Ljósberinn - 01.12.1949, Síða 10

Ljósberinn - 01.12.1949, Síða 10
186 Jón litli varð þess nú var, að' einhver óró var komin á féð að haki sér, og hann heyrði hátt jarm, sem hann kannaðist vel við. Það hlaut að vera Gráblesi. Hann sneri sér nú við, og varð þess var, að Gráblesi var að lialda af stað upp með skaflinum og nokkrir sauðir á eftir hon- iim. Jón ætlaði að reyna að komast fyrir sauðina og IiaJda þeim ])ó í hópnum með- an kostur var á, en það tókst ekki. Gráblesi var að sjá staðráðinn í því að fara aftur fyrir hópinn og láta liann fylgjast á eftir, ef hægt væri. Honum leizl reyndar ekki á þessa stefnu hjá Gráblesa, en verið gat að liann breytti til. — Nú datt honum líka í hug, að Sölvi hafði einhverntíma sagt, að bezt mundi að láta þann blesótta ráða, þegar eitthvað torsótt kæmi fvrir. Jóni fannst nú veðrinu slota ofurlitla ögn, og það gerði hann hugrakkari og gaf lionnm nýjan kraft. Gráblesi fór um stund upp með hallinu, þar til neðsti hjallinn á Hlíðinni tók við. Þá þraut einnig skaflinn og nú setti Gráblesi á ská móti veðrinu upp á hjallann, og svo út eftir hon- um, en hjallinn lá heint úl að húsunum. Jóni fór nú að lítast betur á. Hann gekk á eftir síðustu kindunum og sigaði það sem hann gat. Hundinum var það að þakka, að ekki slitnaði í sundur eða týndist út úr hópn- um. Jón átti fullerlitt með að komast snún- ingalaust á eftir hópnum sjálfur, svo var liann orðinn lúinn og dasaður. Gráblesi fór heldur eigi hart, og stanzaði uudir dálitlum þverkletti, sem lá þvert vfir hjallann skammt sunnan við lnisin. Þegar Jón kom þangað og sá þann hlesótta vera stanzaðan og snúa sér undan hríðinni, hélt hann, að í annað sinn væri ö!l von úti. Sá ótti stóð þó ekki lengi. Varla hafði féð allt stanzað, þegar Blesi fór aftur af stað og linti eigi eftir það fyrr en í húsinu sínu. Jón litli var þó frelsaður, og allar kind- urnar líka. Hann hafði ljósáhöld í húsun- nm og kveikti. Hann sá sér til mikillar undr- unar og gleði, að kindurnar, sem vöntuðu, voru allar komnar. Þær liiifðu komið sjálf- ar meðan féð var burtu. LJÓSBERÍNN Nú var honum rótt, allt féð víst, en sú heppni. Sölvi mundi ekki hafa ástæðu til þess að finna að við sig. Veðrið batnaði ekk- ert og Jón sá, að ekki var til þess hugsandi fvrir sig að fara lieim. Hann var orðinn svo þreyttur, og hafði fengið nóg af þ\ í í þetta s'nn, að tefla lífi sínu í tvísýnu. Hann varð að sjálfsögðu að láta fyrirberast í húsunum um nóttina, ]>ótt það yrði allt annað en skemmtileg jólanótt. Hann sá nú, að' fyrst lianu \arð þó að vera þarna um nóttina í húsunum, þá hefði liann ekki aiinað’ að gera við tímann en að stvtta sér stund með því að gefa fénu. Hann var ekki svo lúinn, að' hann gat það vel. Heyið var meira að segja tiltekið. Hann hafði tekið það til daginn áður, svo liann yrði fljótari að fleygja í féð á. aðfangadags- kvöldið, það liafði liann alltaf ætlað sér að gera, ekki húizt við að Sölvi bannaði það. Nú hafði Sölvi samt bannað lioniini að gefa. Já, það gerði ekki svo mikið til. Hann ætlaði einungis einu sinni að brevta þvert á móti skijjun hans. Sölvi mátti þakka fyrir að sauðir hans voru nú komnir til húsa, en ekki tvístraðir, eða ef til vill fenntir úti. Gráhlesi átti þó fyrir því, að fá strá í kvöld. Allt var nú lionuni að þakka, og Jón gekk til hans, hrellaði hann og strauk sem bezl harui gat, og lofaði lionum því, að berja hann aldrei oftar, og vera aldrei svo fávís, að nevða hann frá húsunum, þegar lrann vildi ekki fara. Þegar Jón litli liafði gefið fénu, lagðist hann nið’ur í hlöðudyrnar, breiddi hey undir sig en sloppinn góða ofan á sig, og liugs- aði um leið til Siggu gömlu, sem sjálfsagt mundi nú vera dauðhrædd um sig' lreima í hænum, líklega var hún sú eina Jrar, sem lét sig miklu ski|)ta, hvort hann var nú úti eða inni, lifandi eða dauður. Hann hreiddi upp yfir sig og lofaði Guð í allri sinni barnslegu einfeldni og saklevsi fyrir frelsun sína úr hríðinni. Honum datt ekki til hugar að óttast neitt ])arna í kol- dimmri og geigvænlegri skammdegisnóttinni, |)ví nú vissi hann, að Guð var með honum.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.