Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 33

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 33
LJÓSBERINN 189 Orð í tíma töluð „Rósa! Sérðu manninn, sem situr þarna á gangstéttinni. Hann er svo drukkinn, að hann getur ekki hangið uppi. Við skulum báðar hlaupa yfir á gangstéttina hinu megin, því að fram hjá honum vil ég ekki ganga „fyrir nokkurn mun". Þetta sagði María og hljóp yfir götuna í einu hendingskasti. Rósa var auðvitað dálítið smeyk líka, en í vísunni: „Talaðu gott, ef þú getur", sem hún var nýbúin að læra, og hafði sungið dag- inn áður, yar áminning, sem henni var í fersku minni. Og drukkni maðurinn sat nú þarna á stétt- inni og hengdi höfuðið niður, svo brjóstum- kennalegur að sjá, að hún þokaði sér nær honum og mælti í meðaumkvunarrómi: „Vesalings maður, ég kenni svo sárt í brjósti um þig. Get ég ekkert hjálpað þér?" Maðurinn lyfti up höfðinu og leit á hana undrandi. Nú sá Rósa fyrst, hve fölur og skininn hann var í andlitinu og augu hans full af örvæntingu. Kenndi hún þá enn meira í brjósti um hann. Þá mælti hann: „Stúlka litla! Orðin þín hafa nú þegar hresst mig. Ég bjóst ekki við, að ég fengi nokkurn tíma að heyra hlý orð framar, því að mér vitanlega á ég engan, engan vin framar!" Þá sagði Rósa í sama milda meðaumkvun- arrómnum og færði sig enn nær honum: „En Guð vill vera vinur þinn — snúðu þér til lians í óláni þínu". Hún lét sem hún sæi ekki, að María var í allri hræðslunni að gefa henni bendingu um að hlaupa burtu frá hon- um. En Rósa spurði manninn ógn ástúðlega: „Hefirðu aldrei beðið Guð að hjálpa þér?" Maðurinn svaraði: „Æ-nei. Ég hefi syndgað móti honum alla ævi mína!" Og hann stundi við. Þá sagði Rósa litla: „Og vesalingurinn! Snúðu þér nú til Guðs! Að svo mæltu stóð hann upp og rétti henni vina; hann vill gjöra allt fyrir þig. Ég er vinur þinn; eg get ekki annað gjört fyrir þig en að ávarpa þig hlýlega!" „Kæra, litla stúlka!" sagði maðurimi. — „Hlýjuorðin þín hafa bjargað mér. Og vertu nú sæl!" Að svo mæltu stóð hann upp og rétti henni titrandi hönd. Nú var öll hræðslan farin af Rósu, svo að hún rétti honum litlu höndina aína í móti. Og er þau tókust höndum, laut hann niður og kyssti á litlu þriflegu höndina og hrundu honum þá tár af augum á hönd- ina. Síðan fór hann leiðar sinnar, en Rósa hljóp til Maríu, vinstúlku sinnar ,til að verða henni samferða eins og áður. , Þá sagði María, eins og í nokkurri þykkju: „Undarlegt barn ert þú, að þú skyldir láta þennan mannræfil, svo hræðilegur eins og hann er, taka í hendina á þér? Ég hélt að hann ætlaði að éta þig upp til agna, þegar han laut niður að þér". Svona lét María dæluría ganga, þegar Rósa kom til hennar. Rósa svaraði: „Ég var nú fyrst dálítið smeyk, en nú þykir mér vænt um, að ég áræddi að yrða á hann. Hann sagði að lokum, að ég hefði bjarg- að sér með þeim orðum, sem ég talaði til hans. Hugsaðu þér annað eins og það!"

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.