Ljósberinn - 01.12.1949, Qupperneq 26

Ljósberinn - 01.12.1949, Qupperneq 26
202 LJÓSBERINN TVEIR SUNNUDAGAR f ÆVI JOHNS WILLIAMS, KRISTNIBOÐA Það bar til á sunmidegi, fvrir um 130 ár- um, að ungur maður stóð á götu smábæjar eins í Englandi og beið eftir nokJkrum öðr- um ungum mönnum. Hann bafði mælt sér mól við þá þarna, og ætluðu þeir svo að skemmla sér eitthvað saman. Hann beið þarna í 10 mínútur, en enginn kom. „Nú bíð ég ekki nema fimm mínútur í viðbót“, sagði liann við sjálfan sig, „svo fer ég“. En áður en fimm mínúturnar voru liðnar bar konu nokkra þar að', er liann var. Sá bann, að það var kona ineistara lians. Jolm tók ofan höfuðfatið og hneigði sig kurteis- lega fyrir henni. „Nei, livað sé ég, góðan dag, jolin. Ertu að bíða eftir einhverjum hérna?“ Hann kvað svo vera. „Komdu heldur með mér. Ég vildi gjarna að þú gerðir það“. Konan var með sálmabók undir hendinni, svo að John vissi samstundis, hvert ferðinni var heitið. Það þótti ekki til- hlýðilegt á þeim tímum að þverskallast við tilmæluin húshænda sinna, og átti John því ekki annars úrkosta eii að fara með henni. Kirkjan var fullskipuð fólki, að heita mátti, en konan vissi samt, hvar þau gætu fengið sæti, og hún vildi einmitt fá gott sæti í þetta sinn, Johns vegna. Svo bófst guðsjijónust- an, en John var allt annað en ánægður. Hann var að liugsa um vini sína og hve gremjulegt það væri, að jieir skyldu ekki koma nokkr- um mínútum fyrr, svo að hann hefði komizt lijá að sitja þar, sem hann var nú kominn. En brátt hóf presturinn prédikun sína, og hann mælti Jiegar í uppliafi þau orð, er drógu að sér athygli unga mannsins: „Því að hvað mun það stoða manninn þótt liann eignaðist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ „Þetta eru ekki mín orð“, sagði prest- urinn, „heldur orð Jesú sjálfs, er hann segir við |)ig. Því að livað mundi það stoða mann- inn?“ Það var eins og einhver ósýnilegur máttur gagntæki John Williains, jiví að jiað var nafn unga mannsins, - og segði við hann: „Þetta eru orð töluð til |iín“. Það var eins og hoiium væri ekki undankomu auðið, og honuin skildist, að þaðy var Kristur Jesús sjálfur, sem við hann talaði. Upp frá þéssum degi varð Jolin Williams allur annar maður, Haun fann enga ánægju í samfélagi vina sinna og sleit því öllum samvislum við ]»á, jió að Jieir væru honum einkar kærir. Héðan í frá ætlaði liann að þjóna Drottni Jesú og eiga hann einan að vini. Tiltölulega skömmu síðar fór hann til Suð- urliafseyjanna sem kristniboði og þar varð hann vakinn og sofinn í þjónustu meistara síns, frá morgni til kvölds, helga daga og rúmhelga. « •* Svo var það einn sunnudag, mörgum ár- um seinna, — sama sunnudag ársins og getið var í upphafi þessarar frásagnar, — að Jolin, ásamt nokkrum mönnum öðrum, sat í litla trúboðsskipinu sínu. Þeir voru á siglingu á milli eyjanna, og komu loks að ey einni, er vaxin var hinum fegurstu pálmatrjám. Þeir ætluðu einmitt að leggja að landi, er jieir sáu ströndina þéttskipaða eyjarskeggjum með vopn í liöndum. Hvað var nú til ráða? Jolin þekkli eyjarskegga af afspurn að því, að þeir væru engin lömb að leika við. Hann mælti svo fyrir, að bálurinn skyldi nema staðar, og skipverjar allir ákalla Jesúm Krist til hjálpar sér í jiessum vanda.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.