Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN 173 mælti hún óþolinmóðlega, „þeir slátra kúnni minni meðan við erum hér að tala saman“. Þá hugkvæmdist hershöfðingjanum eitthvað. „Hvar eru bræður þínir?“ spurði liann. „Eldri hróðir minn er höfuðsmaður i liði Lee hershöfðingja“, sagði hún hróð- ug í bragði. „Jæja, hjá hershöfðingja uppreistar- manna. Og hvar er liinn?“ „Hann er hjá Gates. En kýrin mín, hershöfðingi!“ Þá varð hershöfðinginn þungur á svip- inn og spyr nú byrstri röddu: „Og hvar er faðir þinn?“ „Ilann er hjá Washington hershöfð- ingja“, svaraði Anna einarðlega, „en nú er hann fangi“. „Já, mér datt það í hug“, sagði hers- höfðinginn og rak upp hlátur, „þeir eru allir saman í uppreistarliðinu“. Iíann hleypti brúnum og hvessti aug- un á stúlkuna. „Og þú ert auðvitað ofurlítill uppreist- arungi líka?“ „Já, ég er xxppreistarhnokki, en það er kýrin mín, sem ég vil fá aftur, því að ég á hana sjálf“. „Jæja“, svaraði hershöfðinginn, og var nú aftur hinn mildasti í máli, „þú ert rösk og djörf stúlka, þú skalt fá kúna þína og meira til“. Hann stóð upp og gekk fáein spor fram og leysti tvær glóandi sylgjur af hnébux- unum sínum og fékk þær í hendur stúlk- unni. „Þiggðu þær“, sagði liann, „og geymdu þær til minningar um heimsókn þína til mín og til vitnisburðar um það, að Korn- Öánœgöur meá haðið. walls lávarður kann að meta hugrekki og sannsögli, þó það svo sé lítill uppreistar- stúlka, sem á í hlut“. Síðan kallaði liann á einn boðliða sinn, og bauð honum að fara um lierbúðirnar með stúlkunni og leita uppi kúna, og fá hana svo, þegar þau fyndu hana, manni í liendur, er ræki hana lieim. Og svona fór það. Á þeirri sömu nóttu var kýrin komin heim í fjósið sitt aftur. Svo liðu mörg, mörg ár ;elztu menn mundu óljóst eftir því, að Bandaríkin í Norður-Ameríku hefðu verið enskt lýð- ríki eða skattland. Anna litla var þá orðin langamma; en við og við sýndi hún sylgj- urnar sonunum og dætrunum barnabarn- anna sinna. Og þau horfðu undrandi á liina tindr- andi steina í fagurgljáandi og skírum málminum, þá talaði hún um styrjöld og sættir og minntist á það um leið, að í landi óvinanna berðust jafndrenglynd hjörtu í brjósti eins og heima fyrir.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.