Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 32
32 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR magnaði það allt. Hann og Pétur rakari voru aðalgæjarnir í bransanum á þessum tíma. Við spiluðum á fimm stöðum þetta nýárskvöld og eftir það fór boltinn held- ur betur að rúlla. Það var ekki upp úr því litið enda Pétur duglegur að bóka.“ Var það ekki dálítið frumlegt hjá ykkur að taka þessi gömlu íslensku lög og setja þau í þjóðlagagírinn? „Ég myndi segja það, já. Í sjálfu sér leituðum við bara í það sem var til. Safn Bjarna Þorsteinssonar var fjarsjóður. Við vorum bara að leita að einhverju sem við gætum notað sem skemmtiefni því það var aðal bisnessinn. Við vorum ekki að verða ríkir á plötusölu. Uppá komur á þorrablótum og mannfögnuðum hing- að og þangað gáfu aur. Það voru okkar ær og kýr.“ Fararstjóri á Gullfossi Á næstu 3-4 árum varð Savanna tríó- ið landsþekkt, fór um allt land og gaf út fjórar LP hljómplötur hjá SG. Þá fór að flosna upp úr. „Ég var kominn aftur á hljómborðið og farinn að spila dans- músík í Þjóðleikhúskjallaranum með Heiðursmönnum, með Maríu systur [María Baldurs] og fleirum. Svo end- uðum við í Klúbbnum 1969 og um ára- mótin 69/70 fór ég út. Hótel Loftleiðir hafði gert einskonar skiptidíl við hótel í Helsinki. Hljómsveit héðan spilaði þar í mánuð og finnsk sveit kom hingað. Hljómsveit Karls Lilliendahls fór héðan og ég og María systir með sem aukanúm- er. Ég fór út með stóra Hammond-orgel- ið mitt, alveg hrikalega stórt og þungt flikki. Til að komast út með það þurfti ég að gera eitthvað því það vildi enginn kosta flutninginn. Ég réði mig því sem fararstjóra á gamla Gullfossi. Það voru alltaf jólaferðir, farið til Rotterdam, Hamborgar og Kaupmannahafnar og veisla allan tímann. Orgelið var híft um borð og skrúfað í gólfið í veislusaln- um. Þar spilaði ég fyrir fólkið og sá um fréttablað sem ég fjölprentaði fyrir far- þegana. Frá Kaupmannahöfn fór ég svo með ferjunni til Helsinki og þar leið mánuðurinn og við skemmtum okkur vel. Þegar hinir fóru heim varð ég eftir að spila og syngja. Þannig atvikaðist það að ég var kominn í útrásina.“ München-sándið verður til Þórir endaði í Stokkhólmi þar sem hann giftist sænsku söngkonunni Ninu Lizell og eignaðist með henni tvö börn. Nina er þekkt söngkona í Þýskalandi og Sví- þjóð, en hér ættu margir að kannast við hana fyrir plötuna Cowboy in Sweden sem hún gerði með költstjörnunni Lee Hazlewood árið 1970. Útrásin var þó bara rétt að byrja hjá Þóri. „Ég gerðist orgelleikari með þýsku bandi sem spilaði meðal annars á fallegum skíðastöðum í Sviss. Meðan ég var þarna kom þýski söngvarinn Edo Zanki og hreifst af orgelleiknum. Hann var að fara að gera plötu í München og spurði mig hvort ég væri tilkippilegur að vera með á plötunni. Ég sló til og fór að spila með honum. Við áttum seinna eftir að fara á túr um alla Evrópu með Leo Sayer. Ég settist bara að í München og byrjaði að láta vita af mér. Svo var byrjað að hringja og þannig koll af kolli. Fyrr en varði var ég bara farinn að útsetja og pródúsera.“ Teningunum var kastað. Diskó- kóngurinn Giorgio Moroder var á svæð- inu og leiðir hans og Þóris lágu saman. „Hann var fyrst og fremst lagahöfundur og pródúser. Söng reyndar sjálfur fyrsta hittarann sinn sem hann tók upp á tvö Revox-tæki í eldhúsinu hjá sér. Eftir það fékk hann fjármagn til að setja stúdíó- ið sitt, Musicland, á fót í kjallaranum á Arabella-hótelinu í München. Ég vann mjög mikið fyrir Giorgio. Á tímabili var það bara ég. Hann lét mig fá öll demó- in, spólur þar sem hann gaulaði laglín- una. Hann spilar voða lítið sjálfur. Ég þurfti svo að gera demó af demóunum og bera undir Donnu Summer og fleiri listamenn. München-sándið og stíllinn er alveg einstakur. Þessi stíll varð eftir- sóknarverður á diskótímabilinu. Ég átti drjúgan þátt í að búa hann til.“ Bruðl og stuð Donna Summer var á samningi við Casablanca Records í Ameríku, fyrir- tæki sem er þekkt í poppsögunni fyrir geigvænlegt bruðl. Þórir var á sífelldu flandri á milli München og Los Ang- eles að smíða diskósmellina. Hann segir þetta hafa verið æðislegan tíma. „Íslenska 2007 kemst í ekki hálfkvisti við þetta. Það var hvílíkt bruðl í gangi og dekrað við okkur. Maður var fluttur á milli landi á fyrsta klassa og svo var maður á íbúðarhóteli með bíl í kjallaran- um fyrir sig. Maður tók aldrei upp vesk- ið. Þetta var bara lenskan, það var ekki það að við værum svona kröfuharðir.“ Og mikið sukk í kringum þetta? „Já, já.“ Stúdío 54 – varstu þar? „Maður kom nokkrum sinnum þangað, já. Ég var ungur maður og hafði gaman af að lyfta mér upp. Það er bara svoleið- is.“ Þetta fólk er orðið goðsagnakennt. Ertu ennþá í sambandi við Donnu og Giorgio? „Nei. Og það er helst að einhverjir grúsk- arar úti í heimi viti hver maður er. Ég er að fá bréf í gegnum Facebook: Ert þú þessi sem gerðir þetta og hitt. Þeir eru helst að moka ofan af manni moldinni.“ En hvernig var Donna? „Donna var fín stelpa. Mjög prófessional og vissi hvað hún vildi. Hún var aldrei neitt ofboðslega hrifin af þessum lögum sem Giorgio var að láta hana fá. Hún vildi eitthvað meira amerískt. En þetta voru hittin og hún lifir með því í dag.“ Bólan springur Þórir segir að Casablanca-útgáfan hafi verið eitt stórt kúlulán sem fór á haus- inn. Og Þórir fór niður með diskóinu. „Ég var á fullu í þessu. Á endanum varð úr að ég flutti frá München til New York af því ég var alltaf meira og minna að vinna í Ameríku hvort sem var. Akkúr- at þá, árið 1980, sprakk diskóbólan. Ég var með lænaðar upp tíu plötur sem ég var að fara að gera en það var allt sett út af borðinu. Ég var nýbúinn að kaupa æðislegt hús á Atlantic Beach. Þetta var í hverfi þar sem þurfti að fara í gegnum hlið með vörðum til að komast inn í.“ Diskódraumur Þóris var þó ekki alveg búinn. Hann fór að vinna að tónlist fyrir söngkonuna Grace Jones. „Það er nú önnur þrælskemmtileg stelpa. Hún var bæði diskóstjarna og tísku-íkon á Man- hattan. Donna var aldrei svona tísku- íkon. Ég er mjög stoltur af því að geta sagt frá því í minni ferilsskrá að hafa unnið með Donnu og Grace og svo náttúr- lega Elton John [platan Victim of Love frá 1979].“ Þórir kom alkominn heim árið 1990. „Ég fór illa út úr þessum húsakaupum. Ég stóð ekki undir því. Þetta var mín prívat kreppa. Svona fjárhagsvand- ræði reyna á hjónabandið svo það slitn- aði upp úr hjá okkur Nínu. Ég ætla þó ekki að segja að ég hafi flúið heim því mig langaði alltaf heim. Í gegnum allan ferilinn kom ég eins oft og ég gat. Eftir allan rússíbanaferðina í útlöndum var mjög gott að koma heim. Hér líður mér best. Ég vil hvergi annars staðar vera. Mér er alveg sama um kreppuna. Það er kannski hallærislegt að segja það en það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir að eiga góða fjölskyldu, vini og heilsu.“ É g er eins og Raggi Bjarna, ég man ekki neitt,“ segir Þórir Baldursson – hljóm- borðsleikari, útsetjari, lagahöfundur og pró- dúser – afsakandi. Hann hefur lifað af tónlist alla sína tíð, er þessa dagana innsti koppur í búri við undirbúning á jólasýningu Björgvins Halldórssonar. Út var að koma glæsi- legur þriggja diska heildarpakki með Savanna tríóinu, sem var fyrsta band- ið sem hann sló í gegn með. Þórir man sem betur fer mun meira en hann hót- aði. „Ég tróð fyrst upp með harmóníku þegar ég var átta ára í Barnaskólanum í Keflavík,“ segir Þórir. Hann kemur úr músíkætt. „Pabbi, Baldur Júlíusson, spilaði á böllum í Keflavík með körlum sem komu úr Reykjavík, Karli Jónat- anssyni og fleirum. Pabbi sótti þá til Reykjavíkur og keyrði þá til baka eftir ball. Ég var farinn að spila með þeim á píanó þegar ég var tíu ára. Pabbi tók mig oft með í þessar ferðir því hann átti það til að sofna á leiðinni til baka. Þá var gott að hafa mig með til að keyra restina.“ Þjóðlagabylgjan skellur á Þórir, sem er fæddur 1944, var því kominn í band 1954. „En í fyrsta „próf- essional“ bandið 1958. Það var Hljóm- sveit Guðmundar Ingólfssonar, sem spilaði um hverja helgi í Krossinum í Keflavík og mikið uppi á velli í miðri viku. Í þessu bandi sjóuðust menn eins og Einar Júlíusson, Engilbert Jensen og Gunni Þórðar.“ Þórir var hættur og fluttur til Reykjavíkur um svipað leyti og æsku- félagi hans Gunni Þórðar stofnaði Skugga og síðar Hljóma. Þar gekk hann í MR og settist fyrir algjöra tilviljun á borði hjá Birni Björnssyni. „Troels Bendtsen, sem var í Versló á þessum tíma, var mjög hrifinn af amerískri þjóðlagatónlist. Það var þjóðlagabylgja í gangi með Kingston tríóinu, Clancy Brothers og fleiri sveitum. Þetta var 1962. Troels og Bjössi höfðu spilað saman með fleirum á balli í Versló og það varð úr að ég fór að æfa með þeim tveimur. Á þessum tíma var ég kom- inn á gítar, enda lítið um hljómborð í þjóðlagabylgjunni. Til að fara nú alla leið í hermileiknum spilaði ég á tenór- gítar, venjulegan gítar sem hafði verið breytt.“ Uppgangur Savanna tríósins var mik- ill eftir að Pétur Pétursson þulur tók við umboðsmennsku fyrir bandið. „Við komum fram fyrst sem alvöruband á nýárskvöld 1963. Þá vorum við búnir að láta sauma á okkur búninga. Pétur fjár- Fór niður með diskóinu Tónlistarferill Þóris Baldurssonar er stórmerkilegur. Þessi saga hefur þó aldrei verið almennilega sögð því Þórir er óframfær- inn, segist vera lélegur sögumaður og hefur engan áhuga á að ota sínum tota. Hann vill bara vinna við tónlist, ekki tala um það. EFTIR RÚSSÍBANAFERÐINA Í ÚTLÖNDUM VAR GOTT AÐ KOMA HEIM Þórir Baldursson á gamalkunnugum slóðum við nótnaborðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TÖFF Í TÁMJÓUM SKÓ Savanna tríóið – Björn, Troels og Þórir – á góðri stund. Á UPPLEIÐ Í DISKÓINU Þórir í Musicland í München sirka 1977. Hann settist þó niður með Dr. Gunna og sagði honum söguna: allt frá Savanna tríóinu þar til hann var í miðdepli diskósins með Donnu Summer og Grace Jones. Íslenska 2007 kemst ekki í hálf- kvisti við þetta. Það var hvílíkt bruðl í gangi og dekrað við okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.