmum Jesú Óhult í örmum Jesú áfram eg berst á lei8, örugg vi8 allri hœttu, árásum, sorg og ney8; hverfur mér efi, ótti, öll léttist byr8in mín; fáein ef tár mér falla, fljótt aftur brosi8 skín. Óhult í örmum Jesú örugg hans hjarta vi8 ö8last ég öll mín gœ8i: eilífa gle8i, og fri8; heyri’ eg helga engla hörpur vi8 lofsöng slá; útvaldra sálir sœlar syngja Gu8s stóli hjá. Óhult í örmum Jesú, ókví8in, brjóst hans vi8, ávallt ég athvarfs leita, ö8last þar tryggan fri8. Óhult og örugg bí8 ég eftir hans kalli hér; ástyla8ur englaskari upp til hans senn mig ber. Ekki rúm fyrir fleiri. Lítill drengur spurði mönimu sína: „Hve margir guðir eru lil?“ Eldri bróðir lians flýtti sér að svara: „Það er aðeins einn Guð til“. „Hvernig veizt þú það?“ spurði móð- irin. „Jú“, hljóðaði svarið, „vegna þess, að Guð er alls staðar, og þá er ekki rúm fyr- ir fleiri“.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.