Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 5
LJÓ SBERINN 85 ur fyrir það, að hún skyldi vera að glæ- næpast úti í kuldanum. Nú var það af sem áður var, þegar liún þnrfti ekki ann- að en að flýja í faðm móður sinnar og orna sér við brjóst hennar. Eftir þetta fór Katrín beina leið inn í eldliús og orn- aði sér á hlóðarsteininum, þegar lienni var kalt. Um sumarmálin lét húsmóðir Katrín- ar gera nýja skó handa henni, með þeim ummælum, að hún yrði að láta þá end- ast, þangað til á réttum um liaustið. Kat- rín reyndi að spara skóna sína eins og henni var unnt. Hún gekk berfætt alla rúmhelgu dagana, og var aldrei í skón- um sínum nema á sunnudögum. Katrín reyndi að bera harm sinn í hljóði, livað sem á dundi. En einu sinni varð hún þó fýrir svo miklu mótlæti, að henni var um megn að dylja sorg sína. Það var þegar húsmóðir hennar kom lieim úr kaupstaðnum með sætabrauð lianda körnunum sínum, en setti liana eina hjá. Katrín stóð úti í horni og liorfði á hin börnin, sem voru að gæða sér á sæta- brauðinu, en sjálf fékk hún ekki neitt. Hún grét góða stund þegjandi og tárin runnu liljóðlaust niður vangana, en stóra skeifu bjó hún til með munninum og loks fékk hún ákafan ekka. Ilúsmóðir hennar þurfti nú að gera eitthvað til að friða samvizku sína. Hún skipaði Katrínu að fara fram í eldhús og skafa pottinn, „og máttu eiga skófirn- ar, rýjan mín“, sagði hún. II. A lei'S til himnaríkis. Katrín átti að vaka yfir vellinum um vorið, þó að hún væri ekki nema sjö ára gömul. Fyrsta kvöldið, sem hún átti að vaka, þreif húsmóðirin í handlegginn á henni og liótaði að flengja hana með stór- um hrísvendi, ef hún léti skepnurnar standa í túninu. Þegar allt fólk var sofnað, ráfaði Katrín út túnið og settist á túngarðinn. Himnesk- ur vornæturfriður ríkti allt í kringum liana. Nú hafði hún gott næði til að hugsa um raunir sínar. Hún grét sér til hugfróunar og blómin grétu fögrum daggartárum henni til samlætis. Hún fór að hugsa um rnóður sína, sem lxafði svo oft liuggað hana og þerrað af henni tárin. Hana langaði svo sárt til að ná fundi hennar. „Nú ert þú komin til himnaríkis, elsku mamma mín“, sagði Katrín við sjálfa sig. „En hvers vegna er ég að liírast hérna lengur, þar sem allir eru svo vondir við mig? Ég lield að mér væri eins gott að fara til himnaríkis líka, og það undir eins í nótt. En fyrst þarf ég að skreppa inn í bæinn og vita livort allir eru sofandi“. Katrín stóð upp og liljóp heim túnið. Hún var berfætt og öslaði döggvott grasið, enda var lienni kalt á fótum. Hún læddíst inn í baðstofuna og tók skóna sína, sem hún geymdi undir sperrunni. Allir voru í fasta svefni. Hún læddist fram göngin með skóna sína í hendinni, og þorði ekki að láta þá á sig fyrr en hún var komin út á lilað. Svo hljóp hún eins og fætur toguðu niður túnið og út með ánni. Hún linnti ekki sprettinum fyrr en hún hafði hlaup- ið þrjár bæjarleiðir. Þá settist hvin niður á stein til þess að kasta mæðinni og þurrka af sér svitann. Þegar hún liafði hvílt sig um stund, gekk hún niður að ánni og jós

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.