Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 6
86
LJÓSliERINN
upp í sig vatni með lófanum, því að hún
var svo dauðþyrst.
I sama bili lieyrði hún hófadyn og
hrökk við, því að henni datt í hug, að
Arnljótur á Svartagili væri kominn að
veita sér eftirför. Hiin leit við með liálf-
um liuga, og var þá sem þungum steini
væri létt af hjarta hennar, þegar hún sá
bjartleitan og hrokkinhærðan dreng, sem
kom ríðandi á gráum hesti og rak marga
hesta á undan sér.
Drengurinn stökk af baki og heilsaði
Katrínu vingjarnlega.
Katrín tók kveðju hans glaðlega og
hugsaði með sér: „En livað ég er heppin,
að þessi drengur skyldi koma í flasið á
mér. Hann getur sagt mér hvar himnaríki
er“.
„Hvað lieitir þú?“ spurði drengurinn.
„Ég heiti Katrín“.
„Og livar áttu heima?“
„Ég á hvergi heima“.
„Og hvert ætlar þú?“
„Ég ætla að fara til hennar mömmu
minnar. Það eru allir svo vondir við mig
á Svartagili“.
„Hvar á liún mamma þín heima?“
„Hún er komin til himnaríkis og ég
ætla þangað líka“.
Drengurinn gat ekki komið upp einu
einasta orði fyrir lilátri.
„Þú ert Ijótur strákur að vera að hlæja
að mér“, sagði Katrín með grátstafinn í
kverkunum. „Ég, sem er á leiðinni til
himnaríkis og ætlaði einmitt að biðja þig
að vísa mér til vegar“.
„Það er nú ekki mikill vandi“, sagði
drengurinn og setti upp spekingssvip.
„Sérðu ekki stóra bæinn hérna uppi undir
fjallinu?“