Ljósberinn - 01.12.1949, Side 19

Ljósberinn - 01.12.1949, Side 19
LJÓSBERINN 195 Pú mátt ekki stela Ingiríður var áttu ára að aklri, þegar móðir liennar dó, og eftir það ólst hún upp hjá Petrínu frœnku sinni. Frænka hennar var hezta kona og vildi lngiríði vel, en liún hafði aldrei haft neitt saman við börn að sælda. Hún átti svolitla verzlunarholu og varð að hafa sig alla við til þess að komast af. Hún hafði því lítinn tíma afgangs til að siiuia Ingiríði. Hún sá henni fyrir nægilegum mat og drykk og góðum fatnaði, og hélt að annars þyrfti ekki við. Einu sinni kom Ingiríður heim úr skól- anum og sagði við frænku sína: „Nú er röðin komin að raér í skólanum á morgun, að leggja til borða“. „Hvað áttn við með því?“ spurði frænka hennar. Ingiríður gaf þá þessa skýringu: „Kennslu- konan málar einhverja setningu á borða í hverri viku. I vikunni sem leið kom María Evjólfs með fallegan gulan borða og kennslu- konan málaði á hann: „Elskaðu sannleikann umfram allt“. Við megum ráða litnum sjálf- ar. Mér þvkir rautt svo fallegt og langar þess vegna til að biðja þig að gefa tnér liálfan meter af fallega, rauða borðanum, sent hangir úti í glugganum“. „Borða“, endurtók frænka hennar kulda- lega. „Nei, ég hef ekki efni á að gefa þér neinn borða. Svona borði er dvr og við er- um fátæk. Þú getur sagt kennslukonututi, að þær telpurnar, sem eiga auðuga foreldra, verði að leggja borðana til, og það er ekki rétt gert af henni, að heimta þess konar af þér“. „Ég þarf ekki nema hálfan meter“, sagði Ingiríður. „Það gildir einu“, svaraði frænka hennar, „ég hef ekki efni á að gefa þér neitt“. Ingiríður fór upp í litla herbergið sitt og fór að gráta. Allar hinar telpumar höfðu komið með borða, þegar röðin kom að þeim. Henjti var óinögulegt að koma í skólann á morgun án borðans. Hvað átti hún að taka til bragðs? Hún var með tárvotar kinnarnar, er hún kom til kvöldverðar, og hún nevtti hálfu minni matar en hún var vön. Frænka hennar var á förum út til eins af nábúunum, og um leið og hún fór sagði hún við Ingiríði: Þú getur farið að hátta og sofa, þegar klukkan er orðin níu, Ingiríður. Mér líkar illa, hvernig þú hefur hagað þér seinni hlut- ann í dag, og ef þú ha'ttir ekki þessu voli, færðu ekki nýja kjólinn, sem ég var búin að lofa þér“. Petrína frænka var í rauninni ekki slæm í sér, en hún skildi ekki börn. Henni var fullkomin alvara, að bún mætti ekki við því, að gefa Ingiríði þenna borða, og hún áleit það rétt gert af sér, að neita henni um þetta. Tárin á Ingiríði höfðu gert henni gramt í geði, og hún áleit, að það bæri að hegna henni fyrir framkomu hennar. Þegar frænka var farin lagði lngiríður sig á legubekkinn í dagslofunni og grét. „Frænka liefð'i vel gelað gefið mér borðann“, hugsaði hún með sér. „Ég get líka farið inn og tekið sjálf það, sem mig vantar. Hún kemst aldrei að ]>ví, og ég verð að koma með borða í skólanu á morgun“. Það var farið að skyggja í búðinni, er Ingiríður læddist þangað inn. Hún náði sér í skæri og gekk beina leið að skúffunni, sem liún vissi að allmikið af borðum var í. Hana langaði mest til að taka af því, sem var í glugganum, en þorði ekki að gera það. Hún stakk hendinni niður í skúffuna og náði í hvítan borða. Hún gaf sér ekki tíma til að mæla liann, en klippti langan spotta af hon- uin. Hún vissi, að hún var að gera rangt, og hún skalf við tilhugsunina um það, að i’rænka kynni að koma og sjá til hennar,

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.