Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 32

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 32
112 LJÓSBERINN Síðasta hestavíg á íslandi segir Jón Espólín að muni liafa farið fram kringum árið 1825. „Akavíti“ er afbökun á lalneska orðinu aqua vitæ, þ. e. lífsvatn. Orðið aömíráll er uppliaflega arabiskt, dregið af orðinu smúr-almál, sem þýðir sækonungur, flotafor- ingi. Fyrir allmörgum árum geisaði stórkostlegur bruui í London. 13 000 hús brunnu til kaldra kola og yfir 100 kirkjur, þ. á m. St. Pálskirkja. Ný St. Pálskirkja var reist og kostaði bún 2 000 000 sterlingspund. Tjón- ið af eldinum er talið liafa numið nálægt 11 000 000 sterlingspundum, en það var inikið fé í þá daga. — 200 000 inanns urðu algjörlega húsnæðislausir. Shostakóvidsj, rússneska tónskóldið, var aðeins 11 ára, þegar hann byrjaði að semja lög. Bandaríkjainenn eyða árlega um 3 milljónum (loll- ara í tóbakskaup. Alls eru veiddar í heiminum milli 10 og 20 milljón- ir smálesta af fiski. Fiinmti hver maður á jörðunni er Kínverji. Þrátt fyrir flóð, hungursneyðir og styrjaldir, heldur þeim áfram að fjölga svo inikið, að ef þeir væru allir látn- ir ganga fram lijá ákveðinni vörðu í fjórfaldri röð, mundi þeirri ferð aldrei verða lokið. Árleg fjölgun yrði meiri heldur en sá fjöldi, sem gæli farið fram hjá vörðunni ó einu ári. Almenikliiaka er grísk-egypzkt orð og þýðir tíða- skrá. Af því er dregið orðið almanak. Hver Norð'mað'ur borðaði fyrir stríð um 40 kíló af fiski að meðaltali á ári. Móðursystir Hans lilla, sem var ógifl og koinin á efri aldur, spurði liann einu sinni, þegar liann kom heim úr skólanum: „Ertu nú oröinn svo fær í reikn- ingi, að þú getir sagt mér, live gömul ég er, þegar ég segi þér fæðingarárið mitt?“ „Nei“, sagði Hans, „ég er ekki enn þá farinn að læra að reikna með svo háum tölum“. Góður drengur Prestur nokkur segir svo frá: „Það var eitt sinn, að ég fór að heimsækja vin minn. Þetta var á köldum vetrardegi, og yfirleitt liafði veturinn verið sérstaklega harður. Þegar ég nálgaðist húsið, þar sem vinur minn bjó, sá ég gamla, fátæka konu, sem studdist við staf. Skjálfandi af kulda og með mikliun erfiðismunum dróst hún áfram á milli húsanna. Allt útlit hennar bar svo greinilega vott um eymd hennar, að það lilaut að hræra hvert hjarta til meðaumkvunar. Gamla konan sneri sér til fínnar hefðarfrúar, sem stóð við glugg- ann í notalegri stofu sinni, og var að 'snæða morgunverð. En frúin var svo kald- rifjuð, að hún lét sér ekki einungis nægja að neita konunni um ölmusu, lieldur skip- aði hún henni með hörðum orðum að hypja sig í burtu. Lítill drenghnokki, sem - sjálfur var fátæklega til fara, sá til þeirra. Hann tók strax lítið blað upp úr vasa sín- um, braut það upp og hljóp því næst til gömlu konunnar og stakk einhverju í lófa hennar í mesta flýti. — Eg kallaði á drenginn. Hann kom til mín, en var mjög feiminn og sneri andlitinu frá mér. „Hvers vegna ertu hræddur við að liorfa á mig?“ spurði ég. „Þú hefur gert vel, og fyrir það þarftu ekki að skammast þín. Hvað gafstu gömlu konunni?“ „Einn eyri“, svaraði drengurinn. „Þetta var fallega gert af þér, drengur minn“, sagði ég. „Þú gefur það, sem þú átt og meira er ekki hægt að krefjast. En þú þarft sjálfur að nota þinn aur, og þess vegna ætla ég að gefa þér hann aftur“. Eg gaf lionum 10 aura, en liann vildi ekki taka við þeim. Eftir nokkra um-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.