Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 89
LAUGARDAGUR 7. nóvember 2009 Tónlist ★★★★ Frábært eða frábært Sykur Með stuð í eyrum Táningahljómsveitin Sykur hefur vakið athygli undanfarið fyrir líflega og flotta tónleika, meðal annars á tveimur síðustu Airwaves-hátíðum. Frábært eða frábært er hennar fyrsta plata. Tón- listin er fjörlegt og dansvænt hljóðgervla popp. Af tólf lögum plötunnar eru sjö ósungin, Rakel Mjöll Leifsdóttir syngur í tveimur (Rocketship og Bite Me), Katrína Mogensen syngur í Með stuð í eyrum, Erpur Eyvindarson rappar í Viltu dick? og strákarnir syngja sjálfir í New Horizons. Sykur er á svipuðum slóðum tónlistarlega og stuðsveitir á borð við Junior Senior, Bloodgroup eða FM Belfast. Það er svolítil retró-stemning í þessari tónlist og manni verður stundum hugsað til syntasveita níunda og tíunda áratugarins. Frábært eða frábært er ein af skemmtilegri plötum ársins. Það er ekki verið að gera nein kraftaverk eða byltingar, en platan er full af fínu stöffi. Af instrúmental lögunum má nefna Swedish Snowboard Girl, Sykur og hið frábæra lokalag Lessupjetur. Rocketship og Bite Me eru fín poppstykki og Rakel Mjöll hefur sykursæta rödd sem hæfir þeim vel. Katrína skilar sínu líka vel í Með stuð í eyrum. Óvæntasta lagið er svo Viltu dick? en í því gerir gamli perrinn BlazRoca heiðarlega tilraun til að spilla ungviðinu: „Ég vil ekki vinna ég vil bara drekka drykk/og slæda upp á frænku og segja bitch viltu dick?“ Gaman að þessu. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Hljóðgervlaskemmtipoppplata ársins. Frances Bean Cobain, dóttir rokkgoðsins Kurts Cobain og Courtney Love, lét öllum illum látum þegar hún komst að því að ekki hefði verið búið að greiða fyrir lestarfar hennar frá Boston til New York. Stúlkan neitaði að greiða sjálf fyrir farið og stóð þess í stað og jós skömmum yfir starfsmanninn í miðasölunni. Hún hrópaði nafn sitt og foreldra sinna ítrekað, en án árangurs. Að lokum neyddist hún til þess að hringja í umboðsmann sinn, sem greiddi lestarfarið undir stúlk- una. Dóttir Cobains reiðist FRANCES BEAN Dóttir Kurts Cobain neit- aði að greiða fyrir lestarmiða sinn. Hér er hún ung stúlka með móður sinni. Meðlimir hljómsveitarinnar No Doubt hafa höfðað mál gegn tölvu- leikjafyrirtækinu Activision sem framleiðir tölvuleikinn Band Hero. Hljómsveitarmeðlimum þykir per- sónur í leiknum líkjast sjálfum sér helst til of mikið. „Það er búið að breyta meðlimum No Doubt í staf- rænan karókísirkus,“ var haft eftir söngkonunni Gwen Stefani. Meðlimir hljómsveitarinnar höfðu áður gefið leyfi fyrir því að persónur í tölvuleiknum yrðu byggðar á þeim, en þessar per- sónur áttu aðeins að flytja þrjú lög eftir No Doubt. Þess í stað er hægt að nota persónurnar til að flytja hátt í sextíu lög. Stjórnendur Activision telja að fyrirtækið hafi unnið í samræmi við lög og reglur. Ósáttir popparar ÓSÁTTIR Meðlimir No Doubt eru ósáttir við tölvufyrirtækið Activision. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.bloggar.is Hot jóga Hatha Jóga Byrjendanámskeið Meðgöngujóga námskeið Stakur tími 1.500 kr. Mánaðarkort 9.265 kr. 3 mánaðakort 20.315 kr. 6 mánaðakort 30.600 kr. 15% afsláttur af öllum kortum opnunartilboð Byrjendanámskeið 12.665 kr. Meðgöngujóga námskeið 9.265 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Ný og persónuleg jógastöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.