Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 11
LJÓSBERINN 91 Katrín náði að Stóradal um háttatíma og bað að lofa sér að vera. Ólafur og Helga, hjónin í Stóradal, urðu alveg for- viða, þegar Katrín kom svona seint og Leiddist gistingar, en þó tóku þau á móti henni með hinni mestu alúð og gestrisni. Þau sáu, að Katrín var svo döpur í bragði °g Helga spurði, hvað að henni gengi. Katrín sagði þeim frá raunum sínum og gat varla varizt gráti. Þá bauð Ólafur henni að vera lijá sér til vors, og varð hún því fegin, úr því að svona var komið. Oft kemur það að góðum notrnn á full- orðinsárum, sem numið er í æsku. Nú komst Katrín að raun um, hve dýrmætur fjársjóður það er, að kunna margt til taunns og handa. Hún sneið og saumaði föt á allt fólkið í Stóradal, en börnunurn kenndi hún að lesa, skrifa og reikna. Hafði hún á skömmum tíma áunnið sér hylli allra á lieimilinu, en þó bjó hún yfir huldum harmi. Hún sá kirkjuna og hæinn á Hofi blasa við sér í hvert sinn er hún kom út á hlaðið. Vaknaði þá tíð- í huga hennar mjög viðkvæm minn- ing og angurblíð þrá. Nú víkur sögunni heim að Hofi. Allt fólkið saknaði Katrínar, nema Þórkatla gamla, og prestshjónin litu aldrei glaðan öag eftir að hún var farin. Menn skyldu nú ætla að Þórkatla hafi orðið ánægð, þegar hún var búin að hrekja Katrínu burtu, en svo var ekki. Hún var alltaf eins og á glóðum, og svo var hún myrkfælin, að hún þorði ekki nm þvert hús að ganga, er rökkva tók, nema hún væri með logandi Ijós í hend- mni. Það var eins og illir andar væru að ásækja hana, bæði í vöku og svefni. VI. Upp koma svik uni síSir. Þegar Sigurður kom heim að Hofi tmi vorið, tóku foreldrar hans með mikluin fögnuði á móti honum. Hann heilsaði öllu fólkinu alúðlega, eins og hann var van- ur, en honum brá í brún, þegar hann sá Katrínu hvergi. Kallaði hann því for- eldra sína á eintal og spurði hvar hún væri. Þá urðu þau mjög döpur í bragði og sögðu honum upp alla söguna. Sigurður skipti litum og mælti: „Þungt fellur mér að heyra þessar fréttir, og veit ég vel af hvaða toga þetta er spunn- ið. Þórkatla gamla hefur verið að rægja Katrínu, eins og fyrri daginn, en ég er fullviss um, að Katrín er saklaus eins og blóm á engi. Við verðmn að gera gangskör að því, að leita að silfurskeið- inni. Katrín hefur ekki tekið hana, hún er of fróm til þess“. „Við liöfum leitað alstaðar þar sem okk- ur getur dottið í hug“, sagði móðir hans. „Það er alveg sama. Eg er ekki í rónni fyrr en ég er búinn að leita af mér allan grun“. Sigurður stóð upp og skimaði í kring um sig. Fyrst leitaði hann í baðstofunni, þá í búrinu, eldhúsinu, göngunum og skemmunni, en varð einskis vísari. Loks hugkvæmdist honum að leita í ösku- haugnum, og þar fann hann silfurskeið- ina. Hann flýtti sér inn til foreldra sinna og sýndi þeim silfurskeiðina, sem hann var nú loksins búinn að finna eftir langa mæðu. „Guð fyrirgefi okkur!“ andvarpaði prestskonan og brá svuntuliorninu upp að augum sér. „Hún Katrín okkar er þá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.