Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 17
ljósberinn 97 * vel og segja mér, hvort þessi lest fer til Jótlands?“ Konan leit vingjarnlega til lians og svaraði: „Nei, litli vinur, það gerir hún ekki. Hún kemur frá liöfuðborginni og fer til Helsingjaeyrar“. „Já, en hvenær heldurðu að lest komi, sem fer til Jótlands?“ spurði Pétur von- svikinn. „Hún kemur nú víst ekki í bráð“, svar- aði konan brosandi. „Ætlaðir þú til Jót- lands, drengurinn minn?“ „Já“, svaraði Pétur, „ég ætla til hans Lárusar frænda. Veiztu nokkuð hvar hann á heima?“ „Nei, það veit ég ekki. Þú ætlar þó ekki að ferðast aleinn til hans frænda þíns?“ „Jú, aleinn“, fullyrti Pétur. „Hann býr á Jótlandi, en ég veit ekki hvar“. „Já, en hvernig stendur á þessu, litli maður?“ varð konunni skelkaðri að orði. „Vegna hvers ætlar þú að fara þangað aleinn?“ „Ja-a“, svaraði hann með semingi og grátstaf í hálsinum, „af því að ég á að fá stjúpmóður, sem flengir mig“. „Hvað segirðu? Stjúpmóður, sem fleng- ir þig? Hváð heitirðu, vinur minn?“ „Pétur“, svaraði liann snökktandi. „Heitirðu Pétur?“ Unga konunni brá í brún. „Þú átt þó vænti ég eklci heima í Kraga hjá honum Ilolst lækni?“ „Jú-liú, það er ha-ann pa-abbi mi-inn“, svaraði Pétur skælandi, sem nú var orð- inn alveg ráðalaust, „og ha-hann æ-ætlar að gefa mér stjúpmóður, segir stofustúlk- an, og stjúpmæður eru alltaf vondar, og þess ve-vegna æ-ætla ég að fara til Lár- usar frænda, áður en hún kemur“. „Já, en elsku barn, vertu nú ekki að gráta“, sagði konan og beygði sig niður að honum. „Þurrkaðu af þér tárin, Pét- ur litli, svona! Ég skal lijálpa þér. Þú skalt alls ekki fá neina stjúpmóður. Ertu þá ánægður?“ „Ja-á“, snökti í Pétri og liann hætti að skæla — „en lieldurðu að þú getir það?“ „O, já“, sagði konan hlæjandi, „en lieyrðu mig nú, Pétur litli, viltu heldur ekki fá reglulega móður, — ekki neina stjúpmóður — lieldur mömmu í raun og veru, sem getur leikið sér við þig og smokrað þér í bólið þitt á kvöldin og sungið fyrir þig og sagt þér sögur?“ „Jú, það geturðu verið viss um“, svar- aði Pétur með ljómandi augnaráði, en bætti svo við hugsandi: „En hún ætti þá að vera svona, eins og þú“. „Langar þig reyndar til, að ég væri mamma þín?“ spurði unga konan með ákafa og þrýsti Pétri að sér. „Já, og ég vil alls ekki fá neina aðra mömmu“, svaraði drengurinn af mikilli alvöru. „Þá skaltu líka fá mig“, svaraði konan og virtust glitra tár í fallegu, gráu augun- um hennar. „Nú förum við heim til hans pabba þíns og segjum honum frá þessu, eða eigum við ekki að gera það?“ „Jú“, sagði Pétur fagnandi og vafði örmunum um liálsinn á lienni. En svo sagði hann óttasleginn: „En ef hann pabbi vill það nú ekki? Ef liann vill að ég skuli fá hina, vondu stjúpuna — —“ „Það vill hann ekki“, sagði hún ákveð- ið, „ég skal sjá um það“. Allt í einu brá drengnmn við.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.