Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 7. nóvember 2009 3 „Tilgangur hátíðarinnar er að koma saman og gleðjast yfir góðum árangri í hrossarækt, hestamennsku og mótahaldi yfir árið,“ segir Hulda Gestsdóttir, for- maður Félags hrossabænda en sá félagsskapur stendur fyrir sam- komunni í kvöld ásamt Landssam- bandi hestamannafélaga. Hulda segir fólk koma víða að af landinu og þetta árið verði bara hestamenn sem skemmtikraft- ar. „Í ljósi aðstæðna tókum við þá ákvörðun að lækka miðaverð- ið umtalsvert frá síðustu árum og leita inn á við,“ útskýrir hún. Um 800 manns geta tekið þátt í borðhaldinu og síðast þegar frétt- ist voru örfáir miðar lausir. Svo verður selt inn á dansleik eftir miðnætti. „Þá getur fólk komið og tekið þátt í fjörinu fram á morg- un,“ segir Hulda og lýsir skemmti- atriðum nánar. „Veislustjóri verð- ur Hermann Árnason sem er fyrrverandi sláturhússtjóri og núverandi sæðingamaður, góð eftirherma og skemmtikraftur. Hestakonan Björk Jakobsdóttir treður upp og svo kemur Magnús Kjartansson með brokkkórinn sem búinn er að æfa sérstaka dagskrá. Hljómsveitin Von frá Sauðárkróki leikur svo fyrir dansi og liðsmenn hennar eru með doktorspróf í að spila fyrir hestamenn.“ Áður en að þessu stuði kemur verður spennandi verðlaunaveit- ing. „Það er hefð fyrir að verð- launa þá knapa og hrossaræktend- ur sem hafa skarað fram úr á árinu í ýmsum greinum,“ lýsir Hulda en flestir í flokknum hrossarækt- arbú ársins. „Hrossaræktin er mjög mikilvæg búgrein, algerlega óstyrkt af hálfu ríkisins en skap- ar mikinn gjaldeyri fyrir þjóðina,“ tekur hún fram. gun@frettabladid.is Björk og Brokkkórinn Hestamenn völdu fólk úr eigin röðum sem skemmtikrafta á árlegri uppskeruhátíð sem haldin er í kvöld á Broadway. Björk Jakobs verður með reistan makka og Maggi Kjartans mætir með Brokkkórinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Tilgangurinn er að koma saman og gleðjast yfir góðum árangri í hrossarækt, hestamennsku og mótahaldi,“ segir Hulda Geirsdóttir, formaður Félags hrossabænda. Boðið verður upp á bókalestur fyrir börn í Bókabúð Máls og menningar á morgun. „Ég mun sjálf- sagt styðjast við einhverja myndskreytta bók, en hver h ú n v e r ð - ur ræðst svo af aldursstigi barnanna,“ segir Hildur Halldórsdóttir kennaranemi sem ætlar að lesa upp úr val- inni barnabók fyrir börn í Bóka- búð Máls og menningar á morgun á milli klukkan 11 til 12. Síðustu sunnudaga hafa kenn- aranemar frá Háskóla Íslands lesið úr uppáhalds- verkum sínum með áherslu á yngstu kyn- slóðina, sem hefur sér- staka deild út af fyrir sig í versluninni, sem meðal annars er skreytt þekktum persónum úr skáldsögum. Uppátækið þykir hafa heppn- ast vel og hlakkar Hildur til að takast á við þetta verkefni. „Ég var beðin um að gera þetta þar sem ég er í kúrsi sem kallast Leiklist, sögur og frásagnir fyrir börn, en þar er okkur meðal annars kennt að lesa sögur fyrir börn og mér líst stórvel á þetta fyrirkomulag,“ segir hún. „Ég get lofað því að börnin eiga eftir að skemmta sér mjög vel á morgun.“ - rve Lesið fyrir börnin Lesið verður upp úr völdum verkum fyrir börn. Söfn um allt Suðurland og í Vest- mannaeyjum hafa staðið opin frá því á fimmtudag og bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá fram á sunnudag. Yfirskrift dagskrárinnar er Safnahelgi á Suðurlandi með und- irtitlinum Matur og menning úr hér- aði því auk hins sögulega og menn- ingarlega hluta dagskrárinnar er minnt á gamlar og nýjar matargerð- arhefðir í héraðinu. Hugmyndin að baki Safnahelgi á Suðurlandi er að þjappa þeim aðilum sem vinna við sunnlenska menningu saman yfir eina sameiginlega viðburða- helgi og bjóða íbúum héraðsins og gestum að njóta þess fjölbreytta menn- ingarstarfs sem er í boði. Veitingastaðir og söfn á svæðinu standa opin og á meðal fjölmargra dagskráratriða má nefna sýningar, tónleika, fyrirlestra, upp- lestra og leiðsagnir. Þá verður víða hægt að smakka á gömlum og nýjum rétt- um eins og ástarpungum, heitu súkkulaði, lunda, fýl, sviðum, humarsúpu, pönnukökum, sunnlensku grænmeti og kartöfluréttum. Dagskrána má nálgast á www.sofnasudurlandi.is. Safnahelgi á Suðurlandi SAFNAHELGI HÓFST Á SUÐURLANDI Á FIMMTUDAG OG STENDUR HÚN FRAM Á SUNNUDAG. Safnahelgin var formlega opnuð í Sam- göngusafninu á Skógum á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.