Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 07.11.2009, Síða 8
8 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.isÍSL E N S K A S IA .I S O R K 4 78 39 1 0/ 0 9 Safnahelgi á Suðurlandi Hellisheiðarvirkjun er opin frá kl. 9:00–18:00 alla daga vikunnar. Í tilefni Safnahelgar á Suðurlandi 6.–8. nóvember verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í virkjuninni. Föstudagskvöldið 6. nóvember Kl. 20:00 Kolviðarhólsdagar, sýning á ljósmyndum og gömlum munum frá Kolviðarhóli. Samgöngur og sagnir um Kolviðarhól. Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistari FSu, heldur fyrirlestur um Kolviðarhól og samgöngur yfir Hellisheiði á fyrri tímum. Kynning á Móra frá brugghúsinu Ölvisholti. Laugardagur 7. nóvember Ljósmyndir og gamlir munir frá Kolviðarhóli til sýnis. Leiðsögn um virkjunina. Sunnudagur 8. nóvember Ljósmyndir og gamlir munir frá Kolviðarhóli til sýnis. Leiðsögn um virkjunina. Kl. 14:00 Gengið með leiðsögumanni frá virkjun og inn í Dauðadal. Þaðan gengið á Hádegishnjúk að skíða- stökkpalli við Búastein. Sagt frá Hellisheiðarvirkjun og Kolviðarhóli. Gangan er nokkuð erfið, gengið um brattar hlíðar, og tekur um eina og hálfa klukkustund. Kl. 16:00 Gangan frá því kl. 14:00 endurtekin. Ókeypis aðgangur. Bendum einnig á aðra skemmtilega viðburði í tengslum við Safnahelgina á Suðurlandi 6.–8. nóvember. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni: www.sofnasudurlandi.is Dagskrá í Hellisheiðarvirkjun um Safnahelgina: BANDARÍKIN, AP Nidal Malik Hasan, majór í bandaríska hernum, var fluttur á sjúkrahús strax á fimmtu- dagskvöld eftir að hann hafði drepið þrettán manns og sært tugi annarra í herstöðinni Fort Wood í Texas. Lögreglan hugðist yfirheyra Hasan strax og heilsufar hans leyfði, en hann var ekki talinn í lífs- hættu. Árásin kom þeim sem þekktu hann mjög á óvart. Hasan er 39 ára gamalla mús- limi sem hafði stundað læknis- nám á vegum hersins og sérhæfði sig í geðlækningum með áherslu á áföll og forvarnir. Bænaleiðtogi í mosku, sem Hasan sótti reglulega, sagði hann ekki hafa aðhyllst öfga- skoðanir af neinu tagi. Hann hafi lagt metnað í hermennskuna og oft klæðst herbúningnum við bæna- hald. Hasan fór samt ekki dult mað andstöðu sína við hernað Banda- ríkjanna í Afganistan og Írak. Hann hafði gert sér vonir um að Barack Obama Bandaríkjaforseti myndi kalla herinn heim frá báðum þess- um löndum, og átti stundum í deil- um við aðra í hernum sem styðja stríðsreksturinn. Fyrir hálfu ári vakti Hasan að vísu athygli lögreglunnar vegna netskrifa um sjálfsvígsárásar- menn, þar sem þeir voru meðal annars lagðir að jöfnu við hermenn sem fleygðu sér yfir handsprengju til þess að bjarga lífi félaga sinna. Málið hafði ekki verið rannsakað og ekki er staðfest að hann hafi í raun skrifað þetta. Fyrir stuttu var honum svo til- kynnt að senda ætti hann úr landi. Heimildar- menn innan hers- ins segja að hann hafi átt að fara til Íraks. Mikil ringul- reið varð í her- stöðinni þegar hann tók að skjóta á fólk skömmu eftir hádegi á læknamið- stöð þar sem hermenn, sem annað hvort eru á leið í hernað erlendis eða nýkomnir til baka, gangast undir læknisskoðun. Nokkur vitni segja hann hafa hrópað eitthvað um mikilfengleika guðs þegar hann hóf skothríðina. Í fyrstu var talið að Hasan hafi látist í átökunum, en síðar kom í ljós að hann var á lífi. Ekki var heldur talið útilokað að sumir hinna látnu hefðu orðið fyrir skotum úr byssu Hasans heldur frá öðrum sem brugðust við og skutu til baka. Ótrú- legt þykir að honum hafi tekist að drepa og særa svo marga. gudsteinn@frettabladid.is Byssumaður á sjúkrahúsi Árásarmaðurinn Nidal Hasan er geðlæknir í banda- ríska hernum. Hann var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa myrt þrettán manns og sært tugi annarra. 1 Hvað lækkuðu svonefndir stýrivextir Seðlabankans mikið í vikunni? 2 Hvenær á stjórnlagaþing að taka til starfa? 3 Hvar eiga krossar ekki við að mati Mannréttindadómstóls Evrópu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 72 NIDAL HASAN VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið CCP, sem á og rekur fjölspilunar- leikinn EV E Online, neydd- ist til að endur- fjármagna víxil í krónum í gegn- um MP banka í enda síðasta mánaðar. Fyrir- tækið hefði vilj- að endurfjár- magna lánið me ð útgá fu skuldabréfs í krónum og greiða til baka í dölum. Fjárfestar höfðu ekki áhuga. Þetta segir Vilhjálmur Þor- steinsson, stjórnarformaður fyrirtækisins. Fyrirtækið horfði til þess að nýta heimild Seðlabankans frá í vor og gefa út skuldabréf í krón- um í sumar en greiða til baka í dölum á allt að sjö árum. Bank- inn gaf heimildina út í maí á þessu ári með það fyrir augum að vinda ofan af krónubréfaeignum erlendra fjárfesta sem festust hér með eignir sínar við innleiðingu gjaldeyrishaftanna í fyrravetur. Fimm fyrirtæki lýstu yfir áhuga á skuldabréfaútgáfu sem þessari og var CCP komið lengst. Það blés til skuldabréfaútboðs í maílok en lítið barst út af niðurstöðu þess. Vilhjálmur viðurkennir að endur fjármögnunin hafi verið í mótsögn við stefnu fyrirtækis- ins. Það hafi í gegnum tíðina verið á hröðum flótta undan pen- ingamálastefnunni hér síðustu ár. Einungis tvö prósent tekna fyrirtækisins séu í innlendri mynt, bókhaldið sé fært í dölum frá síðasta ári og starfsfólki greidd laun í evrum og dölum. „Við unnum að því að færa víxil inn yfir í dali. En það var ekki mögulegt. Ef við gætum myndum við kjósa að taka öll lán í erlendum gjaldmiðlum,“ segir Vilhjálmur. - jab VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON Enginn jöklafjárfestir hafði áhuga á að lána í krónum en fá greitt í dölum: CCP var þvingað í krónulán VEIÐI Útgefin veiðikort á árinu nálgast nú 11.600 kort en hefur verið að meðaltali um tíu þúsund kort á ári. Fara þarf aftur til árs- ins 1997 til að finna álíka fjölda en þá voru gefin út 12.664 kort. Þá hefur aðsókn að veiðikorta- og skotveiðinámskeiðum aldrei verið meiri. Hlutur kvenna í hópi veiði- manna fer ört vaxandi og hefur hlutfallið farið úr tæpum tveim prósentum árið 2000 í tæp þrjú prósent í ár. Þrátt fyrir mikinn fjölda veiðikorta er áætlaður fjöldi virkra veiðimanna á bilinu sex til sjö þúsund ár hvert. - shá Annir á Umhverfisstofnun: Veiðimönnum fjölgar stöðugt SLYS Flugstoðir þurftu að grípa til varaaflstöðvar til að knýja starfsemi sína um hádegið í gær. Grafa, sem var við störf á fram- kvæmdasvæði í Vatnsmýrinni, gróf rafmagnsstreng í sundur með fyrrgreindum afleiðingum. Aldrei var hætta á að starfsemin riðlaðist því vara aflstöð fór strax í gang. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að starfsemin sé vel tryggð. Bregðist varaaflsstöðin einnig taki flugumferðar stjórar annars staðar við. Það virki á báða vegu, því Flugstoðir hafi þurft að taka yfir stjórn í Bretlandi vegna bil- unar þar. Rafmagnsleysið í gær varði í hálfa klukkustund. - kóp Flugstoðir þurftu að grípa til varaaflstöðvar: Rafmagnsstrengur grafinn í sundurSTJÓRNVÖLD Ríkisstjórnin sam-þykkti í gær að veita sjö milljónir króna til Þjóðfundar sem haldinn verður laugardaginn 14. nóvem- ber næstkomandi. Hópur, sem kallar sig Maura- þúfuna, undirbýr fundinn þar sem 1.500 manns eiga að koma saman í Laugardalshöll. 1.200 þátttakendur eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá en að auki verður 300 þátttakendum boðið frá stjórnvöldum og ýmsum stofnunum og samtökum. - pg Ríkisstjórnin veitir fjármuni: Milljónastyrkur til Þjóðfundar HÖFUÐSTÖÐVAR HERSINS Í FORT HOOD Lögreglubifreið fyrir utan bygginguna þar sem Hasan hóf árásirnar. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.