Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 2
2 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR                      !  " #"   # $  %# $               !    $'      (    !"# %  ) *+*,-.!/  % 0--,0,, $$$" % "          !! &'()) " #    ""$"% Arndís, það er sem sagt ekki allt steindautt á dánarbúa- markaðnum? „Það er ótrúlegt hvað er hægt að grafa upp eigulega hluti og gefa þeim nýtt líf.“ Arndís B. Sigurgeirsdóttir selur allt milli himins og jarðar á bílskúrssölu vestur á Granda. Upphafið að vöruúrvalinu er stórt dánarbú sem Arndís hefur umsjón með. DÝRAHALD Grunur leikur á að svínaflensa sé komin upp í svína- búinu að Hraukbæ í Eyjafirði. Þar eru um 300 gyltur. Sýni voru tekin í gær og send til rannsóknar á Til- raunastöð HÍ að Keldum. Svínaflensa smitast ekki með svínakjöti og fólki stafar því engin hætta af neyslu þess. Til að hindra útbreiðslu smits til annarra búa hefur bann verið sett á flutning dýra frá búinu og sóttvarnir hertar. Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir segir að svínainflúens- an leggist ekki harkalega á svínin. Til að mynda hafi dýrin í svína- búinu á Minni-Vatnsleysu verið fljót að jafna sig. - jss Hraukbær í Eyjafirði: Grunur um flensu í svínum SUÐUR-KÓREA, AP Cha Sa-soon hafði farið 950 sinn- um í skrif- lega hluta ökuprófsins þegar hún loks á miðvikudag náði tilskildri lágmarks- einkunn, sex- tíu stigum rétt- um af hundrað. Sa-soon er 68 ára gömul. Hún segist þurfa ökuskírteini vinnu sinnar við grænmetissölu. Hún á þó enn eftir að fara í verklega prófið. - gb 68 ára kona í Suður-Kóreu: Náði loks skrif- lega ökuprófinu STJÓRNMÁL „Samkvæmt bestu vitneskju umhverfisráðuneytis- ins hefur umboðsmaður Alþing- is ekki fjallað um þennan úrskurð umhverfisráðherra eða gefið álit sitt um hann,“ segir í yfirlýsingu frá umhverfisráðu- neytinu í gær. Yfirlýsingin er sögð gefin í kjölfar umræðna á Alþingi um álver á Bakka á fimmtu- dag og umfjöllunar um þær þar sem því sé haldið fram að umboðsmaður Alþingis hafi talið úrskurð umhverfisráð- herra um sameigin legt mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda tengdra álverinu á Bakka ólöglegan. Um þetta hafa deilt Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar og Þór- unn Sveinbjarnardóttir, fyrr- verandi umhverfisráðherra. - gar Umboðsmaður Alþingis: Fjallaði ekki um Bakkaúrskurð BANDARÍKIN, AP Jason Rodrigues myrti einn mann og særði fjóra aðra þegar hann hóf skothríð á gamla vinnu- staðnum sínum í stórri skrif- stofubyggingu í Orlando í Flór- ída. Honum tókst að flýja, en gaf sig fram við lögreglu þrem- ur tímum síðar, eftir að lögreglu- menn höfðu séð til hans inn um glugga heima hjá móður hans. Þegar hann var leiddur inn á lög- reglustöðina spurði blaðamaður hvers vegna hann hafi gert þetta: „Vegna þess að þeir létu mig éta það sem úti frýs.“ Rodrigues er fertugur verkfræð- ingur sem hafði unnið á skrifstof- um Reynolds Smith & Hill í eitt ár þegar hann var rekinn í júní 2007. „Hann stóðst ekki væntingar okkar, svo við létum hann fara,“ sagði Mike Bernos, talsmaður fyrirtækisins. „Þetta er harmleikur, á því leikur ekki vafi,“ sagði Val Demings, yfir- maður lögreglunnar í Orlando, „sérstaklega nú í kjölfarið á harm- leiknum í Fort Hood sem er okkur ofarlega í huga.“ - gb / sjá síðu 8 Fertugur maður hóf skothríð á fyrrverandi vinnustað sínum í Flórída: Hefndi sín fyrir brottrekstur JASON RODRIGUES SÆRÐ KONA FLUTT Á SJÚKRAHÚS Fimm manns særðust og einn lét lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP CHA SA-SOON LÖGREGLUMÁL „Í aðalatriðum er þetta mál sem við þurfum að bera undir fjármálaeftirlitið því þetta er á verksviði þess,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem í gær fékk kæru frá Landsbankanum vegna 400 milljóna króna láns úr gamla Landsbankanum til Björgólfs Guðmundssonar. Landsbankinn segir að málið hafi verið kynnt fjármálaeftirlitinu og rannsóknarnefnd Alþingis. Fjárfestingarsjóðurinn Fyrirtækja- bréf Landsbankans hafi lánað Björgólfi Guð- mundssyni, þáverandi formanni stjórnar bank- ans og einum aðaleigenda, 400 milljónir króna á árinu 2005. Það hafi verið gegn reglum sjóðs- ins, sem aðeins átti að fjárfesta í skulda- bréfum fyrirtækja og stofnana. „Engar bókanir finnast í fundar- gerðum Fjárfestingaráðs Fyrir- tækjabréfa Landsbankans er varða ákvörðunina um kaup á fyrr- greindu skuldabréfi. Gjörningur þessi var gerður í andstöðu við almenna starfsmenn, en þeir sem tóku um hann ákvörðun hafa allir hætt störfum fyrir bankann og Landsvaka hf,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Þar kemur einnig fram að við banka- hrunið hafi eftirstöðvar lánsins til Björgólfs numið 190 milljónum króna sem ekki fáist greiddar. Helgi Magnús Gunnarsson ítrekar að sam- kvæmt þeim lögum sem talið er að hafi verið brotin virðist sem Fjármálaeftirlitið hafi ákvörðunarvald um það hvort málið fari til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta eigi þó eftir að skoða, meðal annars með tilliti til þess hvort talið sé að brotið hafi verið gegn almennum hegningarlögum. - gar Landsbankinn kærir 400 milljóna króna lán úr fjárfestingarsjóði til aðaleiganda: Reglur brotnar með láni til Björgólfs BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Landsbankinn segir almenna starfsmenn hafa verið andvíga 400 milljóna króna láni sem Björgólfur Guðmundsson fékk úr einum sjóða bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SAMGÖNGUR Rekstur á strætis- vögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x við- skiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Sam- taka sveitarstjórna á höfuðborgar- svæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlags- ins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugð- ist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. Endurskoðun fer nú fram á öllum grundvelli Strætó og stofnsamningi byggðasamlags- ins. Meðal annars hefur Reykja- víkurborg uppi þá kröfu að fá tvo fulltrúa en ekki einn í stjórn Strætó enda leggur höfuðborgin til um sextíu prósent af því fé sem Strætó fær frá sveitarfélög- unum. Í skýrslu Par-x er talað um að borgin fái jafnvel þrjá fulltrúa í stjórn. Í skýrslunni er rætt um mögu- legt framtíðarfyrirkomulag á rekstri Strætó. Inntakið í tillög- um ráðgjafarfyrirtækisins er að Strætó verði eins konar sérfræði- stofnun sem skipuleggi og tryggi almenningssamgöngur og ann- ist síðan útboð á sjálfum rekstri vagnanna. Þetta myndi meðal annars þýða uppsagnir vagns- tjóra og sölu á strætisvögnunum. Sagt er að greina þurfi sundur þann kostnað sem sé hjá Strætó í dag til að geta borið saman við verð sem bjóðist í útboðum á almennum markaði. Við þetta starf yrði nýtt reynsla og þekking núverandi starfsmanna Strætó. Samkvæmt tillögu Par-x yrði viðfangsefni Strætó eingöngu tilteknar stofnleiðir. Vilji sveitar- félögin bjóða upp á þjónustu utan stofnleiðanna myndu þau sjálf þurfa að annast hana en fá þó aðstoð frá Strætó við útboð og slíkt. Varðandi framtíðarstjórn á Strætó leggur Par-x til ýmsar leiðir sem hver og ein er sögð hafa kosti og galla. Meðal leið- anna sem stungið er upp á er að borgarstjóri og bæjarstjórar myndi stjórn Strætó, að Reykja- víkurborg fá fleiri fulltrúa í stjórn, eins og fyrr segir og að Reykjavíkurborg taki Strætó algjörlega yfir og selji hinum sveitarfélögunum síðan þjónustu fyrirtækisins. gar@frettabladid.is STRÆTISVAGN Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru reknar með miklu tapi og sveitarfélögin vilja ekki taka á sig meiri byrðar af þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Strætó bjóði út allan rekstur strætisvagna Ráðgjafarfyrirtæki leggur til að Strætó bs. segi upp vagnstjórum og hætti rekstri eigin vagna. Ákvörðun hefur ekki verið tekin en sveitarfélögin sem eiga félagið leggja ofuráherslu á sparnað og engir nýir vagnar verða keyptir á næsta ári. ÖRYGGISMÁL Sprengjudeild Land- helgisgæslunnar var kölluð út nýlega til að kanna dufl sem barst á land í Skarðsfjöru við Skaftárdjúp. Við nánari athugun reyndist um rússneskt hlerunar- dufl að ræða en einnig fannst í fjörunni rússnesk siglingabauja ásamt hita- og seltumæli úr kaf- bát sem notaður er til að mæla seltu- og hljóðhraða í sjónum. Voru bæði duflin götuð til að þau sykkju þegar þau bærust að nýju til sjávar. Stafar því ekki af þeim hætta fyrir sjófarendur. Sprengjudeildin var einnig kölluð út fyrr í þessari viku þegar torkennilegur hlutur fannst á Reykjanesi. Við nánari athugun reyndist hluturinn vera óvirk sprengja frá seinni heims- styrjöldinni. - shá Sprengjusveit kölluð út: Reyndist vera hlerunardufl DÓMSMÁL Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir líkamsárás. Honum var gefið að sök að hafa gripið í mann í Bankastræti og skellt honum í jörðina. Fórnar- lambið hlaut djúpt sár á vinstri augabrún og áverka í andliti og munnholi, auk fleiri meiðsla. Að auki brotnaði upp úr framtönn. Auk fangelsisdómsins var árásar maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambinu tæplega 370 þúsund krónur í skaðabætur, auk málskostnaðar. Hann hafði áður hlotið tvo dóma fyrir líkamsárásir. - jss Dæmdur fyrir líkamsárás: Skellti manni og stórslasaði Gaf hálfa milljón króna Smábátafélagið Reykjanes ákvað nýverið á aðalfundi að styrkja björgunarsveitirnar fimm á Reykjanes- skaganum, um hálfa milljón króna. Styrkurinn var afhentur á landsæfingu slysavarnafélaganna sem haldin var á Reykjanesskaganum í október. ÖRYGGISMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.