Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 44
BUENOS AIRES Í ARGENTÍNU BORGARFERÐIR 6 FERÐALÖG Þetta er vel skiljanlegt þegar haft er í huga að stór hluti borg- arinnar var byggður upp á fyrstu áratugum 20. aldar og gengu helstu arkitektar beint í reynslu glæsileg- ustu borga Evrópu. Stundum hefur jafnvel verið bætt um betur frá fyrrnefndum borgum Evrópu. Skýrasta dæmið er lík- lega Avenida 9 de Julio, sem hlotið hefur titilinn „breiðasta breiðgata heims“. Er hún raunar svo breið að hin fræga Avenue des Champs- Elysées í París er bara hálfdrætt- ingur á við hana. Almennt eru tíu akreinar í hvora átt á Avenida de 9 Julio, að ógleymdum breiðum gangstéttum sem eru ekki minni en akbrautirnar. Ég bý og starfa við hlið götunnar og geng þar yfir nánast daglega. Þessi ógnarbreidd götunnar komst strax í vana og virkar fullkomlega eðlileg. Miðborg Buenos Aires og helstu hverfi þar í kring eru alveg ein- staklega vel skipulögð. Breið- götur eru mjög margar og allar helstu götur hafa verið lagðar í rétthyrndri hornafræði þannig að einna helst minnir á Manhatt- an. Þannig er bæði auðvelt að ferð- ast um borgina og að rata. Ef þú spyrð til vegar er líka alltaf svar- að hversu margar blokkir eru að áfangastað, hér heitir slíkt cuadras en ekki blocks. Miðbærinn Hinn hefðbundni Centro, eða jafnvel Microcentro, er í kring- um Avenida de 9 Julio. Ein helsta þvergatan er Corrientes, en á horni þessara gatna er hið risa- vaxna Obelisco-minnismerki, sem er eitt helsta kennileiti borgarinn- ar. Corrientes er Broadway þeirra í Buenos Aires, þar standa leik- húsin í röðum og mannlífið er fjöl- breytt. Önnur glæsileg þvergata er Avenida de Mayo, en hún liggur frá þinghúsinu, yfir 9 de Julio og alla leið að hinni frægu forsetahöll, Casa Rosada. Á torginu eru ávallt einhverjir friðsamir mótmælend- ur, fáninn blaktir víða og kröfu- spjöld áberandi. Gangir þú Avenida de Mayo skaltu ekki sleppa því að kíkja inn á hið sögufræga kaffihús, Café Tortoni, á Mayo 829. Varla er hægt að greina á milli hvort bragðið er sterkara af kaffinu eða andrúms- loftinu á þessu 19. aldar musteri. Miðbærinn er annars blanda af iðandi viðskiptaumhverfi og svo ferðamönnum. Daglangt strunsa þar bæði menn í jakkafötum á leið í bankann sinn eða ferðamenn í stuttbuxum og bol, sem skoða glingur og dót á göngugötunum, Florida og Lavalle. Lítið er varið í verslanir á þessum slóðum, en þó allt í lagi að skoða það sem fyrir augu ber. Tangó er gjarnan stig- inn á þessum göngugötum, jafnvel til miðnættis. Þeir sem hafa áhuga á verslunarmiðstöðvum ættu að kíkja inn í Galerías Pacífico við Florida. San Telmo San Telmo er í raun samvax- ið miðbænum. Hér áður fyrr var San Telmo fátækrahverfi sem fáir ferðamenn hættu sér inn í, en það hefur heldur betur breyst. Þetta elsta hverfi borgarinnar iðar af götulífi, með huggulegum veit- ingahúsum, litlum hönnunar- og tískuverslunum, útimörkuðum, að ógleymdum tangóinum sem ýmist er stiginn við lifandi tónlist eða úr lýrukassa. Plaza Dorrego er nauðsynlegur viðkomustaður, þó þar séu reynd- ar oft of margir ferðamenn til að hægt sé að fóta sig. Á sunnudög- um er þar útimarkaður með alls konar antík, skartgripum og fleira dóti, en flesta daga er þar stiginn tangó undir berum himni, þ.e. ef veður leyfir. Sýningar eru látlaus- ar og einlægar, öfugt við það sem ætla mætti á svona stöðum. Allt í kringum torgið eru líka veitinga- staðir og barir, sem margir bjóða upp á lifandi tónlist og/eða tangó- sýningar á kvöldin. Þú færð ekta nautasteik á stöð- um á borð við La Brigada, á Esta- dos Unidos 465, og El Desnivel, á Defensa 855, en aðeins tveggja mínútna gangur er þar á milli. Báðir eru þeir yfirfullir á hverju kvöldi, en þjónustan er hröð og þú ættir að geta fengið borð án þess að bíða of lengi. Hvort sem þú færð þér lomo eða jafnvel chorizo- kryddpylsu, þá geturðu gengið að því vísu að hún er ekta og verðinu er stillt í hóf. Grillaður provoleta ostur er svo punkturinn yfir i-ið. Pantaðu ódýrt rauðvín hússins og þú ert í góðum málum. Aðeins steinsnar frá er svo einn skemmtilegasti franski veitinga- staður borgarinnar, Brasserie Pét- anque, á Defensa 596. Hér færðu allt það helsta sem frönsk brass- erie bjóða upp á; foie gras (argent- ínsk), confit de canard og svo er steak tartare auðvitað fullkomin úr hinu ljúffenga nautakjöti. Síð- búinn hádegisverður á sunnudegi er líka tilvalinn, þegar gatan iðar af lífi með götusölufólki eins langt og augað eygir. Café La Poesía, á Chile 502, er eitt af uppáhalds kaffihúsum undir- ritaðs. Stælalaust og sjarmerandi, með gömlum viðarinnréttindum og gömul tangótónlistin gælir við mann yfir veitingunum. Hvort sem þú ætlar í kaffi eða hádegisverð, þá er þetta staðurinn í San Telmo. Palermo eða Palermo viejo Palermo er eitt stærsta hverfi Buenos Aires og þar er meðal ann- ars að finna glæsilega garða sem veita hvíld frá amstri borgarinnar. Palermo viejo sker sig nokkuð úr, en þar eru flest húsin aðeins ein eða tvær hæðir, og minnir hverf- ið um margt á SoHo eða Village í New York. Í Palermo viejo er beinlínis allt krökkt af bæði veitingahúsum og tískuverslunum. Viljir þú detta inn í glæsilegar leðurverslanir eða lítil hátískuhús skaltu ganga götur á borð við Honduras, El Sal- vador, Costa Rica, Gurruchaga og Armenia. Plaza Serrano er líka skyldu- viðkomustaður, hvort sem það er til að fara á útimarkað um helg- ar eða bara til að fá sér drykk á einu af hinum fjölmörgu kaffihús- um allt í kringum torgið. Ef veður er gott er tilvalið að velja sér veit- ingastað undir berum himni, en margir slíkir eru uppi á annarri hæð þessarar lágreistu byggðar. Nokkur af allra bestu steikhús- um borgarinnar eru í Palermo. Þar er Don Julio, á Guatemala 4691, í miklu uppáhaldi, en hann býður jafnvel upp á grænmetis- rétti að auki, nokkuð sem ekki er algilt á steikhúsum. Las Cabras, La Cabrera og Miranda eru allt úrvalssteikhús á þessum slóðum, hið síðastnefnda líklega nýtísku- legast. Í Palermo er líka úrval veit- ingastaða frá öðrum heimshorn- um, hvort sem eldhúsið er ítalskt, franskt, indverskt, japanskt, mex- íkóskt eða frá Perú. Þá er hægt að mæla sérstaklega með hinum mar- okkóska Bereber, á Armenia 1880, sem er einn af fallegri stöðum borgarinnar. Annars er auðvelt að detta inn á góða veitingastaði á þessum slóðum án þess að þurfa að skipuleggja það fyrirfram. Recoleta Hafi Palermo Viejo minnt á Village í New York, þá minnir Recoleta á París. Hinn hefðbundni arkitektúr Parísar er þar uppi um alla veggi, kaffihús á hverju strái, verslanir, ys og þys, að ógleymdum athvörf- um sem leynast í görðum hér og þar. Tilvalið er að ganga Santa Fe breiðgötuna, en þar er búð við búð svo kílómetrum skiptir. Jafnvel er hægt að ganga allt upp að Paler- mo, ef maður vill. Veitinga- og kaffihús í Recoleta eru bókstaflega allstaðar og erfitt að taka einhverja sérstaklega úr. SPÆNSKAN Þó þú kunnir eitthvað í spænsku er ekki víst að þú skiljir allt sem við þig er sagt í Argentínu. Hið hefðbundna „Hola, buenos días, cómo estás?“ virkar alveg hér, en samt segir það enginn. Mun líklegra er að sagt verði við þig „Qué tal, che? Todo tranquí?“. Þá er ágætt að þekkja hinn ólíku persónufornöfn, sem jafnvel taka með sér ólíkar sagnabeygingar en við eigum að venjast frá Spáni. Þannig er ekki sagt tú heldur vos þegar rætt er við einhvern í annarri persónu. Að auki, „þú ert“ er ekki tú eres, heldur vos sos. Svo þýðir ekkert að ræða við hóp fólks í annarri persónu fl eirtölu með vosot- ros. Margir hafa bara aldrei heyrt á það minnst, enda er hér sagt ustedes rétt einsog í öðrum Suður-Ameríkulöndum. FRAMHALD AF FORSÍÐU La Boca Litríkar byggingar í La Boca-hverfinu í Buenos Aires.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.