Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 23
LJÓSBERINN 103 er hann bauð liana velkomna og skýrði henni frá, að hann hefði lengi verið ást- fanginn af lienni, en ekki fundið annað ráð vænna til að ná henni en að ginna hana þannig til sín. Máli sínu lauk hann tteð því að gefa henni kost á að ganga að eiga sig og eignast um leið allt það, sem hún sæi umhverfis sig í liellinum. Að öðrum kosti yrði henni holað niður í kol- dimmum kjallara og þar yrði hún að hýr- a®t, þangað til hún sæi að sér. Konungsdóttir varð svo óttaslegin, að hún vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. En hún hugði með sjálfri sér, að faðir s*nn mundi senda út hermenn að leita hennar og þeir mundu fljótt finna hana °g frelsa hana úr klóm tröllkarlsins. I hjallarann langaði liana ekki að fara og Kí síður að ganga að eiga tröllkarlinn. Hún kvaðst því vera svo rugluð í höfðinu núna, að lnin yrði að biðja um umhugs- Unarfrest í átta daga. Umhugsunarfrestinn fékk hún, og á þessum átta dögum varð liún aldrei vör við tröllkarlinn, en ótal þjóna fékk liún; því miður voru það samt ekki menn, heldur mýs, sem hlupu fram og aftur °g hlýddu hverju boði hennar og banni. Þegar átta dagar voru liðnir, kom karl- inn aftur og endurtók tilboð sitt: ??Jæja, hvort viltu nú heldur giftast tt^ér eða lenda í kjallaranum?“ grenjaði hann. Konungsdóttirin kveinaði og bað enn frest aðeins í þrjá daga, en því var ekki við komandi. »Nei, ekki einn einasta dag!“ öskraði karlinn. En hún bað því betur og lét hann þá loks tilleiðast að veita henni eins dags frest. Rauk hann síðan í burtu í fússi og skildi hana eina eftir hjá öllum þ j ónustumúsunum. Þegar karlinn var farinn, fór konungs- dóttirin að gráta og bað mýsnar að fara burtu inn í afkima, því að hún kvaðst vilja vera ein. Mýsnar urðu undir eins við beiðni hennar, og er hún hafði setið ein nokkra stund, heyrði hún krafs í vegginn; hélt hún í fyrstu að það væru mýsnar, en svo heyrði hún lágt kattar- mjálm. Henni kom þá í hug, hvort það mundi nú ekki vera Mons, sem hefði fundið leiðina til hennar. Hún gekk því fast að veggnmn og kallaði: „Komdu inn til mín, Mons litli!“ Kött- urinn herti því meira á krafsinu og að lítilli stundu liðinni var hann kominn inn til hennar. „Ó, frelsaðu mig héðan, litli Mons, ef þú mögulega getur“, sagði hún. Jafnskjótt og hún sagði þetta, komu allar mýsnar þjótandi inn, því þær héldu að hún hefði verið að kalla á þær. En þá réðist kötturinn á þær og létti ekki fyrr en þær lágu allar dauðar á hellis- gólfinu. „Ó, litli Mons, enginn er eins góður og þú!“ sagði kóngsdóttirin og tók um háls- inn á kettinum og kyssti hann, en í sama vetfangi stóð frammi fyrir henni for- kunnarfríður konungsson. Hann skýrði henni frá því, að hann hefði orðið fyrir álögum frá þessum sama tröllkarli og átti ekki að fá sína fyrri mynd aftur, nema einhver konungsdóttir yrði til þess að kyssa hann. Hann sagði henni enn frem- ur, að konungurinn faðir hennar og allir borgarbúar hefðu leitað henar árangurs- lauts og þá fyrst hefði sér dottið í hug að hún liefði ef til vill lent í klónum á tröll*

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.