Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 16
16 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra verður aðal- samningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og fer fyrir íslensku samninga- nefndinni sem skipuð var í vikunni. Björn Þór Sig- björnsson settist niður með Stefáni Hauki og spurði hann um skrefin fram undan, stór og smá. Hann segist þegar hafa fengið góð viðbrögð við svörum Íslands við 2.500 spurninga lista Evrópusambandsins. „Nú bíðum við eftir að fram- kvæmdastjórnin ljúki yfirferð sinni yfir svör okkar og dragi upp álit sitt á þeim. Framkvæmda- stjórnin telur svör okkar efnis- lega góð og er ekkert að vanbún- aði að ljúka þeim störfum. Þegar álitið liggur fyrir taka aðildarríki sambandsins það til meðferðar á leiðtogafundi undir lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Sá fund- ur tekur svo endanlega ákvörðun og við eigum ekki von á öðru en að hún verði jákvæð og niðurstaðan sú að hefja formlegar viðræður. Þá tekur við vinna við að bera saman löggjöf Íslands og Evr- ópusambandsins og sjá hvað fer saman og hvað ekki. Þannig ein- angrum við þau mál og svið sem kalla á breytingar hjá okkur eða samninga um sérlausnir. Við eigum líka eftir að útfæra nánar samningsmarkmið Íslands sem byggja á áliti utanríkismála- nefndar Alþingis frá í sumar. Það er vegvísir okkar og leiðarljós. Evrópusambandið mun líka þurfa að búa til sinn samningsramma.“ Hefjast eiginlegar samninga- viðræður með samanburðinum á löggjöfinni? „Þessi rýnisvinna, sem svo er kölluð, er í raun undirbúningur að samningaviðræðunum. Samninga- hóparnir koma að henni en í samn- ingunum sjálfum kemur til minna kasta og samninganefndar innar að ræða við þá sem þessu sinna Evr- ópusambandsmegin. Það gerist bæði á formlegum og óformlegum fundum. Meginþungi vinnunnar af okkar hálfu fer þó fram í Reykjavík með nánu samstarfi við Alþingi, sér- staka ráðherranefnd, hagsmuna- aðila og aðra. Þá verður sérstakur samráðsvettvangur settur á lagg- irnar og við munum gæta þess að halda öllum vel upplýstum um öll skref sem stigin verða.“ Málið er gríðarlega viðkvæmt pólitískt. Munið þið geta skilið pólitíkina frá tæknilegum og fag- legum úrlausnarefnum? „Það tel ég já, enda leggjum við ríka áherslu á að vinna þetta af fagmennsku og vandvirkni. Með mér í samninganefndinni eru sautján mjög hæfir einstaklingar, sem búa að sérþekkingu og samn- ingareynslu. Það hefur sýnt sig að við Íslendingar getum staðið ágæt- lega að svona málum. EES-samn- ingarnir voru til dæmis viðkvæm- ir um leið og þeir voru viðamiklir og flóknir. Ég held að flestir geti verið sammála um að útkoman úr þeim hafi verið ágæt. Við búum að þeirri reynslu.“ Þú þekkir vel til Evrópusam- bandsins, býstu við að samninga- menn þess verði harðsnúnir? „Við munum vafalítið þurfa að takast mjög hart á um ákveðin mál en þetta á auðvitað eftir að koma í ljós. Viðræðurnar eru ekki hafnar og því vil ég fara varlega í að bollaleggja um það. Verkefni okkar verður að tryggja hagsmuni Íslands, finna lausnir á okkar málum og ná sem hagstæðustum samningi. Það mun svo sýna sig hve sveigjanlegt Evrópusambandið verður.“ Hefurðu til dæmis trú á að hægt sé að ná samningi um sjávar- útvegsmál sem þjóðin og útgerðar- mennirnir fella sig við? „Það verður bara að koma í ljós. Við vitum að sjávarútvegsmálin verða meðal erfiðustu mála og við útfærslu samningsmarkmiðanna verður haft náið samráð við hags- munaaðila. Það hefur hins vegar sýnt sig að Evrópusambandið hefur viljað finna sérlausnir sem ný aðildarríki geta unað við. Reyndin sýnir að sambandið er opið og menn þar á bæ hafa gefið til kynna að þeir vilji reyna að finna lausn á málum sem kemur til móts við kröfur Íslendinga. En allt mun þetta skýrast við samn- ingaborðið.“ Hefur Evrópusambandið ein- hvern áhuga á aðild Íslands? „Já, ég held að það hafi sýnt sig á þeim viðbrögðum sem við höfum fengið við umsókninni sem eru almennt mjög jákvæð. Ég heyri það líka í samtölum mínum við starfsbræður og -systur innan Evrópusambandsins, hvort sem það eru starfsmenn framkvæmda- stjórnarinnar, fulltrúar aðildar- ríkjanna eða fólk á Evrópuþing- inu. Allar vísbendingar eru í þá átt að innan Evrópusambandsins sé mikill stuðningur við mögulega aðild okkar.“ Hefur Evrópusambandið ein- hverja hagsmuni af aðild okkar? „Við höfum margt fram að færa og ég held að menn þurfi að gæta þess að einblína ekki bara á stóru málin sem eru mikilvæg yfir okkur, það er að segja sjávar- útvegsmálin, landbúnaðarmálin og byggðamálin. Það þarf líka að horfa til þeirrar þekkingar sem við getum miðlað, til dæmis varð- andi sjálfbæra nýtingu náttúru- auðlinda, ekki síst nýtingu ork- unnar. Við höfum margt að leggja til umhverfismála, loftlagsmála, norðurslóðamála og auðvitað sjávarútvegsmála. Raunar horfir Evrópusambandið til þess hvernig við sinnum okkar sjávarútvegs- málum nú þegar.“ Hvaða áhrif hefur það ytra að bara hálf íslenska ríkisstjórnin vill í Evrópusambandið? „Samstarfsaðilar okkar þar eru meðvitaðir um það og gera í sjálfu sér engar athugasemdir við það. Þetta er lýðræðislegt ferli sem skil- aði því að ríkisstjórnin fékk umboð til að sækja um aðild. Öllu máli skiptir að ríkisstjórnarflokkarnir voru sammála um að þjóðin ákvæði hvort skrefið verður stigið til fulls í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er lif- andi lýðræði sem birtist meðal ann- ars í því að þingheimur er ekki ein- huga og ríkisstjórnin hefur þá línu sem hún hefur. Menn spyrja um þetta og ég útskýri málið. Það er svo raunar þannig að ríkisstjórnir hafa ekki alltaf verið einhuga um stór mál er varða Evrópusambandið.“ En skoðanakannanir, sú nýjasta sýnir þriðjungs stuðning við aðild? „Aðalatriðið sem varðar okkur er að umboðið liggur fyrir og það er búið að sækja um. Okkar hlutverk er einfaldlega að stíga næstu skref sem felast í að ná sem hagstæðustu samningum. Þjóðin verður upplýst um hvað þetta snýst og við munum stuðla að því að umræðan verði sem upplýstust. Evrópusambandið er alvant því að afstaða almennings sveiflist til og frá.“ Kunna bankahrunið og efna- hagskrísan og ég tala nú ekki um Icesave-málið að hafa áhrif á afstöðuna gagnvart okkur og gang viðræðnanna? „Innan Evrópusambandsins hefur verið mikill velvilji í okkar garð og það hefur ekki breyst. Það sést til dæmis á að aðeins liðu ellefu dagar frá því að við lögðum fram aðildar- umsókn og þar til henni var vísað til framkvæmdastjórnarinnar. Það er vísbending um að menn ætla ekki að halda þessum málum gegn okkur í þessu ferli. Menn vita að þetta hefur verið erfitt mál fyrir okkur Íslend- inga en ekkert bendir til annars en að Evrópusambandið komi að samn- ingsborðinu með einbeittan vilja til að leiða viðræðurnar til lykta. Þú hefur tekið þátt í fjölmörg- um samningaviðræðum, bæði fyrir Íslands hönd og eins alþjóðastofn- anir. Finnst þér þetta verkefni ögr- andi og spennandi? „Já það er óhætt að segja það og ég hlakka til þess. Verkefnið er stórt en ég hef svo sem ekki kin- okað mér við að taka að mér stór mál. Ég mun gera mitt besta til að takast á við þetta og kosta öllu til svo að við náum sem bestum samn- ingum. Fólkið sem kallað hefur verið til verka með mér er og gott og með víðtæka reynslu og ég held að við getum gert mjög góða hluti saman.“ Hver er þín prívatskoðun á ESB? „Hún er ekki aðalatriði enda er ég ekki kallaður til vegna minna skoð- ana. Ég er embættismaður og mun ganga til þessa verks af bestu sam- visku og gera mitt allra besta í sam- ræmi við umboð mitt.“ FRÉTTAVIÐTAL: Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið Búum að góðri reynslu Stefán Haukur vill ekki geta sér til um hve langan tíma samningaviðræðurnar við Evrópusambandið geta tekið. Það hafi vitanlega sitt að segja að Ísland hefur tekið upp stærstan hluta lagabálks ESB með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu auk þess sem Kaupmannahafnarskilyrðin svonefndu sem varða lýðræði, réttarríkið og fleira hafi verið innleidd hér að mestu. Talsverður tími hefur farið í umfjöllun um þau í viðræðum Balkanríkjanna. „Það má horfa til þess að viðræður Finnlands og Svíþjóðar á sínum tíma tóku um eitt og hálft ár og til þess hefur Olli Rehn, stækkunarstjóri sambandsins, vísað. Hagsmunirnir munu ráða hraðanum en ekki einhver tímafrestur.“ HAGSMUNIR RÁÐA FÖR EN EKKI TÍMINN Stefán Haukur býr að mikilli reynslu af samningaviðræðum og erfiðum deilum á alþjóðavettvangi. Hann var fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóða- viðskiptastofnuninni, WTO, í Genf og leiðir samningaviðræður um aðild Rússa að stofnuninni. „Þessar viðræður hafa verið allt annað en auðvelda og ég oft þurft að standa í víglínunni,“ segir hann. Hann var líka formaður í einni af burðarnefndum Doha viðræðn- anna innan WTO, þeirri sem fjallar um markaðsaðgang fyrir iðnaðar- vörur. „Þar eru gífurlegir hagsmunir í húfi og sem formaður stóð ég oft í eldlínunni. Í báðum þessum samningaviðræðum voru saman komnir mjög öflugir samninga- menn alls staðar að úr heiminum og þetta er reynsla sem ég bý að og tek með mér í viðræðurnar við Evrópusambandið.“ Þá var Stefáni Hauki falið að miðla málum í einni stærstu viðskipta- deilu sem rekur hefur á fjörur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Hún stóð á milli Bandaríkjanna annars vegar og Evrópusambands- ins auk sjö annarra ríkja hins vegar og snérist um viðskipti með stál. „Þetta voru mjög pólitískar deilur enda miklir hagsmunir í húfi. Öflugir lögmenn fluttu mál sinna umbjóð- enda, Bandaríkjamenn þurftu að verja aðgerðir sínar og hinir að sækja á. Í öllum þessum verkefnum þurfti ég að gæta mín á að blandast ekki inn í pólitíkina sem óneitanlega smitast inn í svona viðræður.“ REYNDUR Í ALÞJÓÐASAMNINGUM AÐALSAMNINGAMAÐURINN Stefán Haukur er löglærður og hefur starfað í utanríkis- þjónustunni í 23 ár. Hann varð sendiherra í Brussel árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐSTEFÁN Þjónustuverkstæði fyrir Range Rover / Land Rover Renault Hyundai BMW En annast einnig allar almennar viðgerðir á öðrum tegundum bifreiða • Starfsmenn sækja reglulega námskeið erlendis og innanlands. • Verkstæðið er búið öllum nýjustu tækjum sem völ er á hverju sinni. Verkstæðið hefur verið starfandi frá árinu 1985 stofnað 1985 Akralind 9, 201 Kópavogi. Sími: 564 1095 www.stimpill.com stimpill@vortex.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.