Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 16
96 LJÓSBERINN „Vonda stjúpan“ Smásaga eftir Axel Brœmer Pétur litli rak höfuðið út úr dyragætt- inni og skimaði variega í kringum sig í allar áttir. Svo skauzt liann út og liljóp eins og fætur toguðu niður götuna til járn- brautarstöðvarinnar. Það var engu líkara en að liann væri hræddur við að sér yrði veitt eftirför, — og liann var það líka. Pétur litli var sem sé í þann veginn að leggja í dálitla hættuför, og hún var svo mikil, að hann grunaði ekki sjálfan live hættuleg hún var. Hann var í þann veg- inn að strjúka að heiman! Þetta var nú eiginlega eyrunum henn- ar Stínu gömlu að kenna, að Pétur liætti sér svona út í hina stóru, ókunnu veröld, á eigin spýtur, því að ef Stína gamla hefði ekki verið svona heyrnarlaus eins og hún var, hefði stofustúlkan ekki þurft að hafa eins hátt og hún gerði, þegar lnin var að segja henni frá því, að Pétur litli ætti að fá stjúpmóður, og ef hún hefði ekki þurft að hafa svona hátt, liefði Pétur litli alls ekkert um þetta vitað. En nú var Stína heyrnarsljó og stúlk- an varð því að tala svo hátt, að Pétur litli gat ekki komist hjá því að lieyra, að hann ætti að fá stjúpmóður, og það þó hann lægi langt frá eldhúsglugganum, inni í stikilsberjarunnanum. Og vegna þess var það — dSeins vegna þess, að hann var í þann veginn að strjúka burt, með hálfan kryddpoka og sex stikilsber í vas- anum. Já, því að stjúpmóZir var eitt hið allra versta, sem maður gat fengið. Það var Pétri kunnugt um af ævintýrunum. Stjúp- móðir — fuliu — hún var ávallt hræði- lega vond, sem flengdi og svelti litlu stjúpbörnin sín alltaf og rak þau út til að tína jarðarber, hvernig sem veðrið var, eða lét þaú þvo og ræsta gólfið þangað til að blóðið lagaði undan nöglum þeirra. Nei, ætti maður von á slíku og þvílíku, væri betra að koma sér undan í tíma og reyna að komast til hans Lárusar frænda, sem átti heima einhversstaðar úti á Jót- landi. En Pétur vissi ekkert hvar það var. Hann vissi aðeins að maður átti að fara með járnbrautarlestinni, og því hljóp hann eins og örskot í áttina til brautar- stöðvarinnar, eins og stuttu fótakubbarn- ir hans gátu borið hann. Hann komst brátt að brautarstöðinni í þorpinu og gekk djarflega inn á brautar- pallinn. Ó, þar stóð þá einmitt stór braut- arlest og mikill mannfjöldi var að koma út úr henni. Skyldi- þetta nú vera Jótlandslestin? Pétur hélt að liún væri nærri því eins stór, en honum væri alltaf vissara að spyrjast fyrir um það. Pabbi hans sagði að maður ætti alltaf að gera það. Pétur litli gaut hornauga til mannfjöld- ans í kringum sig. Ó, þarna stóð ung kona, það var eins og liún væri líka liálf smeyk, og leit rannsóknaraugum í kringum sig, eins og hún væri að leita að einhverjum. Hann ætlaði að spyrja hana. Hann labbaði til hennar, tók ofan og sagði: „Afsakið, frú; vildirðu gera svo

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.