Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 24
24 7. nóvember 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Stefán Thors skrifar um skipulag Sunnudaginn 8. nóvember er alþjóðlegur skipulagsdagur. Á þeim degi er við hæfi að huga að stöðu skipulagsmála hjá ríki og sveitarfélögum. Hér á landi höfum við lög og reglugerð um gerð skipulagsáætlana, við höfum stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem annast öflun nauðsynlegra grunnupplýsinga og við höfum sveitarstjórnir sem sjá um framkvæmd skipulagsáætlana. Í skipulags- og byggingarlögum kemur fram að markmið laganna er m.a. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu með sjálf- bæra þróun að leiðarljósi. Þetta eru háleit markmið og í raun ágætlega skynsamleg. Vandinn verður hins vegar alltaf að skilgreina þarfirnar og leiðir til að uppfylla þær á sem sjálfbærastan hátt. Í skipulagsreglugerð kemur fram að í skipulags- áætlunum skuli gera grein fyrir markmiðum við- komandi stjórnvalda og ákvörðunum um framtíðar- notkun lands, fyrirkomulagi byggðar og þar á að lýsa forsendum þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið. Forsendur ákvarðana geta verið fjölmargar og fjöl- breyttar og varðað t.d. þróun íbúafjölda, þörf fyrir nýtt húsnæði og samgöngumannvirki. Til þess að ríki og sveitarfélög geti tekið skynsam- legar ákvarðanir þurfa því að liggja fyrir aðgengi- legar upplýsingar um stöðu mála og líklega þróun. Fyrir ekki svo löngu síðan var við skipulagsgerð hægt að nálgast ýmsar upplýsingar hjá Þjóðhags- stofnun um húsnæði sem var tekið í notkun og í byggðabrunni Byggðastofnunar um skiptingu íbúafjöldans eftir sveitarfélögum og eftir atvinnu- greinum og spá um þróun. Þessar upplýsingar og úrvinnsla úr þeim voru og eru meðal þeirra forsendna sem liggja til grundvallar áætlana gerð og ákvarðanatöku. Á þessu varð síðar breyting þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður og Byggðastofnun fékk breytt hlutverk. Enn hefur ekki verið bætt úr þeim mikla missi sem varð við brotthvarf þessara upplýsingabrunna. Skipulagsstofnun hefur af og til á undan- förnum árum bent á nauðsyn þess að gert verði átak í því að auðvelda öflun, aðgengi og notkun grunnupplýsinga við skipulags- gerð. Það á við um landfræðilegar upplýs- ingar, upplýsingar um íbúa og skiptingu í atvinnu- greinar og upplýsingar um hina ýmsu flokka húsnæðis í byggingu. Skipulagsstofnun og Byggðastofnun vinna nú að því að finna leiðir til að endurvekja og bæta gagna- grunn á landsvísu í þeim tilgangi að styrkja áætlana- gerð ríkis og sveitarfélaga. Þessi vinna mun vonandi leiða fljótlega til breiðara samstarfs við Hagstofuna, Fasteignaskrá Íslands og Landmælingar Íslands og fleiri stofnanir sem búa yfir upplýsingum sem nýt- ast við áætlanagerð. Stjórnvöld þurfa að vera viðbúin með sínar áætl- anir þegar hjólin fara aftur að snúast og það er því mjög mikilvægt að þau noti það svigrúm sem nú hefur skapast til að hugsa hlutina upp á nýtt, auka gæði áætlanagerðar og leggja áherslu á að fylgja eftir góðum ásetningi. Markviss söfnun og varðveisla grunnupplýsinga og úrvinnsla og fullkomið opið aðgengi er það sem þarf. Það eitt og sér er svo auðvitað engin trygging fyrir því að við fáum betri skipulagsáætlanir og við- varandi vöktun og framfylgd en eftir að úr hefur verið bætt er alla vega ekki hægt að kenna skorti á upplýsingum um klúður í skipulags- og byggingar- málum. Höfundur er skipulagsstjóri ríkisins. Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Vísi. Alþjóðlegi skipulagsdagurinn UMRÆÐA Einar Mathiesen skrifar um vegagerð Allt frá því að Landsvirkjun hóf framkvæmdir við Búrfells- virkjun á sjöunda áratugnum hefur fyrir tækið verið umsvifamikið í vegagerð, en lagning vega er for- senda fyrir nánast öllum fram- kvæmdum sem fyrirtækið hefur tekist á hendur. Að loknum fram- kvæmdum hefur Landsvirkjun í mörgum tilfellum afhent Vega- gerðinni og einstaka sveitarfélögum vegi til eignar og þar með veghalds. Í þessu sambandi má nefna veginn úr Þjórsárdal og upp undir Þóris- vatn. Nú liggur fyrir samkomulag milli Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar þess efnis að Vegagerðin yfir- taki hluta þeirra vega sem byggðir voru upp í tengsl- um við Kárahnjúkavirkjun. Þeirra lengstur er Kára- hnjúkavegur, eða röskir 60 km, og tengir hann saman Fljótsdal og Brúardalaleið. Nú er svo komið að Landsvirkjun rekur einka- vegi sem samtals eru 384 km að lengd. Ágætt dæmi um slíka vegi er Kvíslaveituvegur og vegurinn upp að Hágöngum. Vegir Landsvirkj- unar eru einkavegir, sem þýðir að Landsvirkjun annast rekstur þeirra og viðhald. Slíkir vegir í eigu Lands- virkjunar eru ýmist opnir almennri umferð á eigin ábyrgð eða lokaðir almenningi með öllu. Í þeim tilfellum sem vegir eru lokaðir almenn- ingi er ekki talið forsvaran- legt af öryggisástæðum að beina umferð um þá. Landsvirkjun hefur á síð- ustu árum unnið kerfis- bundið að því að loka veg- slóðum sem ekki eru taldir hafa neitt gildi hvorki fyrir ferðamenn né rekstur fyrirtækis- ins. Alls hefur 90 km af vegum eða vegslóðum verið lokað eða þeir eru komnir á framkvæmdaáætlun um lokun. Allir vegir Landsvirkjunar hafa fengið sérstök vegnúmer sem eru útgefin af Vegagerðinni. Vegalagning Landsvirkjunar hefur í mörgum tilfellum opnað hálendið fyrir innlendum og erlend- um ferðamönnum. Því fylgir jafn- framt mikil ábyrgð því greiðari aðgangur farartækja að hálendinu hefur líka sínar dökku hliðar. Í lok sumars fór fram mikil umræða í fjölmiðlum um utanvegaakstur og eyðileggingu og náttúruspjöll sem honum fylgja. Í því sambandi var meðal annars fjallað um utanvega- akstur í friðlandinu í Þjórsárverum og merkingu utanvegaslóða inn á ferðakort félagasamtaka. Erfitt getur reynst að stemma stigu við utanvegaakstri og þeirri eyðilegg- ingu sem hann hefur í för með sér. Slík umfjöllun og umræða flýtir fyrir viðhorfsbreytingu og bættri umgengni ferðamanna um landið og því ber að fagna. Landsvirkjun vill leggja þessum málaflokki lið með því að taka ábyrga afstöðu til vegagerðar og veghalds sem tengist starfsemi fyrirtækisins. Nú hefur kortum af einkavegum Landsvirkjunar á einstaka starfs- svæðum verið sett á vef fyrirtækis- ins. Hægt er að nálgast kortin undir viðkomandi starfsstöð en slóðin er http://www.landsvirkjun.is/starf- semin/virkjanir/. Það er von Lands- virkjunar að vegir þessir, í þeim tilfellum sem þeir eru opnir almenn- ingi, megi nýtast viðbragðsaðilum, ferðamönnum og aðilum í ferðaþjón- ustu. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Vegir og vegslóðar UMRÆÐAN Kristín Dýrfjörð skrifar um samfélagsmál Nýlega stóð ég í fataklefa á elstu deild í leikskóla, börnin voru nýkomin úr fyrsta heimspekitímanum sínum. „Hvað voruð þið að gera í heimspeki?“ spurði ég. „Við vorum að ræða reglur, þú veist um þetta sem má og ekki má,“ svaraði 5 ára stelpa. Þá sagði starfsmaður með spurnar- tón svo börnin heyrðu „Skyldu þau nú muna reglurnar?“ Ég sneri mér að börnunum og spurði: „hvað má ekki“. Áður en ég vissi, sungu þau öll í einum kór fyrir mig lagið um það sem ekki má. Lagið sem byrjar á: Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti ofan í skurð. Sá texti hafði reyndar ekkert verið til umræðu í tímanum. Þau höfðu hins vegar rætt um þær regl- ur sem gilda í heimspeki, að hlusta, að grípa ekki fram í heldur bíða, að bera virðingu fyrir skoðunum ann- arra og að láta skoðanir sínar í ljós. Það sem mér fannst svo frábært hjá börnunum var hvernig þau með húmor sneru því vantrausti sem speglaðist í orðunum um að þau myndu ekki. Þau sýndu ekki aðeins fram á að þau hefðu skilið heldur að þau gátu breytt þessari upplifun í fataklefanum í eitthvað skemmti- legt og eftirminnilegt. Og það var einmitt það sem gerðist. Svo hljóp hópurinn út í garð glaður í fasi. Mér fannst þetta svo merkileg upplifun. Ég fann hvernig ég fylltist bjartsýni og gleði. Þetta er eitt þeirra augnablika sem segja, já einmitt, þess vegna er ég leikskólakennari. Kór er í eðli sínu merkilegt fyrir- bæri. Til að syngja í kór verður fólk bæði að kunna að hlusta og að tjá sig, hann byggir á sameiginlegum markmiðum og sýn. Til að kór geti í raun virkað verða allir að vinna saman. Þar er rými fyrir það óvænta en samtímis sterk krafa um samhæfingu. Í mínum huga hefur Þjóðfundur- inn þann 14. nóvember alla mögu- leika til að verða að framtíðar kór. Fólk alls staðar af landinu, fólk með allavega skoðanir og bak- grunn mætir til þess að hlusta og til þess að tjá sig. Það mætir til þess að breyta erfiðleikum Íslands í möguleika Íslands. Það mætir til að skapa samfélagssymfóníu ja eða óperuverk sem nær að lifa í núinu og langt inn í framtíðina. Þegar ég var tólf ára lékum við Þjóðfund- inn 1851, ég lék einn þingmanna, einn þeirra sem tók undir með Jóni Sigurðssyni og sagði „vér mótmæl- um allir“. Í þetta sinn erum við ekki komin saman til að mótmæla heldur til að skapa. Skapa framtíð. Og kannski eiga börn framtíðarinn- ar eftir að standa í skólastofum og segja frá endurreisn Íslands og hlut- verki Þjóðfundarins. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Samfélagssymfónía STEFÁN THORS KRISTÍN DÝRFJÖRÐ EINAR MATHIESEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.