Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 07.11.2009, Qupperneq 26
26 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR F á lögregluembætti hafa verið meira í sviðsljósinu en það á Suðurnesjum. Veldur þar bæði þau verkefni sem því tilheyra, en einnig persónulegar deilur sem einkenndu starfið fyrir nokkru. Þær eru nú fyrir bí, en starfsemi embættisins er enn slík að kastljós fjöl- miðlanna beinist reglulega að því. Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir tók við starfi sínu 1. janúar síðastliðinn. Hún segir embættið skera sig nokkuð frá öðrum hér á landi. „Embættið hefur dálitla sérstöðu, því það fer töluvert mikil orka í starfsemina á flugvellinum. Á þessu ári er áætlað að í gegnum hann fari 1,6 milljónir farþega, þar af eru 750 þúsund sem fara inn og út af Schengen-svæðinu og 250 þúsund til og frá Bretlandi og þarfnast sérstakrar vega- bréfaskoðunar við. Allt þetta eftirlit hvílir á 21 lögreglumanni í flugstöðinni og aðrir starfsmenn embættisins koma meira og minna að ýmsum þáttum er tengjast þeim málum er koma upp á flugvellinum.“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum er í samstarfi við Landamærastofnun Evrópu, Frontex, fyrir Íslands hönd. Tveir landa- mæravarðanna eru sérhæfðir í að finna fölsuð vegabréf, eða koma auga á þegar fólk ferðast á röngu vegabréfi. Slíkum málum hefur fjölgað jafnt og þétt og á þessu ári hafa 35 slík mál komið upp. „Starfsemin hjá okkur er ekki hafin yfir gagnrýni frek- ar en nokkur önnur störf, en okkar menn hafa náð mikl- um árangri og hafa fundið fólk sem hefur ferðast óáreitt víða um heim. Þeir fundu til að mynda eftir lýstan Brasilíu- mann á dögunum en hann hafði ferðast á milli annarra landa óáreittur.“ Sigríður segir fíkniefnamálin einn- ig einkennandi fyrir hennar embætti. Þeir sem smygla efnum til landsins fara fyrst í gegnum embættið. „Hér er heilmikið af fíkniefnamálum, þessi svokölluðu inn- vortis mál. Þá er mjög mikilvægt að ná ekki bara burðardýrinu. Það er oftar en ekki fólk sem orðið hefur undir í lífinu og er ekki viðtakandi hagnaðarins. Burðar dýrin eru bara peð og aðrir hagnast á innflutn- ingnum. Þess vegna skiptir svo miklu máli að rekja þetta.“ Mansalsmálið Gríðarlega mikla athygli vakti á dögun- um mál ungrar litháískrar stúlku. Hún var mjög óróleg í flugvél á leið til landsins og við komuna vaknaði grunur um að hún ferðaðist nauðug. Málið var því meðhöndlað sem um mansal væri að ræða. „Þetta hefði getað verið venjulegt skil- ríkjamál, en stúlkan sýnir af sér ákveðna hegðun og síðan renna mörg atriði stoðum undir grun um að eitthvað mjög óeðlilegt sé þarna á ferð. Við rannsökum það eins og grun um mansal. Þetta vakti alla þessa athygli af því að stúlkan hvarf og við lýst- um eftir henni. Við höfum fengið nokkra gagnrýni á okkur, meðal annars fyrir að birta mynd af stúlkunni í fjölmiðlum. Ég er í rauninni sammála því að ekki er heppilegt að birta myndir af fólki, en við hefðum ekki gert það nema af því að við óttuðumst um öryggi hennar. Þetta er í rauninni svipað og það unga fólk sem reglulega er lýst eftir í fjölmiðlum. Það er hvorki heppilegt fyrir það né fjöl- skyldu þess að auglýsa eftir þeim, en það er gert vegna þess að óttast er um það.“ Grunur um mansal hefur ekki komið upp áður hjá fólki sem er á leið inn í landið, aðeins hjá þeim sem hér hafa millilent. Ekki hefur þó verið hægt að henda reiður á slíkum tilfellum. Skipulögð glæpastarfsemi Mansal er oftar en ekki angi af skipulagðri glæpastarfsemi og undanfarið hefur það æ oftar heyrst að slík starfsemi sé að skjóta rótum hér á landi. Sigríður Björk segir svo vera, hins vegar megi ekki ýta undir óttann hjá fólki hvað það varðar. „Skýrslur greiningardeildarinnar nokkur undanfarin ár hafa sýnt að nokkrir hópar hér á Íslandi uppfylla skilgreiningu Europol á skipulagðri glæpastarfsemi. Sú starfsemi er í raun einfaldlega skipulögð starfsemi sem gengur út á að hagnast eða auka völd. Það er alveg ljóst að hér eru glæpaklík- ur, en ástandið hér er annað en hjá mörg- um Norðurlandaþjóðanna. Hér hafa ekki viðgengist skotárásir, eins og við heyrum fréttir af frá Danmörku, í átökum á milli glæpagengja. Við megum heldur ekki ýta undir ótta hjá fólki. Margt af þessu er óþægilegt, til dæmis þjófaklíkur eins og margar þjóðir hafa verið að fást við. Við höfum kynnst því hér, til dæmis í glæpahring sem nýverið var upprættur á höfuðborgarsvæðinu og hvað varðar fíkniefnainnflutning. Innbrot- in koma mikið við fólk, því þau grafa undan öryggistilfinningu þess.“ Bifhjólasamtökin Hells Angels hafa mikið verið í umræðunni og nýverið fréttist að bifhjólaklúbburinn Fáfnir væri nú með stöðu líklegs aðildarfélags. Sigríður Björk segir lengi hafa verið reynt að sporna við komu Hells Angels hingað. „Við höfum reynt í mörg ár og höfum hugsanlega hægt eitthvað á inngönguferl- inu, en mér sýnist ekki takast að stöðva það. Það er að minnsta kosti mjög erfitt að koma í veg fyrir það. Lögreglan hefur líka miklar áhyggjur af áhangendaklíkum sem fylgja Hells Angels. Markhópurinn þar getur verið ungt fólk sem leiðist þar með út á vafasamar brautir. Yfir samtökunum hvílir rómantísk ímynd um frelsi á mótorfákum. Staðreyndin er hins vegar sú að Hells Angels uppfylla fullkomlega skilyrði Europol sem skipu- lögð glæpastarfsemi, það er ekkert flókn- ara en það. Í flestum löndum er mjög hátt hlutfall meðlima á sakaskrá. Þetta er ekk- ert öðruvísi hér, enda er samtökunum hér stýrt að utan.“ Schengen Lögreglufélag Vestfjarða ályktaði á dög- unum að rétt væri að Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu. Sigríður segir ákveðins misskilnings gæta varðandi sam- starfið. „Það eru kostir og gallar við Schengen- samninginn eins og allt annað. En það er ekki hann sem veitir frjálsa för fólks milli landa, það er EES-samningurinn. Það eru íslenskar réttarreglur sem segja til um hverjir mega vera hér á landi. Schengen- samningurinn er í raun bara utanumhald um hvernig landamæraeftirliti skuli vera háttað. Hugmyndafræðin á bak við samninginn er að kröftunum sé ekki beint að massan- um, heldur þeim sem þurfa sérstakrar skoð- unar við. Þess vegna erum við með upplýs- ingakerfi og mikið samstarf á milli landa sem hjálpar okkur við að finna út hverja við eigum að stöðva. Annað mál er hvort við nýtum öll tæki og tól sem bæði Schengen-samningurinn og okkar réttarreglur gefa okkur. Það er vinna í gangi við að meta það. Það er bara ákvörðunaratriði hversu hart eigi að ganga fram. Hægt er að herða löggjöfina og ganga ákveðnar fram, en um það þarf þá að taka ákvörðun.“ Að bera umhyggju Málefni lögreglunnar hafa verið ofar- lega á baugi og ýmsir lýst óánægju sinni. Reynsla Sigríðar af samstarfi embætta er hins vegar góð. Vissulega hafi tíðar breyt- ingar verið erfiðar, en það hafi jafnast út. Hún segir langmikilvægast að gleyma ekki hlutverki sínu. „Ég er fyrrverandi skattstjóri og þá sá ég svart á hvítu hve stór hluti af launum fólks fer í að fjármagna stoðir samfélags- ins, þessar stoðir sem við erum sammála um að halda uppi. Mér finnst það skipta svo gríðarlega miklu máli að við gleymum því aldrei hvaðan við komum og hvað við eigum að gera. Við erum ekki hér fyrir okkur, við erum hér vegna þess að fólkið í landinu hefur falið okkur ákveðið hlutverk og það fjármagnar það hlutverk með sínu skattfé. Ef þú gleymir þessu aldrei snýst þetta ekki lengur um einstaka hausa. Við erum í raun þjónar fólksins og það skiptir rosalega miklu máli. Þú þarft að bera umhyggju bæði fyrir þínum umbjóð- endum og þínu starfsfólki ef þú ætlar þér að eiga erindi í svona starf. Þannig verður það að vera. Þegar upp er staðið snýst þetta um fólk og samstarf. Samstarfið hefur gengið vel. Einstaka sinnum hafa komið upp agnúar út af einhverjum málefnum. Þá er bara leyst úr þeim og haldið áfram.“ Vel tekið Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Jóhann R. Benediktsson, hætti með látum eftir deilur við dómsmálaráðherra. Hann var vinsæll hjá undirmönnum en Sigríður segir að sér hafi verið vel tekið. Hún hafi búið með fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ síðan 2006 og því kynnst mörgum, en eigin- maður hennar er sóknarprestur í Keflavík. Vel hafi tekist með breytingar og viðvar- andi hallarekstri hafi verið snúið við. „Svo finnur fólkið að mér er ekki sama. Ég vil að fólkinu mínu líði vel og ég vil að það komi eitthvað úr starfseminni fyrir borgarana. Starfsemin snýst ekki um mig, ekki frekar en hún snerist um fyrrverandi lögreglustjóra. Í lögreglunni eru þúsund manns og ég er sannfærð um að fólk er ekki í þessu starfi launanna vegna. Það er þarna vegna þess að fólkið vill skipta máli fyrir samfélagið. Það er þar sem hjartað slær í lögreglunni.“ Ég vil að fólkinu mínu líði vel og ég vil að það komi eitthvað úr starfseminni fyrir borgar- ana. Við erum öll þjónar fólksins Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum og mikið hefur mætt á embættinu. Hún settist niður með Kolbeini Óttarssyni Proppé og fór yfir starfið, gagnrýnina og stöðuna í málefnum lögreglunnar. LÖGREGLUSTJÓRINN Sigríður segir starfsfólk lögreglu aldrei mega gleyma því að það sé í stöðum sem fólkið í landinu hafi treyst því fyrir og greiði fyrir með skattfé sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigríður er menntaður lögfræðingur og tók masterspróf í Evrópurétti árið 2002. Þá lauk hún stjórnunarnámi frá Lögregluskólanum árið 2004 og ársnámi hjá CEPOL, evrópsku lögregluskólunum, ári síðar. Hún varð skattstjóri Vestfjarðaumdæmis árið 1996 og árið 2002 tók hún við sem sýslu- maður. Hún var flutt í tímabundið verkefni til Ríkislögreglustjóra sumarið 2006 við að koma greiningardeild á fót og skipaður aðstoðar- ríkislögreglustjóri 1. janúar 2007. Hinn 1. janúar 2009 tók hún við sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. FERILLINN ➜ SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI Europol hefur sett fram leiðarvísi varðandi skipulagða glæpastarfsemi í ellefu liðum. Upp- fylli starfsemi 6 þeirra, þar af alltaf liði 1, 3, 5 og 11, telst hún skipulögð glæpastarfsemi. 1. Til þarf að koma samvinna fleiri en tveggja einstaklinga. 2. Hver þeirra þarf að hafa fyrirfram ákveðið verkefni. 3. Starfsemin þarf að standa yfir í langan eða óskilgreindan tíma. 4. Starfsemin lúti einhvers konar skipulagi og stjórnun. 5. Grunur þarf að liggja fyrir um alvarlegt afbrot. 6. Starfsemin þarf að vera alþjóðleg. 7. Þátttakendur þurfa að beita ofbeldi eða öðrum aðferðum sem henta þykja til ógnunar. 8. Skipulag starfseminnar þarf að vera svipað því og þekkist í viðskiptum og rekstri. 9. Viðkomandi þurfa að stunda peningaþvætti. 10. Viðkomandi leitist við að hafa áhrif á stjórnmál, fjölmiðla, opinbera stjórnsýslu, réttarkerfið eða hagkerfið. 11. Markmið viðkomandi eru auðgun og/eða völd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.