Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN
87
„Jú, ég held að ég sjái hann“, svaraði
Katrín. „Það er stór skriða í fjallinu fyi-ir.
sunnan og ofan bæinn, og fyrir neðan
túnið eru mýrar með hvítum fífublett-
um“.
„Stendur heima“, sagði drengurinn og
reyndi að lialda niðri í sér hlátrinum.
„Ætli þetta sé nú ekki himnaríki?“
sagði Katrín og leit hreinskilnislega fram-
an í ókunna drenginn.
„Oft heyrist þaðan fallegur klukkna-
hljómur og sálmasöngur, einkum á sunnu-
dögum“, sagði drengurinn og sneri sér
undan.
„Átti ég ekki kóllgátuna!“ sagði Katrín
hróðug. Hún kvaddi drenginn í snatri og
þakkaði honum fyrir hjálpina. Hann bað
að heilsa öllum englum og útvöldum í
Paradís, og Katrín sagðist víst skyldi skila
því.
Drengurinn horfði á eftir Katrínu og
veltist um af Iilátri. Hann var alltaf að
hælast um það með sjálfum sér, hvað
honum hefði tekist vel að leika á litlu
stúlkuna.
En það er af Katrínu að segja, að hún
öslaði beint af augum yfir mýrarnar, og
uam ekki staðar fyrr en hún var komin
heim í hlað á stóra bænum, sem ókunni
drengurinn hafði vísað henni á.
m.
Prestshjónin á Hofi.
„Þá er ég nú loksins komin til himna-
hugsaði Katrín og þurrkaði svitann
framan úr sér á kjólerminni sinni. Hún
var svo himinlifandi glöð og fór nú að
skoða sig um. En hvað bæjarþilin voru
hvít og stór og falleg! Vindhaninn á bæj-
arburstinni bærðist ekki vitund, því að
það var blæjalogn.
Sólin var komin upp og varpaði dýrð-
legum ljóma yfir dalinn. Katrín heyrði
fagran fuglasöng úr öllum áttum og indæl-
an blómailm lagði að vitum hennar.
Henni þótti nú mál til komið að gera
vart við sig. Tók hún því upp lirosslegg,
sem lá á hlaðinu, og drap þrjú högg á
dyrnar með honum. Kom þá til-dyra kona
nokkur tiguleg og góðleg á svip.
Katrín roðnaði af feimni og gleði. Hún
heilsaði konunni með kossi og spurði,
hvort hér væri ekki himnaríki.
„Hvað segirðu, blessað barn?“ hrópaði
konan upp yfir sig. „María mey! Ekki
nema það þó! Þetta er prestssetrið og ég
er prestskonan hérna á Hofi“.
Katrín greip báðum liöndum fyrir and-
litið og fór að gráta. Aldrei á æfi sinni
hafði hún orðið fyrir svo miklum von-
brigðum. Prestskonan reyndi með öllu
liugga hana og bað liana að segja sér,
hvernig á ferðum hennar stæði. I þessum
svifum kom presturinn út á hlaðið, og
Katrín sagði honum upp alla söguna.
En þegar hún var að enda við söguna,
þá kemur Arnljótur á Svartagili þeysandi
á lionum Skjóna sínum lieim tröðina, með
svipu í hendinni. Hann hafði frétt til
ferða Katrínar á næsta bæ. Þar vakti
drengur yfir vellinum, sem sagðist hafa
séð hana lilaupa út með ánni.
Arnljótur fór af baki og heilsaði prests-
hjónunum með smjaðri og fagurgala. Síð-
an sneri liann sér að Katrínu litlu með
liarðneskjusvip og mælti: „Þú liefur vak-
að dyggilega yfir velliniun í nótt, eða
hitt þó heldur. Það stóðu bæði kindur
og hestar í túninu, þegar ég kom á fætur,