Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 6
6 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Fjölskylduspil
á frábæru
tilboði!
Vr. A825 85060692
Fullt verð 5.990 kr.
3.990 kr.
auk 1.000 punkta
x2
TI
LB
O
Ð
ALÞINGI Gylfi Magnússon, efna-
hags- og viðskiptaráðherra, segir
að afskriftir lána vegna banka-
hrunsins verði óhjákvæmilega
þær mestu sem dæmi eru um í
sögu vestrænna hagkerfa. „Lík-
lega tapast fjórar til fimm lands-
framleiðslur í hagkerfinu,“ sagði
Gylfi í utandagskrárumræðum á
Alþingi í gær. Tapið lendir að lang-
mestu leyti á erlendum kröfuhöf-
um bankanna.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, efndi
til umræðu um afskriftir skulda
og samkeppnisstöðu fyrirtækja.
Hann sagði nauðsynlegt að tryggja
gagnsæi og réttlæti við afgreiðslu
málefna fyrirtækja í ríkisbönkun-
um. „Af hverju fá sumir afskriftir
en aðrir ekki?“ spurði Guðlaugur
og sagði að viðskiptaráðherra virt-
ist ekki eiga önnur svör en þau að
skipa nýjar nefndir til að fjalla um
málið.
Gylfi Magnússon sagði að taka
þyrfti tillit til samkeppnissjónar-
miða og skoða hvort endurreisa
ætti fyrirtækjasamsteypur sem
valdið hefðu fjölmörgum vanda-
málum í samkeppnismálum á
undanförnum árum. „Mín skoðun
er að það eigi ekki að gera nema
í algjörri neyð,“ sagði Gylfi
Magnússon.
Eftirlit verði haft með því að
verklagsreglum sé fylgt og ekki
afskrifað meira en þarf til að
eftir standi lífvænleg fyrir-
tæki, sem geta staðið í skil-
um. Ekki eigi að færa nýjum
eða gömlum eigendum neinar
gjafir.
Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir,
þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði að sextíu
til sjötíu prósent fyrirtækja í land-
inu þyrftu á aðstoð að halda. Fjölda
fyrirtækja hefði verið stjórnað á
óábyrgan hátt. Þau hefðu skuldsett
sig gríðarlega. Þessum fyrirtækj-
um ætti að skipta upp og setja þau
á markað, „þannig að íslensk heim-
ili geti fjárfest í þessum fyrirtækj-
um og þannig stuðlað að endurreisn
Íslands“.
Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
maður Framsóknarflokksins, sagð-
ist sakna þess að ekki væru til skýr-
ar, einfaldar og gagnsæjar reglur
um málið og spurði hvort rétt væri
að Alþingi setti lög um skilyrði
afskrifta og upplýsingaskyldu
bankanna. „Það er alveg ljóst að
það er mikið geðþóttavald í gangi
varðandi það hverjir fá afskrifað-
ir skuldir og hvernig það er gert.
Þetta býður upp á spillingu,“ sagði
Gunnar Bragi. peturg@frettabladid.is
Afskriftir nema 4-5
landsframleiðslum
Ekki á að endurreisa viðskiptasamsteypur nema í neyð, sagði viðskiptaráðherra
í umræðum um afskriftir lána fyrirtækja á Alþingi í gær.
ALÞINGI Þingmenn lýstu áhyggjum af því að geðþóttaákvarðanir byggju að baki
ákvörðunum ríkisbankanna um afskriftir á lánum fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GUNNAR BRAGI
SVEINSSON
GUÐLAUGUR Þ.
ÞÓRÐARSON
GYLFI
MAGNÚSSON
SIGRÍÐUR INGI-
BJÖRG INGADÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir,
Haraldur Briem, telur að um
fimmtíu þúsund Íslendingar hafi
veikst nú þegar af svínainflúensu.
Hún sé ekki lengur í sókn, þegar
litið er á landið í heild.
Frá og með mánudeginum 16.
nóvember geta allir landsmenn
pantað tíma á heilsugæslustöðvum
fyrir bólusetningu gegn svínaf-
lensunni. Viku síðar, mánudag-
inn 23. nóvember, verður byrjað
að bólusetja þá sem fyrstir skráðu
sig. Alls hafa verið bólusettir um
þrjátíu þúsund manns hérlendis
og áfram verður haldið af full-
um krafti að bólusetja sjúklinga
í skilgreindum forgangshópum
með því bóluefni sem til er og
með bóluefni sem væntanlegt er
næstu tvær vikurnar.
Afleiðingar inflúensufaraldurs-
ins geta verið mjög alvarlegar
eins og dæmin sanna hérlendis og
erlendis. Sóttvarnalæknir hvetur
því vanfærar konur og þá sem
eru með „undirliggjandi sjúk-
dóma“ til að panta þegar í stað
tíma fyrir bólusetningu á næstu
heilsugæslustöð.
Þá er eindregið mælst til þess
að aðstandendur barna, ung-
menna og aldraðra með „undir-
liggjandi sjúkdóma“ sjái til þess
að viðkomandi láti bólusetja sig.
- jss
SÓTTVARNALÆKNIR Haraldur Briem
telur að um fimmtíu þúsund hafi veikst
af svínaflensu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Almenn skráning í bólusetningu gegn svínaflensu hefst 17. nóvember:
Um 50 þúsund hafa veikst
LÖGREGLUMÁL Óljóst er hvort fjár-
málastjóri Knattspyrnusam-
bands Íslands framvísaði korti
sambandsins á nektarstað í Sviss
eða hvort það var tekið ófrjálsri
hendi.
Svissneski vefmiðilinn 20minu-
tenonline.ch segir frá því að
starfsmaður KSÍ og sambandið
sjálft hafi verið rukkað fyrir
jafnvirði átta milljóna króna eftir
næturheimsókn starfsmannsins á
strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi
spunnist dómsmál. Samkvæmt
yfirlýsingu KSÍ átti heimsóknin
sér stað fyrir fimm árum.
„Það er ljóst að okkar ágæti
starfsmaður sýndi dómgreindar-
leysi með því að vera þarna með
kortið en hann var náttúrlega
ekki að versla fyrir kortið heldur
var það bara straujað,“ segir Geir
Þorsteinsson, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, sem
neitar því að önnur sambæri-
leg atvik hafi komið upp með
greiðslukort KSÍ.
Geir segir að innan KSÍ hafi
verið ákveðið að fjármálastjór-
inn héldi áfram enda hefði hann
unnið flekklaust starf. Hann er
enn hjá sambandinu. „En hann
bar ábyrgð á þessu korti og hann
varð náttúrlega að líða fyrir það
og það var tekin ákvörðun 2005
um að hann greiddi reikninginn
til kreditkortafyrirtækisins.“
Aðspurður kveðst Geir alls ekki
vera viss um að fjármálastjór-
inn hafi yfirhöfuð ætlað að nota
kort KSÍ á nektarstaðnum. Þórir
Hákonarson, framkvæmdastjóri
KSÍ, vill ekkert um það segja
hvort fjármálastjórinn hafi í
raun ætlað að nota kortið. „Aðal-
gallinn er sá að kortin voru mis-
notuð af mönnum sem hafa sumir
þegar verið dæmdir í fangelsi og
aðrir viðurkennt brot sín með því
að endurgreiða hluta af þessum
fjármunum til hans.“ - gar
Fjármálastjóri KSÍ rukkaður um milljónir fyrir heimsókn á nektarstað í Zürich:
KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám
GEIR ÞORSTEINSSON Formaður KSÍ
segir greiðslukortamál fjármálastjóra
sambandsins vera einsdæmi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
SJÁVARÚTVEGSMÁL Nýlokið er haust-
könnun Hafrannsóknastofnunar-
innar á rækjumiðunum á Vest-
fjörðum og á fjörðum og flóum
norðanlands. Minna fannst af
þorski og var hann langt undir
meðaltali áranna 2000-2009. Einn-
ig var minna af ýsu frá því í fyrra
og var magn hennar undir meðal-
tali síðustu tíu ára.
Útbreiðsla rækju var svipuð og
í fyrra í Arnarfirði. Vísitala stofn-
stærðar var lægri en árið 2008.
Stærð rækju var nálægt meðal-
tali. Hafrannsóknastofnunin hefur
lagt til að rækjuveiðar verði leyfð-
ar í Arnarfirði veturinn 2009-2010
með 300 tonna hámarksafla. - shá
Haustkönnun Hafró:
Minna af
þorski og ýsu
Líst þér vel á hugmyndir um
framkvæmdir við Landspítala?
Já 42,9
Nei 57,1
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú fengið svínaflensu?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN