Ljósberinn - 01.12.1949, Side 4

Ljósberinn - 01.12.1949, Side 4
180 LJÓSBERINN JOINI LITLI SAGA EFTIR SKÓGGARÐ f útigangsveitunura láta menn jafnan sauð- fé ganga sjálfala, sera kallað er, framan af vetrinum, og sauði eða geldfé oft allan vet- urinn, einkum ef hann reynist í vægara lagi. Þá er oft ekkert skeytt uni féð dögum eða jafnvel vikum sanian, þegar gott er. Það fer þá um eins og því sýnist, og fjarlægist oft húsin og heimili sitt; velur sér fæðuna, þar sem það finnur hana bezta, og kann bezt við sig. Það fvlgir oft efstu reitum, ef jörðin nær til fjalls, og lendir þannig alllangt upp í fjöll og heiðar, ef þar er um nokkra jörð að gera. Þegar útlitið Ijókkar, og loftvogin fellur, [)á kemur stundum felmtur á smalamanninn, sem Veit, að féð er úti um livippinn og hvappinn illa statt, ef í hríð gengur. Hann kallar í snatri á hundinn sinn, hleypur af stað, sem fætur toga; lióar og sigar, sem mest hann má, og reynir að ná sem flestu í hús, áður en hríðin og náttmyrkrið skell- ur á til fulls. Þess végna er afar áríðandi að vera eftir- tektarsamur, glöggur, gætinn og snarráður, aldrei kemur sér betur en |)á að eiga góðan fjárhund, og góðar forustukindur. Þær hafa komið í góðar þarfir, og koma sjálfsagt oft enn, þegar þarf að reka féð á móti hríðinni og fannferginu. Með þessa hjálp má oft lak- ast að ná fénu í hús, j>egar )>að annars væri ómögulegt. Það hefur vakið athvgli rnargra, hversu útigangsfé er oft fljótt að hafa sig að hús- um, þegar ófær veður eru í aðsigi. Það er eins og skepnurnar finni það á sér, að óveðr- ið er í nánd, og fyrir hefur það komið, að hjörðin hefur reynzt gleggri á veðurbrigðin en smalinn. * ' Sölvi bóndi í Fögruhlíð var allfjármargur hóndi og vel við efni. Kigi var hann Ijúf- menni kallaður, og lítl við alþýðuskap, enda helzt honum illa á hjóniim. Sjálfur vann hann eins og herserkur, og þótti eigi koma minnu í verk en margir tveir aðrir, sem |)ó eru kallaðir meðalmenn. Eigi þótti lionuni allt mikið, sem aðrir afköstuðu, þótt \el þættu liðtækir annars staðar. Kona Sölva hét Snjólaug og þótti vera honum samhent í flestu. Þau áttu fjögur börn, var hið elzta piltur, sem Björn hét. Hann var nú á 13. árinu, og lét faðir hans hann vinna það, sem liann gat, enda gerði það hoiium ekki mikið. Hann var tápmik-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.