Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 7. nóvember 2009 39 finnist ekki mikið til pólitíkurinnar koma. „Pólitíkin er mikilvæg en mér finnst betra að aðrir sinni henni heldur en ég. Mér finnst annað mikilvægara heldur en tos um orðalag í lögum, allt sjónarspilið í kringum stjórnmálin og að vera í klappliði með eða á móti ríkis- stjórn. Og svo ég segi það alveg eins og er þá fannst mér að feng- inni reynslu ég vera þarfari annars staðar.“ Að mati Hjálmars er stjórnmála- umræðan á villigötum og hann áttar sig ekki fyllilega á á hvaða forsendum sumt fólk er í pólit- ík. Skerpa þurfi á markmiðum og hugsjónum. Lagt var að honum á sínum tíma að fara í framboð en hann var lengi vel tvístígandi. Vissi sem var að margir höfðu efasemdir um ágæti þess að prestar stæðu í stjórn- málavafstri. Þær efasemdir voru ekki síst meðal fólksins í sókn- inni hans á Sauðárkróki og nær- sveitum. „Ég átti í mikilli baráttu og sumum fannst þetta afleitt. Það endaði samt með því að ég vildi vinna fyrir samfélagið, sama hvað tautaði, og leggja til hliðar það sem ég var að fást við.“ Þú segir frá því í bókinni að þegar þú komst úr þinginu yfir í Dómkirkjuna tók Jakob Ágúst Hjálmarsson á móti þér með þeim orðum að þú værir kominn yfir göt- una til að boða sannleikann – út úr því húsi þar sem menn freistuðust stundum til að skrökva. Hann sagði þetta reyndar í gamansömum tón en öllu gamni fylgir jú alvara. „Þetta er eiginlega það viðhorf sem fólk hefur til stjórnmála og því miður gefa stjórnmálamenn stund- um færi á því að þetta viðhorf verði útbreitt,“ segir Hjálmar. Um hvað erum við að biðja? Við víkjum að hruninu sem Hjálm- ar skrifar svolítið um í bókinni. Á honum má skilja að honum finnist það smátt og fábrotið fyrirbæri, svona í stóra samhenginu. Er samfélagið of upptekið af þeim málum? „Já, það er allt of upptekið af þeim. Við þurfum ekki að fara nema tæp tuttugu ár aftur í tímann til að sjá hvenær lífskjör hins venjulega Íslendings voru lakari en þau eru í dag. Við höfum verið of upptekin af tali um hrun og ég þori að fullyrða að ef fjölmiðlunin í móðuharðind- unum eða spönsku veikinni hefði verið með þeim hætti sem nú er þá hefði ekki nokkur maður lifað af. Umræðan hefði drepið alla lífs- baráttu. En fólk þraukaði og studdi hvað annað. Umfjöllunin er á nótum flokka- drátta og það er látið undir höfuð leggjast að kortleggja hverjum þarf að sinna og hvernig best er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar yfir hjallann. Það er mikill kraftur í þjóðinni en það er óþarfi að gera sér þetta svona erfitt.“ Hjálmar veit samt sem er að þrengst hefur um en velkist að sama skapi ekki í vafa um að ástandið lagist fyrr en síðar. Hann bendir á fiskimiðin, alla mennt- unina, allar undirstöðurnar sem enn séu í góðu lagi. „Svo tala fjöl- miðlar og ótal stéttir um þetta sem neyðarástand! Verst fannst mér þó þegar ég fékk bréf frá kunningja mínum, presti í Úganda í Afríku. Þar er bláfátækt fólk en hann spurði hvort hann gæti hjálpað okkur. Ég dauð- skammaðist mín. Um hvað erum við eiginlega að biðja, básúnandi um eymd okkar um allan heim?“ Aftur erum við orðnir alvarleg- ir. Það er leiftrandi húmor í bók- inni en við látum eins og Hjálmar sé bugaður af alvöru. Af hverju erum við alltaf að reyna að vera svona ofboðslega alvarleg? „Það er nú það,“ segir Hjálmar og hlær. „Það er partur af leiðind- unum að hafa ekki vit á að vera í góðu skapi. Hafa ekki vit á að sjá alla þessa dýrð og allt það sem lífið hefur gefið okkur.“ Hann segir húmor vera afstöðu, fólk geti jafn- vel ákveðið að hafa ekki húmor eða gefa honum ekki lausan taum- inn. Slíkt getur verið hættulegt að hans mati. „Sá sem hefur ekki húmor á erfitt með að sjá eitthvað jákvætt, í bölsýnismanninum býr áleitinn ótti um að einhvers stað- ar kunni einhverjum að líða vel.“ Í þessu sambandi þurfi menn að hafa í huga að léttleiki og húmor sé ekki það sama og ábyrgðarleysi. Hægt sé að takast á við lífið og viðfangs- efni þess af ábyrgð og festu en með bros á vör. Að endingu eru það vísurnar. Hjálmar er jú einn kunnasti hag- yrðingur þjóðarinnar. Hversu margar vísur hefurðu ort? „Ég veit það ekki, einhver þús- und. Ég kann ekki margar eftir sjálfan mig en ég kann mjög marg- ar eftir aðra.“ Hvað margar? „Sennilega tugi þúsunda.“ Kanntu tugi þúsunda vísna? „Já, tugir þúsunda geta komið upp í hugann, svona á einhverju tímabili. Ég skrifaði sumar, mjög fáar, í bókina af því að ég er hrædd- ur um að fara að gleyma.“ Vísur eru efni í annað samtal við Hjálmar. Hjálmar gekkst undir hjartaskurðaðgerð haustið 2004. Við grípum hér niður í frásögn hans í bókinni af skoðun hjá Þórarni Guðnasyni hjartalækni. Eftir ítarlegar rannsóknir og þolpróf sagðist Þórarinn vilja senda mig í bráðaaðgerð. „Ertu vitlaus, það eru fjórar jarðarfarir framundan,“ sagði ég. Hann horfði á mig en stillti sig um að segja það sem hann hugsaði á þeirri stundu: Þú gætir orðið sá fimmti. Hann fyrirskipaði handa mér blóðþynnandi lyf og pantaði hjartaþræðingu hálfum mánuði síðar. Í hjartaþræðingunni var ég með fullri meðvitund og horfði á aðgerðina af skjá. Allt í einu sagði Þórarinn: „Við skulum hætta þessu. Við komumst ekkert lengra svona.“ Hann leit síðan á mig og sagði: „Þú ert með ansi miklar stíflur eins og við höfum verið að sjá. Ekkert nema skurð- aðgerð dugir í þínu tilviki. Þú ferð upp á deild fjórtán og við leggjum til hjartaskurð við fyrsta tækifæri. Þangað til verður þú tengdur línuriti.“ Nú liðu nokkrir dagar. Ég var tengdur við sjónvarpsskjá. Það er ótrúlegt hvað hægt er að venjast nýjum aðstæðum og taka því sem er óumflýjanlegt. Ég gekk um á morgun- sloppnum með þræðina festa á bringunni og tækið í vakt- herberginu sýndi reglulegan hjartslátt. Svo kom að skurð- aðgerðinni, 20. september 2004. Fólkið mitt hafði komið í heimsókn um kvöldið. Það var yndislegt því að böndin eru sterk. Það fann ég best á stund eins og þessari. Eftir morgunverkin og hæfilega deyfingu með lyfjum opnuðust dyrnar á sjúkrastofunni. Hvítklæddur maður kom og sagði: Ég á að fara með þig framá skurðdeild.“ Hann ók sjúkrarúminu fram ganginn, höfuðið á undan. Líkkistur eru bornar þannig að fætur eru á undan, það er gert í virðingarskyni við hinn látna. Heldur þótti mér því óvirðulegt að ferðast svona, jafnvel óþægilegt að horfa ekki við fólki en sjá aðeins baksvipinn á þeim sem fjar- lægðust. Stundum er það samt svona í lífinu, maður sér ekki samferðamennina fyrr en þeir eru farnir hjá. Bjarni Torfason, skólabróðir minn frá Akureyri og yfir- læknir hjartadeildar Landspítalans, framkvæmdi aðgerð- ina. Ég var svæfður og man síðast eftir mér þegar verið var að renna mér inn á skurðstofuna. Þegar ég vaknaði sá ég konu mína standa hjá mér. „Þú bjóst við að sjá engla en sást bara mig,“ sagði Signý við mig seinna. Hún var einmitt engillinn sem ég vildi sjá. FJÓRAR JARÐARFARIR OG ENGILLINN SEM HJÁLMAR VILDI SJÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.