Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 6
162 LJÓSBERINN djúp hafði þó aldrei verið á milli þeirra systranna, og milli þeirra mæðgnanna. Auður var hætt að trúa mömmu fyrir leyndarmálum sínum, hún forðaðist að láta hana vita um ferðir sínar. Það skyldi þó ekki vera Bína, sem átti sökina? En Bína var 18 ára gömul stúlka úr þorp- inu. Mamma hafði fengið hana til að hjálpa sér tíma um veturinn, meðan hún lánaði Unni til veikrar, gamallar konu. Unnur var nefnilega hneigð fyrir hjúkr- unarstörf og sat sig ekki úr færi að hlynna að þeim, sem hún vissi, að þurftu á að- hlynningu og hjálp að halda. Hún hafði endilega viljað stunda þessa gömlu konu, og þá vildi mamma hennar ekki hanna henni það, en svo þurfti hún ekki lengi á kærleika og hjúkrun hennar að halda, hún dó eftir nokkrar vikur með blessun- arbænir fyrir Unni á vörunum. En eftir veru Bínu á heimilinu fór að verða gagn- ger breyting á Auði, en mamma og Uhn- ur báðu Guðs stöðugt að gæta hennar og breyta hjarta hennar aftur. En Auð- ur vildi ekki hlusta á neinar áminning- ar, það var eins og einhver þungi væri seztur að á heimilinu, sem áður hafði verið svo aðlaðandi og skemmtilegt. Og nú leið að fermingardeginum. Mamma varði öllum frístundum til þess að Vera með dætrum sínum og verða við óskum þeirra; nú var hún í óðaönn að sauma kjólana þeirra. Þeir voru ljóm- andi hvítir og fallegir, en samt sem áður var Auður sárónægð með efnið, sniðið og blómið á honum, skóna, kápuna og yfirleitt alla skapaða hluti. Það var eng- in leið að gera hana ánægða. Augu mömmu fylltust tárum, en Unnur vafði hana örmum og hvíslaði mörgum þakk- lætis- og kærleiksorðum í eyra hennar: „Elsku hjartans, góða mamma mín, þú ert bezta mamman í heiminum. Ég skil ekkert í því, hvernig hún Auður get- ur fengið af sér að gera þig svona hrygga. Það er óttalegt, hvernig hún er orðin, ég skil hana ekki, mamma. Eg ætla að reyna að tala við hana. Hún hefur ekki ennþá þakkað fyrir þetta allt saman, sem búið er að gera fyrir hana. Er það, mamma? Er hún búin að þakka fyrir öll fermingarfötin ?" „Nei, Unnur mín, það hefir hún ekki gert". „Þá skal ég þakka fyrir okkur báðar", sagði Unnur og lét kossunum rigna yfir mömmu sína. Svona liðu dagarnir. Kjólarnir héngu tilbúnir í klæðaskápnnm. Unnur þurfti oft að skoða þá og dázt að þeim, en Auð- ur gaf þeim bara hornauga. „Þeir eru svo gamaldags og Ijótir", sagði hún, en auðvitað var það ekki satt, kjólarnir voru alveg óaðfinnanlegir. Fermingardagurinn rann upp fagur og bjartur. Unnur var búin að einsetja sér að reyna að tala alvarlega við Auði, áður en þær yrðu fermdar. Hún vaknaði óvenju snemma um morguninn og vakti Auði. „Sjáðu, hvað veðrið er fagurt, Auður. Flýttu þér á fætur, við skulum fara út, heyrir þú ekki til fuglanna; þessi marg- raddakliður kallar okkur út í vorblíðuna'. Svo stökk Unnur fram úr rúminu og var á svipstundu komin í fötin," og Auð- ur fetaði í fótspor hennar. Svo gengu þær út í góða veðrið. Enginn var kom- inn á fætur, ekki einu sinni mamma, sem æfinlega var árrisul, hún vissi, að morg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.