Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 20
100
LJÓSBERINN
„Þarna kemur hann pabbi!“ 6agði
hann.
Maður, bár vexti, kom brosandi til
þeirra.
„Hvað sé ég, Agnes, þú ert þegar kom-
in“, sagði bann og heilsaði konunni með
handabandi. „Eg hélt, að þú kæmir ekki
fyrr en kl. 12,15. Og bvað er þetta, þú
ert þegar komin í kunningsskap við
Pétur?“
„Já, Henrik“, svaraði konan hlæjandi,
„ég kom með hraðlestinni og liitti Pétur
litla hérna á stöðvarpallinum. Ég liefi lof-
að að vera regluleg mamrna lians. Hann
er svo ákaflega hræddur við stjúpmóður,
sem hann hefur heyrt eitthvað um, og þú
ferð þó varla að gefa honum einhverja
stjúpu, vænti ég?“
Hún deplaði augunum framan í föður
Péturs og hann skildi merkið undir eins.
„Nei, það geri ég auðvitað ekki“, sagði
hann, „ég hefi sent stjúpuna í burtu
aftur, því að þú átt að vera hin rétta
móðir Péturs litla“.
„Ó, má hún það?“ kallaði Pétur upp
himinlifandi.
„Já, það geturðu verið viss um“, sagði
pabhi hans brosandi.
„Þú ert þá orðin mamma mín núna“,
sagði Pétur og réði sér ekki fyrir fögnuði.
Hann rauk til og kyssti hana beint á
munninn.
Þegar þau gengu lieim frá brautarstöð-
inni, sagði Pétur allt í einu: „Veiztu hvað
ég held. Ég held að þú sért góð töfra-
mær“.
„Nei“, svaraði unga konan og þrýsti
liendur þeirra beggja, Péturs og föður
lians, „ég er bara mamma — mamma
þín“.
Geri aðrir betur
Prestur nokkur við kirkju í Stratford,
Englandi, er 87 ára og þjónar söfnuði
sínum, en hefur þó að einhverju leyti
aðstoðarprest. En hann messar einnig iðu-
lega hjá öðrum söfnuðum. Fyrir nokkru
bauðst hann til að lijóla á reiðhjóli sínu
50 mílur (um 80 km) til ákveðins staðar
og flytja kvöldmessu strax er liann kæmi
þar, ef einhver vildi lofa því að gefa 50
ensk pund til viðreisnar aðalstöð bind-
indisráðs kirknanna, en hús þetta er í
Westminster og hafði eyðilagst í einni
flugvélaárás Þjóðverja á^ England. Lof-
orðið var auðvitað ekki bindandi, nema
hinn háaldraði klerkur leysti hlutverk
sitt af hendi og hjólaði þessa 80 km og
messaði samdægurs á áfangastaðnum. —
Honum hefur verið lofað tvisvar 50 pund-
um, og vafalaust er liann búinn að vinna
til þeirra. Hann sagðist að minnsta kosti
ekki kvíða útkomunni, en vildi láta þess
getið um leið, að hann væri albindindis-
maður á bæði áfengi og tóbak.
Skyldu margir sígarettutottarar eða
hófdrykkjumenn vilja keppa við þenn-
an hrausta og háaldraða talsmann fag-
urra hugsjóna — kristindóms — og bind-
indis?
„Eining“.
Og þannig bar það til, að Pétur litli
fékk reglulega mömmu, sem lék sér við
hann, smokraði honum í bólið hans, söng
fyrir hann og sagði lionum sögur, í staðinn
fyrir „vondu“ stjúpuna. (Sj.).