Ljósberinn - 01.12.1949, Side 11

Ljósberinn - 01.12.1949, Side 11
LJÓSBÉRÍNN A ÞIIININ Saga ef tir BEATUS DODT Niðurl. Smátt ojr smált varð lionum I jóst, að hann liafð'i bjargast með þeim hætti, að hann hafði í dauðans angist ósjálfrátt gripið um eina tónui vatnstunnuna, sem báturinn var hlað- inn af, þegar hún valt út úr bátnum og barst svo í land með henni. En livað var orðið af félögum hans? Hann leit niður á strönd- ina með hryllingi, því að hann óttaðist. að þar lægju þeir allir dauðir: en allt var þar í eyði og tómi. Hann sá aðeins hrot úr bátn- unt eða tómri tunnu hingað og þangað. Hann liorfði kvíðaftillnr í kringum sig stundarkorn. Síðan sneri hann sér móti landi, og var þungt niðri fyrir, ef vera kvnni að liann hitti fyrir einhverja manna-bústaði, ])ar sem hann ga:ti fengið eitthvað til að sefa hungur sitt. Hann gekk svona áfram um hríð milli blómstrandi runna og plantna; ilmurinn af þeim fyllti loftið. Óteljandi fuglar sungu og kvökuðu allt í kringum hann. Loks bar hann að búsi einu. Þeir, sem þar bjuggu, voru þýzkir iandnámsmenn og fékk hann þar hinar beztu viðtökur. Hann skildi reyndar lítið af því sem þeir sögðu, en þó komst hann nokkurn veginn að meiningunni hjá þeim og eins tókst honum að gera sig skiijanlegan. En ]>egar fyrir hann var borið fullt fat af hrísgrjónagraut og soðin hæna, þá skildi hann />nð framúrskarandi vel. Með- an liann var að borða og segja frá förum sínum, komst hann að því hjá fólkinu, að báturinn mundi líklega hafa rekizt á sker, spölkorn fvrir utan ströndina. Sömuleiðis komst hann að því, með því að spyrja, að til Santos væru margar dagleiðir fyrir gang- 187 andi mann, en verst af öllu var það, að yfir auðnir og óbyggðir var að fara, enginn veg- ur þar né gata; og þar stæði honum jafnt hætta af því að verða hungurmorða sem því, uð villidýr réðust á hann. Húsbóndinn, sem reyndist honum svo liluttekningarsamur og góðgjarn, réð honum því til að ganga tvær ntílur upp í landið. Þar bvggi danskur mað- ur, Nielsen að nafni, er dvalið hefði þar í landi í mörg ár og væri því öllu kunnugri, og svo mundi hann, sem var gamall maður, áreiðanlega gleðjast hjartanlega af því að sjá og tala við landa sinn. Franz vildi nú heldur en ekki komast þang- að, og var það því ákveðið, að hann skyldi leggja af stað daginn eftir. Tók húsbóndinn að sér að vísa honum leiðina, og þar að auki gaf lrann honum gamlan frakka og húfu, því að hann var ekki í neinu nema skyrtu og seglsdúksbuxum. Morguninn eftir í býti kvaddi hann fólkið, sem liafði tekið honum svo vel. Gekk það allt með lionum spölkorn á leið og hundur með, er Snati liét. En það leit nú samt svo út, sem Snati vildi fylgja honum lengra, þó að fólkið sneri aftur heim á leið. Kall- aði þá húsbóndinn til Franz og sagði, að ltann skvldi ekki fást um það; Snati væri alvanur að ganga einn síns liðs til landa hans sér til skemmtunar og hann hefði hið mesta dálæti á honum. Franz gekk nú hratt eflir mjóum götum

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.