Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 18
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Nýtízku bókbandsstofa i Reykjavik. allt land fyrir haustkauptíðina, þá birgðu sveit- irnar sig upp til vetrarins, fram að þeim tíma ínáttu menn ekki sinna neinum lestri vegna annríkis, en eftir haustkauptíðina tók við hinn rólegi vetrartími, kvöldvökurnar, þegar mönn- um gafst gott næði lil lesturs, menn beinlínis þörfnuðust bóka. Á vinnustofunum hélzt þó annríkið til jóla. Það var hvorttveggja, að í annríkinu fyrir síðustu strandferðirnar var það, sem ætlað var Reykjavikurmarkaðinum, ofl látið híða og tekið til við það á eftir, og svo var „jólabandið", einkahand til jólagjafa, unn- ið fyrir jólin og þá oft mjög mikið annríki síðustu dagana. Einkaband var þá unnið liltölu- lega miklu meira en nú, því að miklu meira var af óbundnum bókuin á markaðinum, menn höfðu helzt peningaráð á þessum tíma, eftir sumaratvinnuna, og leiddi þetta því allt hvað af öðru. Eins og áður er getið var oft annríki mikið síðustu dagana. Mönnum liættir við að koma of seint með það, sem þeir ætla að láta vinna, og iðnaðarmönnum hættir við því ég vil ekki segja að vera svikulir, cn að ætla sér of mikið, að verða lengur með verkið en þeir ætluðu. Þar sem ekki var sendill, urðu nem- endurnir að fara með bækurnar. Þó að Reykja- vik væri minni um sig þá en nú, var minna um þægindin, ekki fenginn bíll, þó að pakkinn væri nokkuð þungur, og hann varð að vera all- mikið þungur til þess að tæki því að fara með hann á vagni, sem oftast varð fyrst að fá að láni. En allt var þella þó gaman — gaman að hafa fengið að spreyta sig á einhverju vanda- sömu, gaman að fara mcð gjafir, sem maður vissi, að átti að gleðja aðra með, gaman að liafa aflað sér einhvers slíks sjálfur og mega njóta þess á jólunum, i þægilegri hvíld eftir skorp- una, sem á undan var gengin. Að námstimanum loknum fór ég til útlanda og dvaldist þar i nokkur ár. Þó að ástæður væru þar aðrar en hér, sala á bókum ekki bundin við haustkauptíð eða útsending við síðustu strandferðir, hagaði þó mjög líkt til um bóka- markaðinn, liann var langmestur að Iiaustinu og fram til jóla. Af nýjum bókum, sem koma út á einu ári, koma líldega þrír fjórðu hlutarnir á limabilið október—desember og koma þær langörast út rétt fyrir jólin. Þetta er yfirleitt alls staðar lenzka. AIIl er miðað við jólamark- aðinn, hann ber uppi bókamarkað alls ársins. Jafnvel þar, sem trúarlegt gildi jólahelginnar hefir dofnað, helzt þessi lenzka við. Það er reyndar varla viðeigandi að kalla þetta Ienzku. Réttara er að komast svo að orði, að það Iivíli sérstök helgi yfir þessu livorutveggja í sam- einingu, bókunum og jólunum, helgi, sem við vonum að aldrei dofni.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.