Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 26
106 LJó SBERINN hann: „Ég hef nú þrælað mikið um dag- ana og ætla að eiga náðuga daga, sem eftir er æfinnar. Jim á að verða eftirmaður minn og ykkur ber að hlýða honmn og sýna honmn virðingu“. „Snautaðu burtu, drengur. Geturðu ekki séð, að þú ert í vegi“. Tveir verkamenn stefndu beint á Jim. Þeir drógu tvíhjólaðan vagn, sem á var stór tunna, full af gömlu, angandi rommi. Jim stökk af stað og staðnæmdist í skugga vöruhússins. Lengra tækist þeim ekki að reka hann burtu. Hér var svo margt skemmtilegt að sjá. Sjá nú bara þarna! Fólksvagni var ekið að landgöngubrúnni. Ökumaðurinn beygði sig áfram og talaði við farþegana, stökk síðan úr sæti sínu og opnaði vagndyrnar æði auðmjúkur. Þetta var auðvitað eitthvað af því marga fólki, sem ætlaði með „Blue Jacket“. Einhver heldri maður kom minnsta kosti í Ijós, Stýrimaðurinn þaut í loftköstum ofan úr brúnni, til þess að hjálpa honum um borð. Bakarar komu með brauð í tugatali og slátrarar með kjöt. Eldsneyti var borið inn til matsveinsins og vatni var pumpað í stóra vatnsgeyma á þilfarinu. Hjá aftur- siglunni var komið fyrir heilu hænsnabúi. Á meðal tuttugu kvakandi hæna, rak hani upp spangól við og við. Nokkrir litlir grísir gengu óhindraðir um þilfarið. Þeir voru óneitanlega í vegi fyrir hásetunum og verkamönnunum, er spörkuðu oft í þá. En aumingja grísirnir gáfu frá sér ámátlegar hrinur. Um hádegið hættu menn að vinna í eina klukkustund. Eftir þessari stund hafði Jim beðið með eftirvæntingu allan morguninn. Anthnoy, er staðið hafði í ströngu allan morguninn, kom nú í ljós og benti honum að koma. Fljótur eins og rotta hljóp Jim upp landgöngubrúna til Anthonys. Kínverski matsveinninn gekk fram hjá í þessu. Hann brosti sínu breið- asta brosi og sagði ákaflega fljótmæltur nokkur orð við Anthony. Jim skildi ekki baun. „Nú ætla ég að sýna þér heimkynni okkar hérna á „Blue Jacket“,“ sagði Ant- hony. Þeir gengu fram á skipið og niður ákaflega langan og mjóan stiga. Þegar niður kom, greindi Jim, þó að dimmt væri fyrir augum, nokkuð stórt herbergi, sem var mjóst innst, en breikkaði eftir því sem drö nær stiganum. Lokrekkjur voru meðfram veggjunum. Á miðju gólfi stóð sterklegt borð, sem var rígneglt við gólfið. Olíulampi, með vírgrind utan um, hékk niður úr loftinu. I einu horninu stóð ryðguð eldavél, en frá henni lá járnrör upp á þilfar. Ós- og tóbaksreykur var þarna svo magnaður, að Jim sá ekki fyrr en eftir góða stund, að það logaði ljós á lampanum. Jim lá við uppsölu af ólofti því, er hann andaði að sér. Það var sam- bland af römmmn tóbaksreyk, öl- og vín- þef, matarlykt og ódaun af óhreinum fót- um. Kringum borðið sátu á að gizka tíu menn og reyktu. Rauðhærður, samanrek- inn maður þurrkaði ölslettur af borðinu með skyrtuerminni. „Það er gaman að sjá þig, Anthony“, sagði hann. „Við skulum fara í eitt spil. Sonur þinn getur gætt sín sjálfur“. „Svona stóran son á ég nú ekki“, sagði Anthony hlæjandi. „Jim langar að skoða sig hérna um. Hann ætlar nefnilega að verða skipstjóri á skútunni, þegar hon- um vex fiskur um hrygg“. I

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.