Ljósberinn - 01.06.1946, Qupperneq 34

Ljósberinn - 01.06.1946, Qupperneq 34
114 L J Ó SBERINN Góð meðmæli Kaupmann nokkurn vantaði dreng til sendiferða. Hann auglýsti stöðuna í dag- blaði, og tilnefndi daginn, sem hann var til viðtals. Loks kom stundin, og tíu ólíkir drengir komu inn á skrifstofuna til kaupmannsins. Margir þeirra liöfðu meðferðis skrifleg meðmæli. Kaupmað- urinn fór yfir þau og lagði svo fyrir drengina nokkrar spurningar, sem þeir svöruðu mjög mismunandi. Að lokum valdi liann lítinn pilt, sem hafði allan tímann staðið rólegur og stilltur og svar- að spurningum kaupmannsins aðeins með fáum orðum. Vinur kaupmannsins var af tilviljun staddur í skrifstofunni, þegar drengirnir komu. Er þeir voru farnir, sagði liann við kaupmanninn: „Mér þætti gaman að vita, livers vegna þú valdir ein- mitt þennan dreng, sem engin meðmæli liafði og sagði varla orð“. „Það skal ég segja þét“, sagði kaupmað- urinn. „I raun og veru liafði liann með- mæli. í fyrsta lagi þurrkaði liann vand- lega af fótum sér, áður en liann gekk inn, og það er meira en hægt er að segja um nokkurn hinna drengjanna. Hann beygði sig líka niður og tók upp bók, sem ég lagði af ásettu ráði á gólfið, en hinir drengirnir létu hana eiga sig, já, meira að segja spörkuðu í liana, án þess að taka hana upp. Því næst beið hann ró- legur og tróð sér ekki fram. Það sýndi, að liann er siðprúður. Og að lokum svar- aði hann öllum spurningum mínum skýrt og skorinort, þegar ég talaði fyrst við hann. Enda þótt hann væri mjög fátæk- lega til fara, voru föt hans lirein og þokka- leg og vel burstuð. Hann var vel þveginn, GJALDDAGUR er nú fyrir nokkru lið'inn. Nú er það raín vinsamleg bón til ykkar allra, kæru Ljósberakaupendur, að senda árgjaldið, 10 krónur, helzt með næstu póstferð sem fellur eftir það, að þið hafið fengið þetta blað. Það eru mjög eindregin tilmæli til ykkar allra, að þið gerið það sem þið getið til að útbreiða Ljósber- ann. Bendið mér á útsölumenn, þar sem þið vitið, að enginn er fyrir og takið sjálf að ykkur útsölu á hon- um, ef enginn er í ykkar byggðarlagi. Það er áreiðan- lega inikil þörf fyrir Ljósberann inn á íslenzku burna- heimilin nú á þessum alvarlegu tímum. Ungu vinir! Ég er þess líka fullviss, að pabbi ykk- ar og mamma vilja styðja ykkur í því, að útbreiða Ljósberann. — Hann er mjög ódýrt blað. Ef þið ættuð að kuupa ykkur bók, sem flytti ykkur sama lesmál og Ljósberinn, yfir árið, þá munduð þið verða að borga fyrir hana 25—30 kr. Ég býst við, að þau börn, sem sýndu sérstakan áhuga og dugnað í því að safna kaupendum, gætu fengið fallega bók í kaupbætir. Eins væri það gaman, ef þið senduð blaðinu ykkar eitthvað efni, t. d. bréf um veru ykkar í sveitinni í sumar, því þið, sem í kauptúnum og kaupstöðum bú- ið, farið mörg í sveitina, En stutt og gagnorð verða þau að vera. „SILFURSKEIÐIN" eftir Sigurbjörn Sveinsson, höfund .„Bernskunnar“, birtist nú í blaðinu, er hér birt með leyfi dóttur liöf- undarins, ungfrú Svanlaugar Sigurbjörnsdóttur. Saga þessi birtist í „Æskunni" 1915. bæði andlit og hendur, en flestir hinna drengjanna voru sóðalegir útlits. Allt þetta álít ég vera góð meðmæli og met þau miklu meira en álnalangt meðmælaskjal“. Vinur kaupmannsins varð að viður- kenna, að kaupmaðurinn hafði rétt fyrir sér, og síðar meir komst liann að raun ura, að lionum liafði ekki skjátlast í vali sínu. Pétur Bingó þýddi.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.