Ljósberinn - 01.12.1949, Side 27
LJÓSBERINN
203
Höfðingi eyjarskeggja veitti því skjótt ai-
liygli að skipið staðnæmdist allt í einu og
að skipverjar ínundu óttast þá. Hann skip-
aði þá mönnum sínum að fela sig inni á
jnilli pálmatrjánna, en óð gjálfur út í sjó-
inn til móts við skipið.
„Viljið þið ekki lenda lijá oss?“ hrópaði
hann svo hátt, að hinir mættu heyra til hans.
„Við þorum það ekki“, svaraði Jolin Willi-
ams, „því að af yður hefur farið svo illt orð.
öss er tjáð, að ]>ér séuð mannætur, og að
þér hafið eitl sinn rænt tveim skipum með
hvítum mönnum“.
„J á, en nú erum vér kristnir“.
„Hvað segið þér? Eruð þér kristnir?“
„Já, það kom mikill höfðingi til vor frá
landi livítu mannanna. Hann heitir Jolm
Williams, og lenti á eyjumii Sawai, skammt
héðan. Nokkrir menn frá oss voru þá á Sawai
og heyrðu boðskap þann, er þessir kennarar
höfðu að flytja um Jesúm Krist, og þegar
þeir komu aftur, sögðu þeir oss frá því, er
þeir höfðu numið, og nú eru margir vor á
meðal orðnir börn Orðsins og þrælar Jesú
Krists“. '
'John Williams fagnaði ákaft þessum tíð-
indum, og ekkert hafði áður komið lionum
jafn óvænt og þetta. Hann hélt, að þeir væm
að koma til mannæta, en þeir reyndust ])á
að vera kristnir bræður.
„Ég er bvíti maðurinn frá nágrannaeyjunni,
sem þú talar um. Ég er maðurinn, sem kom
til Sawai fyrir 20 mánuðum“, kallaði liann.
Þá ljómuðu augu höfðingjans af fögnuði.
Hann gaf mönnum sínum merki og þustu
þeir ])á samstundis niður til strandarinnar úr
öllum áttum, og drógu skipið á land. Stigu
kristniboðarnir fagnandi af skipinu. Höfð-
inginn benti þeim á litla byggingu, skammt
frá þeiin.
„Þetta er kirkja vor“.
„En hver heldur guðsþjónusturnar?"
„Það gerir hann þarna -—- — —“ og höfð-
inginn benli á einn eyjarskeggja. „Hann fer
í litla bátnum sínum til Sawai og leitar fræðslu
hjá kennurum yðar, og snýr svo aftur til
vor og segir oss það, sem bann Jiefur lieyrt
Guð heyrir til þín
jVlaður nokkur var að vinna í vöruafgreiðshi-
liúsi við að velta um stórum þungum kiiss-
um og koma þeiin þannig fyrir að þeir rúin-
uöust betur. Honum veittist allerfitt að glíma
við kassana og bölvaöi og ragnaði kössunum
nærri við livert átak.
Iátil stúlka var þar nærri og hlustaði á
þennan ljóta munnsöfnuð. Henni blöskraði
svo að Jiún geltk til maimsins og sagði: „Hættu
þessu blóti og ragni, veiztu ekki, að Guð
heyrir til þín“.
Maðurinn þagnaði og varð hugsi. Barnið
hafði sagt þetta með svo miklum innilegleik
og blíðu, en þó djúpri alvöru, að honum
fannst sem Guð væri þarna að tala til sín.
„Guð heyrir til þín“ — ])essi orð liljómuðu
fyrir eyrum lians það sem eftir var af deg-
inum og þegar liann kom heim var hann
venju fremur þögull.
Kona hans spurði, hvort hann væri lasinn.
Hann neitaði því, sagðist aðeins vera að velta
nokkru fvrir sér. Daga og nætur hugsaði hann
um, hvað það va:ri ósæmilegt kristnum manni
að viðhafa blót og formælingar og niðurstað-
an varð sú, að bann liætli alveg að blóta og
bafa um hönd annan ljótan munnsöfnuð.
Hann andvarpaði og bað: „Guð, vertu mér
syndugum manni líknsamur“.
Þannig notaði Guð lithi stúlkuna til þess,
að leiða þennan mann inn á rétta braut.
B. J. þýddi.
og numið um Jesúm Krist, og þetta liefur
hann gert nú í 20 inánuði".
John Williams flutti nú þama guðsþjón-
ustu í litlu kirkjunni þeirra, og þótti sem
hann hefði ahlrei lifað dýrðlegri sunnudag,
síðan sunnudaginn þann, er liami var kall-
aður til þjónustu við Jesúm Krist í föður-
landi sínu, fyrir mörgum árum.
Sj. J. þýddi.