Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 90
62 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svif- vængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heim- inn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirn- ar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsis- málum kvenna á heimsvísu. Verk- efnið er unnið í samstarfi við UNI- FEM á Íslandi. „Þetta byrjaði allt með svif- vængjafluginu. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað ger- ist þegar maður flýgur, en heim- urinn og hvernig maður skynjar hann breytist. Maður verður frjáls eins og fuglinn. Við vorum að velta fyrir okkur þessari frelsistilfinn- ingu og í kjölfarið fórum við að spá í hversu misfrjálst fólk er og hvern- ig fólk túlkar frelsi. Þetta varð svo grunnur inn að verkefninu,“ útskýrir Ása. Hún segir það hafa verið lítið mál að taka þá ákvörð- un að halda út í óvissuna. „Fjár- hagslega er þetta svolítið erfitt, en það var ekki erfið ákvörðun að fara. Það er ákveðinn léttir að losa sig við alla þessa óþarfa muni sem maður hefur sankað að sér í gegn- um tíðina, þó að það sé erfitt að láta frá sér einstaka hluti.“ Stúlkurnar halda út í byrjun desember og verður Nepal fyrsti áfangastaður þeirra og þaðan halda þær meðal annars til Ind- lands, Ástralíu og Austur-Evrópu. „Samhliða fluginu ætlum við að hitta konur í hverju landi og gefa þeim tækifæri á að ávarpa heiminn í gegnum teikningar, ljóð, bréf eða myndir. Við notum svo þetta efni til að setja upp sýningar á þeim stöð- um sem við komum til,“ segir Ása. Áætlað er að Ása og Anita snúi heim næsta sumar og setji upp sýn- ingu á verkefninu áður en þær halda aftur út í hinn stóra heim. Stúlkurn- ar eru að leita eftir styrktar aðilum fyrir verkefnið og segir Ása að þær geti unnið eitthvað í skiptum. „Við erum báðar menntaðir grafískir hönnuðir þannig við getum tekið að okkur verkefni fyrir mögulega styrktaraðila.“ Hægt er að fylgjast með verk- efninu á vefsíðunni www.theflying- effect.wordpress.com. sara@frettabladid.is Selja eigur sínar og halda út í heim FRJÁLSAR SEM FUGLINN Aníta Björnsdóttir (á mynd) og Ása Rán Einarsdóttir leggja af stað út í heim á vit ævintýranna. Þær hættu í vinnu sinni og selja allar eigur sínar. Fyrrverandi kærasta leikar- ans Verne Troyer hefur farið fram á nálgunarbann því hún óttast að leikarinn muni ganga í skrokk á henni. Yvette Monet sagði að hún hefði fengið ógrynni af símtölum og smáskilaboðum frá Troyer þar sem hann hefði í hótunum við hana. Hún heldur því jafn- framt fram að Troyer og vinir hans gangi um vopnaðir byssum. „Vinur hans er lögreglumaður og gengur alltaf um með byssu á sér. Ég óttast um líf mitt,“ var haft eftir Monet. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Troyer á í útistöðum við fyrrverandi kærustu því í fyrra kærði hann Ranae Shrider eftir að kynlífsmynd- band með þeim lak til fjölmiðla. Troyer er frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í Austin Powers-myndunum. Hrædd við Mini-Me DÓLGUR Verne Troyer mætti að ósekju bæta hegðun sína. „Þetta verður nú bara svona kitl í hjáverkum, en það er gaman að vera kominn í útvarpið aftur,“ segir Bjarni Arason. Hann snýr aftur í útvarp eftir eins árs hlé þegar hann byrjar með þátt á Kananum kl. 16 á sunnudaginn. Hljótt hefur verið um Bjarna, að minnsta kosti útvarpslega séð, eftir að honum var sagt upp störf- um sem dagskrárstjóri Bylgjunnar í kjölfar hruns- ins í fyrra. „Ég hef nú bara verið að mennta mig, það er eina vitið. Ég er við nám í Keili og er nú bara að stefna á að komast í Háskólann. Ætli það verði nokkuð fyrr en svona árið 2020! Nei, ég segi svona.“ Bjarni hætti á sínum tíma í námi og stritar nú við að ná ígildi stúdentsprófs. „Ég er droppát. Maður var alltaf í músíkinni og mátti ekkert vera að því að pæla í algebru og þessu dóti.“ Tónlistin er ennþá alltaf númer eitt og Bjarni mun skemmta á jólahlaðborði í Valsheimilinu nú fyrir jólin með Magna, Birgittu og Hemma Gunn. En upp á hvað ætlar Bjarni svo að bjóða í nýja þættinum? „Þetta er nú bara DJ-þáttur, engin vísindi. Ég kynni lög og afkynni. En ég segi ekki hvað klukkan er. Það eru allir með klukkur á sér, er það ekki?“ - drg Látúnsbarkinn snýr aftur DJ BJARNI Í LOFTIÐ Á NÝ Einar Bárðarson býður Bjarni Ara velkominn á Kanann. Tæknimaðurinn Halldór Jóhannesson – „Dóri dimmraddaði“ – stendur á milli þeirra. Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi. „Ég barðist á móti með því að ýta honum í burt með fótunum. Við vorum ekki beint að ríf- ast lengur. Ég óskaði þess aðeins að þessu mundi ljúka, mér blæddi og ég var orðin bólgin. Ég hefði ekki komist heim nema fótgangandi, í ball- kjól og blóðug í framan. Ég vissi í raun ekki hvað ég átti að gera næst, ég var ekki með neitt plan,“ sagði söngkonan þegar hún rifjaði upp þetta örlagaríka kvöld. Hún útskýrir að þrátt fyrir barsmíðarnar hafi hún snúið aftur til Browns en þrátt fyrir það hafi hún ekki getað fyrirgefið honum. „Ást mín blindaði mig og ég sá ekki aðstæðurnar í réttu ljósi. Líkamlegu örin hverfa og þá fer maður ósjálfrátt að ljúga að sjálfum sér. Ég hafði óbeit á honum en ég reyndi að fela það. En hann vissi þetta, hann spurði í sífellu hvort ég hataði hann og alltaf svaraði ég neitandi. En ég hataði hann og allt við hann pirraði mig. Að lokum var ég komin með nóg.“ Hataði kærastann SEGIR FRÁ Rihanna tjáði sig í fyrsta sinn um barsmíðarnar í við- tali við Diane Sawyer. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611 á einn miða í desember milljónir 75 Þeir sem eiga miða í Happdrætti Háskólans geta átt von á 75 milljóna afmælisvinningi í síðasta útdrætti ársins. Þú getur ennþá verið með! Tryggðu þér miða fyrir aðeins 1.000 kr. á mánuði. Við drögum næst 10. nóvember! PI PA R\ TB W A S ÍA 9 19 03 Skyldueign allra ábyrgra skotveiðimanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.