Ljósberinn - 01.12.1949, Side 6
182
L JÓ SBERINN
Þafl fór titriligslégiir kuldahrolÍUr um jón
litla, j)egar haitn hugsaði utn það, að eiga
að fara svona siienuna út í þetta kuldahryss-
ingsveður, og eigu í vœndurn að standa hjá
sauðum allan daginn. Hanit heyrði storm-
irtn hvína á húsunuin og ýlfra harðnefikju-
lega við gluggarúðurnar. Hann fann það á
sér, að þessi dagur mundi sér erfiður og
allt annað en skemmtilegur.
„Þú átt að iáta mig hafa eittlivað að borða
fljótt“, sagði Jón við Siggu göntlu,' þegar
hann kom inn. „Ég þarf að flýta tnér til
fjárins,- trúi ég“.
„Það tná varla seinna vera, að þú erl
sendur út í bylinn, fáráðurinn, ætli sé ekki
óhætt að birti svolítið fyrst“, sagði Sigga.
„Það er nú víst farið að skíma. Fjár-
mennirnir mega nú ekki ævinlega fárast um
veðrið og bíða eftir sólskini og sunnan-
vindi“, sagði Jón fremur drýgindalega.
„Hvað er nú að heyra þetta, þú telur
þig svo sem með fjármönnum. Ekki vant-
ar mikilmennskuna. Ég held þú sért illa fær
unt það, að standa lengi úti í vondum veðr-
um, ekki ertu nú svo klæðmikill, auminginn“.
Jón fann, að n.okkuð mundi nú hæft í
þessu, en vildi ekki viðurkenna það fyrir
kerlingu. Hún var svo mæðusöm og leiðin-
leg stundum, og hann var oftast vanur að bera
sig karlmannlega, þegar þau töJuðust við.
„Og ég er ekkert hræddur um, að ég dugi
ekki vel, þótt dálítið lterði betur á. Þú
heidur að drengir og unglingar geti ekkerl
gert, sem þú getur ekki, ef þeir eru ekki
kvensterkir. Þeir liefta sig þó ekki í pils-
ttnum“, sagði Jón og glotti við. Hann minnt-
ist þess nú, að Sigga gamla hafði liaft betur
í stimpingunum, sem þau lentu í um dag-
inn og tekið af honum. Honum hálfsveið
það, þegar hann hugsaði til þess.
„Ég held Siilvi hérna hafi eigi komizt
ver af en aðrir, jtótt liann ltafi víst oftast
haft drengi og unglinga fyrir fjármenn“.
„Satt er nú það. í þessi tíu ár, sem ég
hef nú flækzt hér, liefur hann víst aldrei
haft fullkominn mann árlangt, síðan Guðjón
heitinn dó. Honunt hefur nú líka stundum
verið það gagn, að hann er duglegur sjálfur“.
„Er langt síðan Guðjón dó?“ mælti Jón.
„Það eru nú bráðum átta ár síðan“, mælti
Sigga. „Við höfðum næstum verið hér í tvö
ár, jtegar liann dó, blessunin. Hanu Jvoldi
ekki allt jtað erfiði, sem ltann hafði hér,
hann var of veikbyggður til j>esá“.
í jtessu setti Sigga morgunverðinn fyrir
Jón litla. Hann tók jtriflega til matarins.
„Flýttu Jtér nú, auminginn, að stinga })ess-
um kjötbita upp í þig, áður en húsmóðirin
kemur ofan. Ég hehl hún j>akkaði mér lítið
fyrir, ef hún vissi, að ég gæfi þér af jóla-
ketinu, þó Itún sé nú svo sem ekki nísk,
blessunin. Mér finnst það ekki mega .minna
vera, en J)ú fáir j)ó vel að borða, áður en J)ú
ferð út í þetta veður, og eiga fyrir ltöndum
að hrekjast úti allan daginn“.
„Jæja, komdu nú með skóna mína“, sagði
Jón að loknum snæðingi.
„Sérðu ekki plöggin, piltur. Þau liggja
þarna hjá þér“.
Jón fór nú að binda upp á sig, og nú
var ltálfu meiri hrollur í honum en áður
eftir að hafa etið þennan kalda bita.
„Hver ansinn, það vantar þá ristarþveng
í annan skóinn, kerling mín. Ég ætla að
bregða mér upp eftir vetlingunum mínurn á
nieðan jni dregur hann í“. Og Jón snaraðist
upp á loftið, gekk að rúmi }>ví, sem hann
og Bjössi litli sváfu í, stakk hendinni undir
sængurhornið og tók |>ar vetlinga sína.
Bjössi litli vaknaði og spurði Jón hverl
hann væri að fara.
Jón sagði hið sanna.
„Ó, blessaður góði Nonni minn, leitaðti
nú fvrir mig eftir honum forustusvart mín-
um, sem ég henti í gær fyrir lömbin, þegar
við vorum að skilja þau úr geldfénu. Þú
manst víst hvar J>að var, þarna rétt utan í
Háahryggnum. Lömbin voru svo óþæg, að
ég mátti ekki vera að því að taka liann upp
aftur. Ég ætlaði mér að sækja hann í dag, en
þá er ég svo óheppinn að farið er að snjóa“.
„Þú kemst víst til að leita eftir honum
sjálfur í dag. Lömbin verða varla látin út
núna“.