Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 28

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 28
108 LJÓSBERINN þægilegur ilmur. Jim fann allt í einu, að liann var glorhungraður. Kínverjinn reisti trékassa upp á endann og kom Jim í skilning um það á hrognamáli sínu, að hann ætti að setjast á kassann. Þá tók hann stóra krukku niður af hillu og setti disk á borðið fyrir framan Jim. Og meðan á þessu stóð brosti hann stöðugt. Áhugi Jims tók að vakna. Hér átti eitt- hvað að gerast. Matsveinninn handlék pönnuna, og hristi af lienni ljósbrúna pönnuköku. Jim hafði aldrei séð jafn girnilega pönnu- köku. Og hún hafnaði á diskinum fyrir framan hann. Jim starði með stórum aug- um. Ofan á kökunni lá vænn slurkur af ávaxtamauki. Jim leit forviða á matsvein- inn. En hann kinkaði kolli, benti á pönnu- kökuna og Jim og sagði: „Borðaðu. Ég bý til fleiri“. Þegar Anthony skömmu seinna leit inn í eldhúsið, var Jim hættur að borða. Á diskinum fyrir framan hann lá að vísu pönnukaka, en nú gat hann ekki torgað meiru. Hann stóð á blístri. Matsveinninn sat á eldhúsborðinu og dinglaði fótunum. Hann talaði stöðugt á hrognamáli sínu, en Jim skildi hann hvergi nærri alltaf. „Þú ert sniðugur náungi“, sagði Ant- hony. „Ertu nú að nema matreiðslusnilld Kínverjans? Þú hlýtur að komast áfram í heiminum. En komdu nú með mér, fé- lagi. Hér um borð á að halda áfram að vinna, þú verður því að koma þér í land“. Saddur og ánægður kvaddi Jim hinn nýja vin sinn. Hann flýtti sér heim til Jane. Það yrði gaman að segja lienni frá gómsætu máltíðinni hjá kínverska mat- sveininum. XII. Sorg. í dögun 20. júlí 1866 lagði „Blue Jacket“ frá Blackwall-hafnarbakkanum. Lítið lijólskip dró það áleiðis út á Tlie Pool. Hin lxáu siglutré bar við sólroðinn morgunhimininn, en svo liurfu þau nið- ur Themsá. „Blue Jacket“ var að sigla af stað út'á heimshöfin. Fólkið á hafnarbakkanum, er verið hafði viðstatt brottför skipsins, tvístraðist silt í hvora áttina. Að lokum stóð þar að- eins lítill, fátæklega klæddur drengur. Skjálfandi af kulda horfði liann niður fljótið. Þar var ekkert lengur að sjá, en samt sem áður gat liann ekki farið í burtu. Borgin var að vakna. Næturverðirnir við stóru vöruhúsin voru leystir af verði. Vöruportin og lestarop skipanna opnuð- ust og hvinið í vinduvélunum heyrðist langar leiðir í morgunkyrrðinni. Umferð- in á götunum var að hefjast. Vöruvagn- arnir komu skröltandi. I veitingalmsinu á hox-ninu voru gluggatjöldin dregin frá gluggunum. Veitingarmaðurinn kom út á skyi’tunni. Hann néri stírui'nar úr aug- unum, teygði sig og geyspaði og gekk síðan inn aftur, til þess að taka á móti fyrstu gestunum á þessum degi. Jim stóð alltaf í sömu sporunum og starði þangað, er bezti vinur hans hafði horfið. Það leið langur tími, unz Jim sætti sig við brottför Anthonys og byrjaði að hlakka til endurfundanna. Þó reyndi Jane allt sem hún gat, til að gleðja hann. Vin- átta hans og Steves var eins og dálítil upp- bót fyrir þau miklu vonbrigði, er liann lxafði orðið að þola. Elzti bróðir Steves smíðaði lítið dúfnahús uppi undir þaki

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.