Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 14
94 LJÓSBERINN Þórkatla gamla skjögrandi inn í skálann og segir: „Sælt veri blessað fólkið! En sá indæli ilmur!“ „Þú ert furðu djörf, að koma liingað inn á þessari liátíðlegu stundu“, sagði presturinn. „Var ég ekki búin að segja þér, að koma aldrei oftar fyrir mín augu?“ sagði prestskonan. „Þú ert ljóta boðflennan“, sagði Dóri smali. „Réttast væri að reka þig á dyr“. Og allt veizlufólkið tók í sama streng- inn. „Ég gat ekki stillt mig um að koma. Mig langar svo í kaffi og lummur“, sagði Þórkatla gamla kjamsandi og lirökklaðist fram að dyrunum. 'Þá stóð Sigurður upp og mælti: „Ég skyldi lofa þér að vera í veizlunni okkar og meira að segja í horninu hjá okkur framvegis, ef ég væri ekki hræddur um, að liún Katrín mín væri því mótfallin. Það er ekki nema eðlilegt, að hún hafi hugraun af því, að vita af þér nálægt sér, svo mikið andstreymi sem hún liefur orðið að þola þín vegna“. Þórkatla gamla grét svo mikið, að Kat- rín sárkenndi í brjósti um liana. Hún stóð upp af bx-úðarbekknum og gekk fram að dyrum til Þórkötlu. „Ég fyrirgef þér af hjarta“, sagði hún, „og þér er velkomið að vera í horninu hjá okkur Sigui'ði mínum það sem eftir er æfinnai-, ef þú bætir ráð þitt og talar aldrei illa um aðra“. „Því lofa ég liátíðlega“, sagði Þórkatla gamla sárfegin. Hún kyssti á hönd Katrín- ar og jós blessunarorðum yfir ungu brúð- bjónin. Nú jókst veizlugleðin að miklum mun, og allir dáðust að því, hvað Katrín var göfug og hjartagóð. Allt er gott, sem endar vel“, sagði gamli prestui'inn við konuna sína, þegar síðustu gestirnir riðu úr gai'ði. Katrín tók við húsmóðui'störfunmn á Hofi, því gamla pi'estskonan var orðin svo hrum. En Sigui'ður varð aðstoðar- prestur hjá föður sínum. Hann messaði annan hvei'n sunnudag meðan faðir hans var á lífi, og á hverjum sunnudegi eftir hans dag. Silfurskeiðina erfði liann eftir föður sinn, og Kati'ín fægði hana á hvei'jum morgni. Mai’gir fui'ðuðu sig á því, að þessi gamla silfui'skeið skyldi vera svona ljóm- andi skær og spegilfögur, en það var af því, að Katrín fægði hana svo vel. Kvöldskýin. Sástu á kvöldi sumarský svífandi hratt, dansandi glatt, sólarlagsgeislana sveipaS í? VildirSu ekki þá vœngi eiga, vildirSu ekki flugglaSur mega svífa yfir landiS þitt Ijúfa á þeim, hátt yfir byggS og bláfjallageim, berast svo aftur fagnandi heim? ÆskustöSvum ertu fjœr. Hugurinn heim hvarflar aS þeirn. Stendur í dalverpi broshýr bœr, föSurliús kœr, er þér forSum hlúSu, fagrar í œsku vonir þig knúSu upp yfir fjöllin úr œskunnar dal. Heimþráin vakir, vaka liún skal, vinir þínir bíSa í fjallanna sal. B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.