Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 68
40 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Þ eir sem höfðu kveikt á sjónvarpinu þegar kvöldfréttir vestur- þýska ríkissjónvarps- ins hófust klukkan rúmlega hálfellefu sáu ábúðarfulla fréttamenn skýra frá því, nánast með öndina í háls- inum, að austurþýskir ráðamenn hefðu opnað landamærahlið- in í Berlín og fólk væri byrjað að streyma yfir. Vikum og jafnvel mánuðum saman höfðu stjórnvöld í Austur- Þýskalandi verið undir miklum þrýstingi frá almenningi um að opna samfélagið, leyfa bæði frjáls- ari stjórnmálaumræðu og ferðalög yfir til Vestur-Evrópu. Umrótið í Sovétríkjunum hafði þar sitt að segja. Öllum var ljóst að Mikhaíl Gorbatsjov var full alvara með umbótatilraunum sínum og aðeins var tímaspursmál hvenær ráðamenn í öðrum Austur-Evrópu- ríkjum yrðu að fara að fordæmi hans. Þröng á þingi Tugir Íslendinga bjuggu í Vestur- Berlín þegar múrinn opnaðist, flestir í námi af ýmsu tagi, þar á meðal sá blaðamaður Fréttablaðs- ins sem hér skrifar. Við Ágúst Þór Árnason, sem nú er kennari við Háskólann á Akureyri, leigð- um saman íbúð ekki ýkja langt frá múrnum og fylgdumst spenntir með fréttunum. Seint á tólfta tímanum stóðumst við ekki mátið og ákváðum að fara sjálfir á vettvang. Við hjóluðum út að landamærahliðinu á Invaliden- strasse, sem var næst okkur. Þar var þröng á þingi, stöðugur straumur fólks yfir landamærin og austur-þýsku landamæraverðirnir stóðu hjá aðgerðarlausir, nokkuð brosmildir aldrei þessu vant. Fólkið virtist hálfhikandi þegar það kom yfir og trúði varla því sem var að gerast, flestir með breitt bros á vör og undrunarsvip í augum. Það var talað hátt og sumir voru búnir að fá sér neðan í því. Við prófuðum að fara austur yfir landamærahliðið og rákumst ekki á aðrar hindranir en fólkið sem var að troðast á móti okkur í hina átt- ina. Fjöldi Vestur-Þjóðverja var einnig mættur á svæðið og fagn- aði mannfjöldanum sem streymdi vestur yfir. Fyrst að Brandenborgarhliðinu María Sólrún Sigurðardóttir kvik- myndagerðarkona, sem einnig var í námi í Berlín á þessum tíma, gat heldur ekki setið á sér og fór ásamt tveimur vinum sínum, þeim Kristj- áni Guðmundssyni og Illka Matila, rakleiðis að Brandenborgarhliðinu, einu helsta tákni bæði Berlínar- borgar, Berlínarmúrsins og Járn- tjaldsins sem skildi að Vestur- og Austur-Evrópu. „Við Stjáni klifruðum yfir múr- inn þarna við Brandenborgarhliðið og Illka hjálpaði okkur. Þetta var áður en byrjað var að hleypa nokkrum í gegn þarna. Það var mikil ólga í fólki og einhverjir Austur-Þjóðverjar voru byrjaðir að klifra austanmegin og einhver Vestur-Þjóðverji líka byrjaður að klifra vestanmegin, en ekki alveg komnir í gegn. Svo gengum við að Brandenborgarhliðinu á undan öllum öðrum.“ Eftir á segir María að sér verði stundum ekki um sel þegar hún hugsi út í hvað þau voru að gera. „Þetta var austurþýskt svæði og fólk hefði hreinlega verið skotið fyrir að gera þetta bara stuttu áður. Fólk horfði bara á okkur en þorði eiginlega ekki að segja neitt. En við urðum hreinlega að gera þetta.“ Hátíðarstemmning Stuttu síðar fylltist allt af fólki við Brandenborgarhliðið, sem stóð á einskismannslandinu milli múr- anna tveggja, því Berlínar múrinn var raunar tvöfaldur: tveir múrar hlykkjuðust samhliða þvert í gegnum borgina en á milli þeirra var breitt svæði sem austurþýska landamæralögreglan hafði strangt eftirlit með. Næstu vikur og mánuði ríkti sannkölluð hátíðarstemning við múrinn, sem smám saman missti ægivald sitt, molnaði niður og hvarf að lokum alveg. Fjöldi fólks safnaðist saman við múrinn dag og nótt, þar á meðal „múrspæturnar“ svonefndu sem vopnaðar hvers kyns verkfærum tóku til við að brjóta niður múrinn svo glumdi í langar leiðir. Tveir heimar, sem höfðu verið aðskildir í nærri fjóra áratugi, tóku að tengjast saman á ný. Ættingjar og vinir sem höfðu kannski ekki sést áratugum saman mæltu sér mót og féllust grátandi í faðma. Áhrif sameiningar Aðeins tæpu ári eftir að fyrstu hóparnir byrjuðu að streyma yfir til Vestur-Berlínar, hinn 3. október árið 1990, var búið að sameina þýsku ríkin tvö í eitt Þýskaland eftir fjörutíu ára aðskilnað. Áhrif sameiningarinnar hafa verið mun meiri á Austur-Þjóðverja en Vestur-Þjóðverja. Vestanmegin hefur fólk þurft að greiða fyrir uppbygginguna í austrinu, en lífið gekk þó áfram sinn vanagang. Austanmegin hrundi hins vegar tilvera margra. „Þetta var vissulega nýtt tæki- færi og nýr möguleiki fyrir ungt fólk og þá sem voru að fara á elli- laun,“ segir Ólafur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður sem sömu- leiðis var að læra sitt fag í Berlín þegar múrinn féll, „en fyrir milli- kynslóðina, fólk sem var búið að koma sér sæmilega fyrir í austrinu með vinnu og fjölskyldu. Það lenti að mörgu leyti illa í þessu. Það var orðið of gamalt til að byrja upp á nýtt. Það vildi það enginn.“ Múrinn í höfðinu María og Ólafur búa enn í Berlín og hafa fylgst grannt með breytingun- um sem orðið hafa í borginni und- anfarin tuttugu ár. Þau segja bæði að múrinn sé að nokkru leyti enn til staðar í huga borgarbúa, þótt með óáþreifanlegum hætti sé. „Maður finnur að fólk sem er upp runa lega frá Berlín heldur sig ennþá á sínu svæði,“ segir María. „Meira að segja kynslóð barnanna minna gerir það. Fólk er ekkert endilega að flytjast yfir, hvort sem það hefur eitthvað með „austur og vestur“ að gera eða ekki. Það er miklu minna mál fyrir aðflutta að koma sér fyrir hvoru megin sem er.“ „Það er greinilegt að í höfði þeirra sem bjuggu í Berlín meðan múrinn stóð er þetta ennþá tví- skipt borg,“ segir Ólafur. „Múrinn er þarna ennþá í huga þeirra þótt hann sé farinn. En seinni kynslóðir, sem vita varla hvar múrinn lá, fyrir þeim er Berlín heil borg.“ Beggja blands Þau segja bæði að tilfinningar Þjóðverja til sameiningarinnar séu enn svolítið beggja blands. „Ég held að flestir séu auðvit- að fegnir því að múrinn féll, þótt enn séu til einhverjir sem ekki eru sáttir við það,“ segir Ólafur. „En það má heldur ekki gleyma því að innan þeirra marka sem boðið var upp á í Austur-Þýskalandi held ég að flestir hafi verið þokkalega ánægðir með líf sitt þar. Það er eins og í öllum samfélögum, menn aðlagast þeim aðstæðum sem ríkja. Það er ekki nema lítill hluti fólks sem stundar borgaralega óhlýðni, því flestir vilja bara reyna að lifa þokkalega góðu lífi innan þess ramma sem þeim er boðið upp á.“ „Þjóðverjarnir eru samt ekkert mikið að pæla í þessu afmæli, ekki nema pólitíkusar sem þurfa á því að halda til að auglýsa sig,“ segir María. EAST GERMANY Bonn Berlin BERLIN (1961-1989) Hamburg Frankfurt Munich Dresden WEST GERMANY NORTH SEA E A S T G E R M A N Y WEST BERLIN EAST BERLIN 5km 3 miles Checkpoints: Only Bravo and Charlie were open to non- Germans Berlin Wall Length: 43.1km “Country” wall 111.9km NORÐURSJÓR o AUSTUR- ÞÝSKALAND VESTUR- ÞÝSKALAND Frankfurt rlín Dresden München BERLÍN (1961-1989) FRANSKA SVÆÐIÐ VESTUR- BERLÍN BRESKA SVÆÐIÐ BANDARÍSKA SVÆÐIÐ Landamærastöðin Bravo A U T U R - Þ Ý S K A L A N D SOVÉSKA SVÆÐIÐ Checkpoint Charlie AUSTUR- BERLÍN Schönefeld Friedrichstrasse lí armúrinn Lengd: 43,1 km „Landsmúrinn” 1 ,9 Landamærastöðvar: Útlendingar gátu aðeins komist yfir á landa- mærastöðvunum Bravo og Charlie og lestar- stöðinni Friedrichstrasse 5 km 200 km Þegar múrinn opnaðist í Berlín Að kvöldi fimmtudagsins 9. nóvember árið 1989 létu austur-þýsk stjórnvöld undan þrýstingi almennings og opnuðu upp á gátt öll landamærahlið Berlínarmúrsins. Guðsteinn Bjarnason rifjar upp sögulega tíma. MÚRINN RIFINN NIÐUR Austur-þýskir hermenn fengu það hlutverk að hluta múrinn niður og fella hann, og var byrjað á því verki aðeins fáeinum mánuðum eftir að landamærahliðin voru opnuð. NORDICPHOTOS/AFP TRABANTAR Í RÖÐ Á INVALIDENSTRASSE Eftir að umferð var gefin frjáls tóku trabant- ar að sjást í fyrsta sinn á götum Vestur-Berlínar innan um vestrænar og japanskar bifreiðar, eins og þekkst hafði áratugum saman í Reykjavík. NORDICPHOTOS/AFP 1945: Þýskalandi er skipt í fjögur her- námssvæði Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Sovétmanna. 1949: Þýska alþýðulýðveldið er stofnað 7. október á sovéska hernámssvæðinu. 1953: Sovéskir hermenn brjóta á bak aftur uppreisn verkamanna í Berlín. 1961: Austur-Berlín er girt af 13. ágúst og hafist handa við að reisa múrinn. 1972: Austur- og Vestur-Þýskaland gera samning um stjórnmála- leg samskipti. 1989: Berlínarmúrinn opnast 9. nóvember. 1990: Fyrstu frjálsu kosningarnar eru haldnar í Austur-Þýskalandi 18. mars. Þýsku ríkin sameinast 3. október. Austur-Þýskaland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.