Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 25

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 25
LJÓSBERINN 181 W. BURTON: Jiftt JattiU Saga frá London Eins og venjulega fékk Jim vingjarn- legar móttökur hjá Chong Chu. Hvergi sá hann dottur hans. Skammt frá veit- ingasölunum var verzlun. Þar var stórt verzlunarborð. Á borðinu var skál ¦ við skál með kínversku munngæti í. Milli skálanna stóð lítið, svart skrín, með rauð- um undrablómum og granatgrænum vafn- ingsviðarblöðum. Kínverjinn tók lykil upp úr krukku, sem stóð á hillu undir borðinu, opnaði skrínið og rétti Jim hina venjulegu greiðslu og aukaþóknun. Jim varð eldrauður í andliti, stamaði út úr sér nokkrum þakkarorðum og flýtti sér burtu. Skömmu seinna, þegar hann sá, að Chong Chu var farinn frá borðinu, lædd- ist hann þangað aftur. Enginn var sjá- anlegur. Tif lítillar, kínverskrar postu- línsklukku var það eina hljóð, sem heyrð- ist. — Hann skauzt bak við borðið og fálm- aði fyrir sér eftir krukkunni. Jú, þarna var hún, og lykillinn líka. Nú var bara um að gera að vera nógu fljótur og láta ekkert heyra til sín. Hendur hans skulfu, þegar hann stakk lyklinum í skrínið. I sama bilj heyrði hann lágt fótatak í ganginum. Hvað átti hann nú að gera? Það lágu aðeins einar dyr inn í verzlunina — nefnilega frá ganginum. Hann leit flótta- eins og sauður þegir fyrir þeim, sem klippir hann?" „Mamma, mamma! Það datt mér aldrei í hug! Ó, Guð hjálpi mér!" hrópaði Beta og þrýsti sér fast að brjósti móður sinnar. „0, að ég gæti innrætt hjarta þínu eldrúnir hins eilífa sannleika, svo að þær mættu verða þar óafmáanlegar inni! Það er ekki aðalatriðið, að vita orð Guðs og vilja, og ávíta þá, sem brjóta hvort tveggja, heldur hitt, að við innrætum okkur sjálf- um orð Guðs og vilja, verðum innlifuð Guði, að við íklæðumst sjálf hugarfari Krists Jesú, svo að við viljum eigi annað vita, en að fylgja fótsporum Jesú — undir því er allt komið. LijSu Jesú, helga honum hug og vilja tregSulaust, vinn með fylgi vor og sumar, vinn þú eins, þótt kólni haust. Lína Sandell.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.