Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 8
88
LJÓSBERINN
snemma um morgun. Og svo ætlar þú
að strjúka frá mér í þokkabót, en þér
skal nú ekki verða kápan úr því klæðinu.
Nú skaltu koma heim með mér. Hún
Steinvör mín bíður með vöndinn í hend-
inni til þess að flengja þig“.
Katrín varpaði sér grátandi í fangið á
prestskonunni og bað hana að láta bann
Arnljót ekki taka sig. Prestskonan hélt
fast utan um Katrínu og var þess albiiin
að verja hana. „Vertu óhrædd, góða mín“,
sagði hún blíðlega. „Ég skal ekki sleppa
þér“.
Presturinn lagði höndina þungt á herð-
ar Arnljóti og mælti: „Vita börn livað við
sig er átt, og leynir það sér ekki, að
Katrín litla hefur átt lítilli blíðu að fagna,
síðan móðir hennar dó“.
„Á misjöfnu þrífast börnin bezt“, taut-
aði Arnljótur og lamdi svipuólinni niður
í hlaðið eins og í rælni.
i,Því verður ekki bót mælt, hvernig
farið er með munaðarlaus börn hér á
landi“, sagði prestur með vaxandi ákafa.
„Að vísu eru til heiðarlegar undantekn-
ingar, en víða verða þau að búa við illt
atlæti og viðurværi, enda hafa tár þeirra
oft hrópað til himins, ekki síður en blóð
Abels forðum. — En hvað Katrínu litlu
snertir, þá mun ég skjóta skjólshúsí yfir
hana“.
Arnljótur þorði ekki annað en að halda
sér í skefjum, af því að presturinn átti
hlut að máli. Hann brá sér á hak og reið
úr hlaði hið skjótasta, enda vildi liann
ekki heyra meira af svo góðu.
IV.
JarSnesk Paradís.
Nú var Katrínu borgið. Prestshjónin
fóru með hana inn í baðstofu og háttuðu
hana ofan í rúm, því að hún var svo
þreytt og sifjuð og illa til reika. Prests-
konan gaf henni góðan mat og mjólk að
drekka, en presturinn fór að hugga liana
og fræða. Þau létu sér bæði mjög annt
um að gleðja þetta munaðarlausa barn.
„Ó, hvað þið eruð góð við mig“, sagði
Katrín og brosti gegnum tárin. Svo hneig
liún út af á koddann -og sofnaði vært.
Prestskonan breiddi ofan á hana og
kyssti á kinnina á henni, eins og hún væri
móðir hennar, enda liöfðu prestshjónin
komið sér saman um, að taka hana sér
í dóttur stað.
Katrín svaf draumlaust til miðaftans.
Þá vaknaði hún og settist upp með stír-
urnar í augunum. I sömu andránni heyr-
ir hún létt fótatak frammi í göngunum
og inn kemur bjartleitur og hrokkinhærð-
ur drengur.
Það datt ofan yfir Katrínu, þegar hún
sá, að þetta var einmitt sami drengurinn,
sem hafði verið að vísa henpi til vegar
um morguninn.
„Þú ert þá vöknuð“, sagði drengurinn
glettinn. „Var ég ekki góður að vísa þév
svona vel til vegar?“
„Jú, þú varst ósköp vænn, að vísa méi
á þennan bæ. En hvernig stendur á því,
að þú ert kominn hingað?“
„Ég á hérna heima og vaki yfir vellin-
um. Eg var að reka hestana frá túninu,
þegar ég sá þig niður við ána í morgun“.
„Og hvað heitir þú?“