Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 26

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Síða 26
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Ágúst Sigurmimdsson: DM TRfiSKUBB Á ÍSLiHDI Næst á eftir kveðskapnum, mun oss íslend- ingum tömust listin að skera í tré. Hversu margir liafa það ekki reynt á unga aldri, og allir höfum vér mætur á vel skornum munum og listaverkum. Vér höfum á öllum öldum átt ágæta listamenn á þessu sviði, en sennilega aldrei eins vel lærða, listfenga og stórvirka sem nú. Einn þessara manna er Ágúst Sigur- mundsson i Reykjavík. Hann er vel þekktur og hefir skorið mörg ágæt listaverk. „Gleðileg jól“ flytja myndir af nokkrum þeirra, sem ekki hafa áður verið birtar almenningi, Það var útilegumaður Einars Jónssonar, sem vakli listamanninn í Ágústi. Hann lærði listina hjá Stefáni Eiríkssyni, en fullkomnaði sig suð- ur í Bæheimsku Ölpunum. Ágúst liefir höggvið og skorið margar mannamyndir og sögulegar myndir í tré. Hann hefir skorið vangamynd af Jóni Sigurðssyni i fílabein og er hún greypt i rektorskeðjuna. Jafnframt því að leyfa jólahefti iðnaðar- manna að gleðja lesendur sina með myndum af nokkrum listaverkum sínum, liefir hann einnig sent því eftirfarandi ritgerð. S. .1. Allt frá öndverðu mun tréskurður hafa verið ein liin vinsælasta list, sem iðkuð Iiefir verið hér á landi. Enda var hann, ásamt málm- smíði og vefnaði, höfuðgrein þeirrar listrænu vinnu, sent unnin var á heimiliinum. Hér á landi eru nú harla litlar minjar úhi þann tré- skurð, sem í upphafi var iðkaður, en þó má fara nærri um útlit hans. Ýmsir skrautgripir fundnir í jörðu og steyptir í málm, gefa hér mikla vitneskju um. Af þeim má ráða, á hvern hált tréskurðurinn var unninn, og liver svipur var yfir honum. Margir þessara gripa teljast, samkvæmt stíl sínum, til lieiðindómsins. Flestir þeirra, svo sem döggskór, spennur og nælur, eru steyptir eftir móti, sem skorið var í tré og auðsjáanlega unnið á sama hátl sem annar tré- skurður, enda er það mjög áberandi, livc steypl skreyting ber það með sér, að hún sé runnin frá tréskurðinum. I fyrstu bar tréskurðurinn svip víkingatím- ans — var í stíl niundu aldar. Skreyting og myndir Jiær, sem einkum gætir, verða til á Norðurlöndum á seinni hluta áttundu aldar. Dýramyndir eru notaðar, sem oft eru óljósar, jafnvel sýndir aðeins hlutar af dýrum, samein- aðir hnútum og vafningum. Það, sem einkum einkennir stílinn, er sérstakur og oft óljós leik- ur með línur og form. Auðsætt er, að hann er til þess eins ætlaður að gleðja augað, að sínu leyti, eins og punktarnir og strikin á steinöld- inni og hinar bognu línur og hringar á eiröld. Eftir kristni tekur tréskurðurinn smám sam- an mikíum breytingum. Rómanski stíllinn fylgdi i kjölfar kristninnar og biskupsskólarnir voru oft liin mesta lyftistöng listinni, Jjar sem hinir færustu menn fengu gnótt verkefna, einkum Jiegar dómkirkjur voru reistar. Nokkuð af þeim tréskurði, sem varðveitzt hefir frá öld róm- anska stilsins, sýnir það Ijóslega, að lærðir tré- skurðarmenn hafa þá verið hér á landi, og er mikill skaði, hve fátt hefir varðveitzt eftir þá. Tréskurður meðal almennings frá siðari öldum sýnir það og vel, að menn kunnu að notfæra sér rómanska stílinn, sem var fremur einfald- ur og ljós. Hinar styrku meginlínur stílsins liöfðu djúptæk áhrif, bæði frá aðfluttum verk- um, en sennilega ekki sízt i vinnu íslenzkra listamanna, sem kunnu þar á góð skil. Þessi suðræni stíll fékk þó hér á landi sinn sérstaka svip, og varð, er stundir liðu, að hreinum bændastil, einfaldur og ofl látlaus og var alltaf samkvæmur þeim verkfærum, sem hann var unninn með. Fæstir af hagleiks- og listamönnum fyrri tíma eru nú þekktir, þeir hafa horfið i gleymsku með samtið sinni. Sjaldnast var það venja, að listamaðurinn setti nafn sitl á hluti þá, er liann gerði, og eru því flestir beztu gripirnir ókunnir að höfundi sínum. Margir munu þó þekkja nafn Margrétar högu, sem var í Skálholti í tíð Páls biskups Jónssonar. Mjög líklegt er að Árni, kall- aður höfuðsmiður, og Björn hagi Þorvaldsson liafi verið lærðir kirkjusmiðir og jafnframt tré- skurðarmenn, og að hinn flugnæmi Þóroddur rúnameistari á Hólum, Ámundi Árnason í Skál-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.