Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 13
LJÓSBERINN 93 «Ég þori ekki að koma heim að Hofi“, sagði Katrín með raunasvip og tárin tindr- uðu í bláum og sakleysislegum augum Lennar, eins og daggarperlur á fögrum fjólum. „Þér er alveg óhætt að koma með mér heim til foreldra minna“, sagði Sigurður °g brosti góðlátlega. „Þú getur ekki hnyndað þér, hve heitt þau þrá að sjá t>ig“ „En silfurskeiðin?“ sagði Katrín hik- andi. „Hún er fundin, og allir vita að þú ert saklaus“. „Góður Guð veri lofaður“, sagði ICatrín °g tár hennar breyttust í gleðitár. Hún var alveg utan við sig. Þessi gleðifregn kom svo flatt upp á hana. Þegar Katrín var búin að kveðja allt fólkið, tók Sigurður liana í fang sér og lyfti henni upp í söðulinn. „Nú getum við haldið brúðkaup okkar mnan skamms“, sagði hann, þegar þau voru komin út fyrir túnið í Stóradal. Og það þótti Katrínu ekki amalegt að heyra. „Loksins ætlar að rætast úr fyrir mér“, sagði hún klökk af gleði. „Ekki óraði mig fyrir því, þegar ég kom til for- eldra þinna í fyrsta skipti, fátæk og mun- aðarlaus, að ég ætti að verða prestskonan á Hofi. Mér finnst ég vera svo óverðug slíkrar gæfu og upphefðar“. „Þú ættir skilið að verða drottning!“ sagði Sigurður og sló óvart í Grána. Tóku þá báðir hestarnir svo mikið viðbragð, að þeim var nauðugur einn kostur að ríða í einum spretti heim að Hofi. Allt fólkið kom út á hlað, til þess að heilsa Katrínu og fagna komu hennar, og prestshjónin föðmuðu hana að sér, eins og hún væri dóttir þeirra. Skömmu síðar sátu þau Sigurður og Katrín á brúðarbekknum í stórum skála á Hofi. Þóttust menn aldrei fyrr liafa séð jafn samvalin brúðhjón. En þegar veizlan stóð sem hæzt ,kemur

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.