Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 11
LJÓSBERINN 167 maðurinn brjálaður að kasta heilum múr- steini inn um gluggann!" Jósafat hugsaði ekki um annað allan daginn en það, hvernig Jón ætti að fara að að vekja sig, án þess að brjóta glugg- ann. Þegar komið var undir kvöld datt honum snjallræði í hug, rauk út, keypti væna snærishönk og af stað til Jóns með hana. „Jæja, Jón minn", sagði hann, „þá er ég kominn til þess að segja þér fyrir verk- um. Þegar þú kemur í fyrramálið að vekja mig, skaltu kippa í þenna spotta. Eg læt annan endann hanga út um glugg- ann hjá mér, en hinum tylli í stóru tána á mér. Þú kippir í þangað til þú heyrir að ég er vaknaður". „Ágætt", svaraði Jón, „ég skal muna það". Og nú hófst undirbúningurinn. Fyrst batt Jósafat öðrum enda snærisins um rúmstólpann, fleygði hinum út um glugg- ann. Síðan fór hann út og skar af snærið í mátulegri hæð, en batt vænni gulrót í hinn endann, til þess að vindurinn blési því ekki til hliðar. Þegar hann var hátt- aður og kominn ofan í rúm, batt hann snærinu vel og vandlega um tána á sér. Því fylgdu meiri óþægindi en hann hafði búist við. Hann næddi á fótinn, þar sem snærið. kom út undan sænginni og verkj- aði í tána þangað til hún steindofnaði en hann steinsofnaði. Morguninn eftir, eldsnemma, áður en nokkur fugl var farinn að hugsa til hreyf - ings, var lauslega kippt í tána, og síðan nokkuð þétt. Jósafat hrökk upp af fasta svefni, því alltaf urðu kippirnir óvægi- legri. „Allt í lagi, Jón, allt í lagi. Nú er ég vaknaður!" kallaði Jósafat. En því var engu svarað og var enn kippt óþyrmilega í snærið. Jósafat hrökklaðist fram úr rúminu og hoppaði á ó'ðrum fæti út að glugganum. „Hættu!" kallaði hann. „Hæ, hó, hættu maður!" öskraði hann, og í því slitnaði snærið, sem betur fór. En þegar. hann leit út um gluggann, sá hann engan. Jafn- vel snærið og gulrótin var horfið. Jón kom klukkan hálf-sjö, eins og hann var vanur, og varð heldur en ekki undr- andi, þegar hann sá Jósafat í glugganum, glaðvakandi. „Hvað veldur? Hvernig fqrstu að því að vakna svona snemma, Jósafat? Vakn- aðir þú sjálfur?" „Það hefir verið leikið á mig!" and- varpaði Jósafat. „Sástu ekki einhvern toga í 8nærið?" „Ó, nei", svaraði Jón. „Ég var alveg að koma. En hvernig var það, ætlaðir þú ekki að gefa mér í nefið fyrir ómak- ið?" „Jú, ég verð líklega að gera það. En mér þætti betur að vita, hver hefir dregið í snærið mitt". Jósafat hugsaði ekki um annað en þá miklu ráðgátu allan daginn. Hann hét að láta ekki leika á sig tvisvar. Nú voru góð ráð dýr. Hann hengdi spottann aftur út um gluggann og bjó um, alveg eins og kvöldið áður. En nú batt hann ekki hin- um endanum um stóru tána á sér, heldur í stóra vekjaraklukku, sem stóð á litlu náttborði hjá rúminu hans. — Ut frá því sofnaði hann. Hann vaknaði næsta mrogun við að klukkan datt með brauki og bramli á gólfið. Jósafat upp úr rúminu eins og skot

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.